Vill að reynt verði að ná sátt um úrskurð gerðardóms Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. júlí 2015 19:48 Heilbrigðisráðherra vill að gerðardómur noti heimild í lögum til að ræða við samningsaðila áður en úrskurður verður kveðinn upp um miðjan ágúst. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir heilbrigðisyfirvöld halda niðri í sér andanum og aðhafast ekkert fyrr en úrskurður gerðardóms liggur fyrir í von um að málið leysist þar. Hún saknar þess að ráðherrann gefi afdráttarlausari skilaboð um að það verði að leysa málið. Velferðarnefnd Alþingis fékk heilbrigðisráðherra, landlækni og forstjóra Landlæknis á fund sinn í dag til að ræða uppsagnir á Landspítalanum og hvort verið sé að undirbúa aðgerðir til að bregðast við þeim.Vill nýta heimildir í lögumKristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir gerðardóm hafa ýmsar heimildir í 3. grein verkfallslaganna til að koma á sáttum. Hann segist treysta því að þær verði nýttar. Þá sé að finna tækifæri í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þegar lögin voru sett sem hægt sé að styðjast við. Hann vill að deilendur verði kallaðir saman áður en úrskurður verður kveðinn upp. „Ég treysti því að við látum á það reyna að ná sameiginlegri sýn á þá niðurstöðu,“ segir ráðherrann og bætir við að uppsagnirnar séu til stórskaða fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu.Nánast útilokað málHann sér ekki sömu tækifæri til einkarekstrar í heilbrigðiskerfinu og flokkssystir hans, Sigríður Á. Andersen, viðraði í fréttum í gær. „Við erum 300 þúsund manna þjóðfélag sem viljum halda uppi mjög fullkominni þjónustu,“ segir hann. „Þessi viðkvæmasta, erfiðasta, þyngsta þjónusta innan Landspítalans, ég sé ekki að það sé hægt að halda henni uppi með sjálfstæðri verktöku. Ég held að það sé nánast útilokað mál.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að ef uppsagnirnar standi eftir að gerðardómur verði kveðinn upp verði gripið til viðeigandi ráðstafanna. Reynt verði að endurskipuleggja starfsemina, ráða í stöður þar sem því verður við komið og haft verði samband við starfsmannaleigur. Þær séu þó aðeins skammtímalausn. „Til að reka þunga og viðamikla starfsemi þarf að hafa öflugt velmenntað starfsfólk sem er í fastri vinnu,“ segir Páll Matthíasson. Alþingi Tengdar fréttir Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04 Formaður hjúkrunarráðs segir ummæli þingmanns lýsa vanþekkingu á rekstri spítala Segir reynslu Landspítalans af starfsmannaleigum ekki góða. 20. júlí 2015 21:15 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra vill að gerðardómur noti heimild í lögum til að ræða við samningsaðila áður en úrskurður verður kveðinn upp um miðjan ágúst. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir heilbrigðisyfirvöld halda niðri í sér andanum og aðhafast ekkert fyrr en úrskurður gerðardóms liggur fyrir í von um að málið leysist þar. Hún saknar þess að ráðherrann gefi afdráttarlausari skilaboð um að það verði að leysa málið. Velferðarnefnd Alþingis fékk heilbrigðisráðherra, landlækni og forstjóra Landlæknis á fund sinn í dag til að ræða uppsagnir á Landspítalanum og hvort verið sé að undirbúa aðgerðir til að bregðast við þeim.Vill nýta heimildir í lögumKristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir gerðardóm hafa ýmsar heimildir í 3. grein verkfallslaganna til að koma á sáttum. Hann segist treysta því að þær verði nýttar. Þá sé að finna tækifæri í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þegar lögin voru sett sem hægt sé að styðjast við. Hann vill að deilendur verði kallaðir saman áður en úrskurður verður kveðinn upp. „Ég treysti því að við látum á það reyna að ná sameiginlegri sýn á þá niðurstöðu,“ segir ráðherrann og bætir við að uppsagnirnar séu til stórskaða fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu.Nánast útilokað málHann sér ekki sömu tækifæri til einkarekstrar í heilbrigðiskerfinu og flokkssystir hans, Sigríður Á. Andersen, viðraði í fréttum í gær. „Við erum 300 þúsund manna þjóðfélag sem viljum halda uppi mjög fullkominni þjónustu,“ segir hann. „Þessi viðkvæmasta, erfiðasta, þyngsta þjónusta innan Landspítalans, ég sé ekki að það sé hægt að halda henni uppi með sjálfstæðri verktöku. Ég held að það sé nánast útilokað mál.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að ef uppsagnirnar standi eftir að gerðardómur verði kveðinn upp verði gripið til viðeigandi ráðstafanna. Reynt verði að endurskipuleggja starfsemina, ráða í stöður þar sem því verður við komið og haft verði samband við starfsmannaleigur. Þær séu þó aðeins skammtímalausn. „Til að reka þunga og viðamikla starfsemi þarf að hafa öflugt velmenntað starfsfólk sem er í fastri vinnu,“ segir Páll Matthíasson.
Alþingi Tengdar fréttir Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04 Formaður hjúkrunarráðs segir ummæli þingmanns lýsa vanþekkingu á rekstri spítala Segir reynslu Landspítalans af starfsmannaleigum ekki góða. 20. júlí 2015 21:15 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00
Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04
Formaður hjúkrunarráðs segir ummæli þingmanns lýsa vanþekkingu á rekstri spítala Segir reynslu Landspítalans af starfsmannaleigum ekki góða. 20. júlí 2015 21:15