Arnar um Glenn: Duttum í lukkupottinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2015 12:28 Glenn lék seinni hálfleikinn í leik Stjörnunnar og ÍBV í gær. vísir/valli Eins og fram kom á Vísi í gærkvöldi mun Jonathan Glenn, landsliðsmaður Trinidad og Tóbagó, leika með Breiðabliki út tímabilið á láni frá ÍBV. Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, er að vonum ánægður með liðsstyrkinn. „Já, það gefur auga leið. Við höfum verið að leitast við að styrkja okkur fram á við og ég held að við höfum dottið í lukkupottinn þegar þetta kom upp,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í dag. Hann segir að þessi félagaskipti hafi ekki átt sér langan aðdraganda. „Nei, ég hélt að þetta væri ekkert inni í myndinni en svo kom þetta allt í einu datt þetta inn á borð hjá okkur. Þetta gerðist mjög hratt og kláraðist svo eftir leikinn í gær,“ sagði Arnar en Glenn lék seinni hálfleikinn þegar ÍBV tapaði 3-0 fyrir Íslandsmeisturum Stjörnunnar í gær.Sjá einnig: Formaður knattspyrnudeildar ÍBV: sameiginleg ákvörðun leikmanns og stjórnar „Vonandi nær hann sér á strik og verður góð viðbót við okkar hóp og hjálpar þeim sem hafa átt í erfiðleikum með að skora í sumar,“ bætti Arnar við en hvað heillar hann við Glenn? „Hann er öskufljótur, áræðinn og það er kraftur í honum. Hann er líkamlega sterkur, getur haldið mönnum frá sér og er mjög beinskeyttur. Svo er hann með mjög gott „markarecord“,“ sagði Arnar en Glenn hefur skorað 21 mark í 34 leikjum í deild og bikar á Íslandi. Arnar segir að Glenn verði í leikmannahóp Breiðabliks þegar liðið sækir KR heim í kvöld og hann vonast til að hann geti spilað 15-30 mínútur í leiknum. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku fengu Blikar tvo unga leikmenn á reynslu til sín á dögunum; Norðmanninn Tor André Skimmeland og Danann Johannes Ritter. Arnar segir að Ritter sé farinn til síns heima en Skimmeland sé enn að æfa með Breiðabliki og hugsanlegt sé að félagið muni semja við hann. Það hafi ekkert breyst þrátt fyrir komu Glenns. „Nei, í sjálfu sér ekki. Glenn er náttúrulega framherji en hinir eru meiri kantmenn eða framliggjandi miðjumenn. Við vorum alltaf að hugsa um að fá einn framherja og kannski einn sem getur leyst kantstöðurnar eða fremst á miðju,“ sagði Arnar að lokum. Leikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 20:00. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, auk þess sem hægt verður að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Breiðablik fær Dana og Norðmann á reynslu Ólafur Kristjánsson sendir sínu gamla félagi ungan kantmann þar sem Blikar leitast eftir því að styrkja hópinn. 23. júlí 2015 14:40 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - ÍBV 3-0 | Fyrsti heimasigur Stjörnunnar | Sjáðu mörkin Stjarnan vann fínan heimasigur á ÍBV, 3-0, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 26. júlí 2015 00:01 Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV. 27. júlí 2015 10:00 Blikar leigja Glenn af ÍBV Knattspyrnudeild Breiðabliks og ÍBV hafa náð samkomulagi um leigu á framherjanum Jonathan Ricardo Glenn út þetta keppnistímabil. 26. júlí 2015 23:23 Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi í gærkvöldi mun Jonathan Glenn, landsliðsmaður Trinidad og Tóbagó, leika með Breiðabliki út tímabilið á láni frá ÍBV. Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, er að vonum ánægður með liðsstyrkinn. „Já, það gefur auga leið. Við höfum verið að leitast við að styrkja okkur fram á við og ég held að við höfum dottið í lukkupottinn þegar þetta kom upp,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í dag. Hann segir að þessi félagaskipti hafi ekki átt sér langan aðdraganda. „Nei, ég hélt að þetta væri ekkert inni í myndinni en svo kom þetta allt í einu datt þetta inn á borð hjá okkur. Þetta gerðist mjög hratt og kláraðist svo eftir leikinn í gær,“ sagði Arnar en Glenn lék seinni hálfleikinn þegar ÍBV tapaði 3-0 fyrir Íslandsmeisturum Stjörnunnar í gær.Sjá einnig: Formaður knattspyrnudeildar ÍBV: sameiginleg ákvörðun leikmanns og stjórnar „Vonandi nær hann sér á strik og verður góð viðbót við okkar hóp og hjálpar þeim sem hafa átt í erfiðleikum með að skora í sumar,“ bætti Arnar við en hvað heillar hann við Glenn? „Hann er öskufljótur, áræðinn og það er kraftur í honum. Hann er líkamlega sterkur, getur haldið mönnum frá sér og er mjög beinskeyttur. Svo er hann með mjög gott „markarecord“,“ sagði Arnar en Glenn hefur skorað 21 mark í 34 leikjum í deild og bikar á Íslandi. Arnar segir að Glenn verði í leikmannahóp Breiðabliks þegar liðið sækir KR heim í kvöld og hann vonast til að hann geti spilað 15-30 mínútur í leiknum. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku fengu Blikar tvo unga leikmenn á reynslu til sín á dögunum; Norðmanninn Tor André Skimmeland og Danann Johannes Ritter. Arnar segir að Ritter sé farinn til síns heima en Skimmeland sé enn að æfa með Breiðabliki og hugsanlegt sé að félagið muni semja við hann. Það hafi ekkert breyst þrátt fyrir komu Glenns. „Nei, í sjálfu sér ekki. Glenn er náttúrulega framherji en hinir eru meiri kantmenn eða framliggjandi miðjumenn. Við vorum alltaf að hugsa um að fá einn framherja og kannski einn sem getur leyst kantstöðurnar eða fremst á miðju,“ sagði Arnar að lokum. Leikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 20:00. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, auk þess sem hægt verður að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Breiðablik fær Dana og Norðmann á reynslu Ólafur Kristjánsson sendir sínu gamla félagi ungan kantmann þar sem Blikar leitast eftir því að styrkja hópinn. 23. júlí 2015 14:40 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - ÍBV 3-0 | Fyrsti heimasigur Stjörnunnar | Sjáðu mörkin Stjarnan vann fínan heimasigur á ÍBV, 3-0, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 26. júlí 2015 00:01 Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV. 27. júlí 2015 10:00 Blikar leigja Glenn af ÍBV Knattspyrnudeild Breiðabliks og ÍBV hafa náð samkomulagi um leigu á framherjanum Jonathan Ricardo Glenn út þetta keppnistímabil. 26. júlí 2015 23:23 Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Sjá meira
Breiðablik fær Dana og Norðmann á reynslu Ólafur Kristjánsson sendir sínu gamla félagi ungan kantmann þar sem Blikar leitast eftir því að styrkja hópinn. 23. júlí 2015 14:40
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - ÍBV 3-0 | Fyrsti heimasigur Stjörnunnar | Sjáðu mörkin Stjarnan vann fínan heimasigur á ÍBV, 3-0, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 26. júlí 2015 00:01
Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV. 27. júlí 2015 10:00
Blikar leigja Glenn af ÍBV Knattspyrnudeild Breiðabliks og ÍBV hafa náð samkomulagi um leigu á framherjanum Jonathan Ricardo Glenn út þetta keppnistímabil. 26. júlí 2015 23:23