Fótbolti

Alfreð sagður fara til PAOK í vikunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð í leik með Real Sociedad.
Alfreð í leik með Real Sociedad. Vísir/Getty
Samkvæmt grískum fjölmiðlum er reiknað með því að gengið verði frá lánssamningi Alfreðs Finnbogasonar til PAOK í Grikklandi í vikunni. Alfreð er á mála hjá Real Sociedad á Spáni.

El Diario Vasco greinir frá því að Alfreð hafi misst af æfingu Real Sociedad í gær en hann hefur þótt koma af miklum krafti inn í undirbúningstímabilið.

Fullyrt er í frétt blaðsins að Alfreð hafi gengið frá samkomulagi þess efnis að hann fari til PAOK fyrir nokkrum vikum síðan og að Frank Arnesen, yfirmaður íþróttamála hjá PAOK, hafi lagt mikla áherslu á að fá hann.

Igor Tudor, fyrrum leikmaður Juventus, var í sumar ráðinn þjálfari PAOK sem hafnaði í fimmta sæti grísku úrvalsdeildarinnar í fyrra.


Tengdar fréttir

PAOK gengur hart á eftir Alfreð

Frank Arnesen er ekki búinn að gefast upp á að fá landsliðsframherjann að sögn spænskra fjölmiðla.

Alfreð á leið til Grikklands

Alfreð Finnbogason, framherji Real Sociedad og íslenska landsliðsins, er sagur vera á leið til PAOK á eins árs lánssamningi, en þetta kemur fram í grískum fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×