HIV og "hælisleitendur“ Toshiki Toma skrifar 25. júlí 2015 11:55 Fréttir um HIV-smitaðan einstakling sem jafnframt er hælisleitandi á Íslandi hafa vakið athygli þjóðfélagsins og verið mikið ræddar. Meðal radda eru þær sem tjá áhyggjur sínar af því að málið gæti aukið fordóma gagnvart HIV- smituðu fólki í þjóðfélaginu annars vegar og hins vegar hælisleitendum, eins og tilvera þessa beggja hópa, fólksins, skapi hættu fyrir almenning. Í kjölfar fréttanna tóku bæði opinberir aðilar eins og læknir og einstaklingar þátt í umræðunni og reyndu að stöðva aukningu fordóma í garð HIV-smitaðs fólks í fæðingu. HIV-veiran er ekki bráðsmitandi eins og ebólan. Það er enginn hætta á smiti ef viðkomandi fer varlega og setur öryggið á oddinn, einkum í kynlífi þar sem smitleiðir eru algengastar, en í flestum tilfellum er hegðun HIV-smitaðra mjög ábyrg að sögn sérfræðings. Ég þakklátur fyrir framlag þessa fólks, sem hefur þekkingu á málinu og deilir henni á opinberum vettvangi. Því langar mig að gera hið sama varðandi hælisleitanda í þjóðfélagi okkar. Hælisleitendur eru ekki einsleitur hópur. Það eina sem þeir eiga í raun sameiginlegt er að hafa flúið heimaland sitt og sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Ýmis áþreifanleg atriði fylgja þessari staðreynd. Hælisleitendur fara allir í gegnum ákveðið móttökuferli hér á landi, þeir gista á ákveðnum gistiheimilum, þiggja aðstoð þjónustu miðstöðvar, þeir hafa ekki kennitölu í upphafi dvalar og stundum fá þeir hana bara alls ekki og fleiri atriði mætti upp telja. Ef til vill líta hælisleitendur út fyrir að vera hópur, einsleitur hópur, í augum almennings en líkindin með einstaklingunum í hópunum eru afar yfirborðsleg og hver á sér sína sérstöku sögu. Önnur atriði sem tengjast tilveru hælisleitenda eru dýpri eins og persónuleiki, mannkostir og hæfileikar sem speglast illa í orðinu ,,hælisleitandi“. Orðið er yfirborðskennt og er oftast einungis til bráðabirgða. Ég er í daglegum samskiptum við hælisleitendur. Ég játa að ég þekki ekki alla hælisleitendur persónulega og einnig viðurkenni ég að það eru líka erfiðar manneskjur á meðal þeirra. En mér finnst það vera bara vera eðlilegt, manneskjur eru misjafnar og samfélag mannanna fjölbreytt og margbreytilegt. Ég þekki hvorki þann mann sem nú er í fréttum né veit nánara um málið og því ætla ég ekki að gagnrýna manninn eða vernda. Hins vegar þekki ég fleiri hælisleitendur vel og persónulega og ég get fullyrt að þeir eru jú flott fólk í langflestum tilfellum. Mér finnst það sorglegt ef viðkomandi mál gefur slæm áhrif á viðhorf almennings til hælisleitenda almennt. Mér finnst þó óskiljanleg áhersla sem lögð er á orðið ,,hælisleitandi“ í nokkrum umfjöllun um þennan HIV-smitaða mann, en að mínu mati er engin bein ástæða til þess að greina frá því að maðurinn sé hælisleitandi. Að lokum langar mig að bera vitni mitt: Hælisleitendur sem ég þekki eru góðar og venjulegar manneskjur og haga sér kurteisislega og almennilega í flestum tilfellum, þó ekki í öllum tilfellum. Orðið ,,hælisleitandi“ nýtist ekki til þess að meta persónuleika manneskju og mannkosti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Toshiki Toma Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Fréttir um HIV-smitaðan einstakling sem jafnframt er hælisleitandi á Íslandi hafa vakið athygli þjóðfélagsins og verið mikið ræddar. Meðal radda eru þær sem tjá áhyggjur sínar af því að málið gæti aukið fordóma gagnvart HIV- smituðu fólki í þjóðfélaginu annars vegar og hins vegar hælisleitendum, eins og tilvera þessa beggja hópa, fólksins, skapi hættu fyrir almenning. Í kjölfar fréttanna tóku bæði opinberir aðilar eins og læknir og einstaklingar þátt í umræðunni og reyndu að stöðva aukningu fordóma í garð HIV-smitaðs fólks í fæðingu. HIV-veiran er ekki bráðsmitandi eins og ebólan. Það er enginn hætta á smiti ef viðkomandi fer varlega og setur öryggið á oddinn, einkum í kynlífi þar sem smitleiðir eru algengastar, en í flestum tilfellum er hegðun HIV-smitaðra mjög ábyrg að sögn sérfræðings. Ég þakklátur fyrir framlag þessa fólks, sem hefur þekkingu á málinu og deilir henni á opinberum vettvangi. Því langar mig að gera hið sama varðandi hælisleitanda í þjóðfélagi okkar. Hælisleitendur eru ekki einsleitur hópur. Það eina sem þeir eiga í raun sameiginlegt er að hafa flúið heimaland sitt og sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Ýmis áþreifanleg atriði fylgja þessari staðreynd. Hælisleitendur fara allir í gegnum ákveðið móttökuferli hér á landi, þeir gista á ákveðnum gistiheimilum, þiggja aðstoð þjónustu miðstöðvar, þeir hafa ekki kennitölu í upphafi dvalar og stundum fá þeir hana bara alls ekki og fleiri atriði mætti upp telja. Ef til vill líta hælisleitendur út fyrir að vera hópur, einsleitur hópur, í augum almennings en líkindin með einstaklingunum í hópunum eru afar yfirborðsleg og hver á sér sína sérstöku sögu. Önnur atriði sem tengjast tilveru hælisleitenda eru dýpri eins og persónuleiki, mannkostir og hæfileikar sem speglast illa í orðinu ,,hælisleitandi“. Orðið er yfirborðskennt og er oftast einungis til bráðabirgða. Ég er í daglegum samskiptum við hælisleitendur. Ég játa að ég þekki ekki alla hælisleitendur persónulega og einnig viðurkenni ég að það eru líka erfiðar manneskjur á meðal þeirra. En mér finnst það vera bara vera eðlilegt, manneskjur eru misjafnar og samfélag mannanna fjölbreytt og margbreytilegt. Ég þekki hvorki þann mann sem nú er í fréttum né veit nánara um málið og því ætla ég ekki að gagnrýna manninn eða vernda. Hins vegar þekki ég fleiri hælisleitendur vel og persónulega og ég get fullyrt að þeir eru jú flott fólk í langflestum tilfellum. Mér finnst það sorglegt ef viðkomandi mál gefur slæm áhrif á viðhorf almennings til hælisleitenda almennt. Mér finnst þó óskiljanleg áhersla sem lögð er á orðið ,,hælisleitandi“ í nokkrum umfjöllun um þennan HIV-smitaða mann, en að mínu mati er engin bein ástæða til þess að greina frá því að maðurinn sé hælisleitandi. Að lokum langar mig að bera vitni mitt: Hælisleitendur sem ég þekki eru góðar og venjulegar manneskjur og haga sér kurteisislega og almennilega í flestum tilfellum, þó ekki í öllum tilfellum. Orðið ,,hælisleitandi“ nýtist ekki til þess að meta persónuleika manneskju og mannkosti.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun