Hvað segir fæðingarvottorðið þitt? Ísak Gabríel Regal skrifar 10. ágúst 2015 18:39 Fyrir nokkrum árum varð ákveðin vitundarvakning í íslensku samfélagi þar sem fólk tók upp á því að skrá sig úr íslensku þjóðkirkjunni. Langflest íslensk börn fæðast nefnilega inn í þjóðkirkjuna þ.e.a.s. ef að viðkomandi tilheyrir ekki öðru trúarfélagi við fæðingu, en nýfædd börn voru lögum samkvæmt skráð í trúfélag móður sinnar. Árið 2013 tóku ný lög gildi þar sem segir að ef að foreldrar tilheyra sama trúfélagi að þá verður barnið skráð sama hátt og foreldrar þess, en ef að foreldrar tilheyra ekki sama trúfélagi að þá verður staða þess ótilgreind. Lengi vel töldu menn að gríðar mikill meirihluti Íslendinga væru kristnir inn við beinið og iðkuðu trú sína annað hvort á opinberum vettvangi eða á heimilum sínum en í kjölfar þessara úrskráninga hafa tölfræðilegar upplýsingar leitt í ljós að svo sé ekki. Nú eru 73 prósent Íslendinga skráðir í þjóðkirkjuna en þessi 90 eða svo prósent sem að áttu að tákna dygga kristna trú fólks hér a landi heyra sögunni til. Ég geri mér grein fyrir því að margvíslegar ástæður kunna að liggja að baki þessari þróun síðustu ára. Almennt trúleysi, veraldarleg vísindahyggja, hneykslismál innan kirkjunnar o.s.frv. Ég hef þó sterkan grun um að það hafi aðeins verið tímaspursmál hvenær fólk myndi gera trúleysi sitt opinbert og ekki síst skriflegt, en það gildir einu. Ég er enn skráður í þjóðkirkjuna og hyggst ekki að skrá mig úr henni í náinni framtíð. Ég trúi hvorki á guð né biblíuna, en ég sé ekki tilganginn í því að skrá mig úr einu félagi sem ég hef enga trú á og í annað sem ég trúi ekki á heldur. Segjum sem svo að ég myndi skrá mig úr þjóðkirkjunni að þá myndu þeir skattpeningar sem að ég greiði þeim árlega fara beint í ríkið og þar af leiðandi væntanlega í glænýjan sportbíl handa sjálfskipuðum prestum vinsælasta rétttrúnaðarins hér á landi, ríkisvaldinu. Við skulum ekki gleyma því að ríkisvaldið hefur í gegnum tíðina greitt prestum hærri upphafslaun en læknum og að þjóðkirkjan hlýtur heilmikinn pening frá ríkinu til að reka starfsemi sína enda á ríkið að styðja og vernda kirkjuna lögum samkvæmt. Ég trúi ekki á þá stefnu eða trú sem að þjóð okkar er rekin á hvort sem það sé innan veggja alþingis eða kirkju, eða einhvers staðar þar á milli. Ef að kostur gæfi til að þá myndi ég skrá mig úr bæði þjóðkirkjunni og ríkinu og hætta að styðja trúfélög sem að einkennast af lygum og blekkingu almennings, en eins og staðan er í dag að þá fæðumst við öll inn í ákveðið trúfélag, hvort sem að við viljum það eður ei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum varð ákveðin vitundarvakning í íslensku samfélagi þar sem fólk tók upp á því að skrá sig úr íslensku þjóðkirkjunni. Langflest íslensk börn fæðast nefnilega inn í þjóðkirkjuna þ.e.a.s. ef að viðkomandi tilheyrir ekki öðru trúarfélagi við fæðingu, en nýfædd börn voru lögum samkvæmt skráð í trúfélag móður sinnar. Árið 2013 tóku ný lög gildi þar sem segir að ef að foreldrar tilheyra sama trúfélagi að þá verður barnið skráð sama hátt og foreldrar þess, en ef að foreldrar tilheyra ekki sama trúfélagi að þá verður staða þess ótilgreind. Lengi vel töldu menn að gríðar mikill meirihluti Íslendinga væru kristnir inn við beinið og iðkuðu trú sína annað hvort á opinberum vettvangi eða á heimilum sínum en í kjölfar þessara úrskráninga hafa tölfræðilegar upplýsingar leitt í ljós að svo sé ekki. Nú eru 73 prósent Íslendinga skráðir í þjóðkirkjuna en þessi 90 eða svo prósent sem að áttu að tákna dygga kristna trú fólks hér a landi heyra sögunni til. Ég geri mér grein fyrir því að margvíslegar ástæður kunna að liggja að baki þessari þróun síðustu ára. Almennt trúleysi, veraldarleg vísindahyggja, hneykslismál innan kirkjunnar o.s.frv. Ég hef þó sterkan grun um að það hafi aðeins verið tímaspursmál hvenær fólk myndi gera trúleysi sitt opinbert og ekki síst skriflegt, en það gildir einu. Ég er enn skráður í þjóðkirkjuna og hyggst ekki að skrá mig úr henni í náinni framtíð. Ég trúi hvorki á guð né biblíuna, en ég sé ekki tilganginn í því að skrá mig úr einu félagi sem ég hef enga trú á og í annað sem ég trúi ekki á heldur. Segjum sem svo að ég myndi skrá mig úr þjóðkirkjunni að þá myndu þeir skattpeningar sem að ég greiði þeim árlega fara beint í ríkið og þar af leiðandi væntanlega í glænýjan sportbíl handa sjálfskipuðum prestum vinsælasta rétttrúnaðarins hér á landi, ríkisvaldinu. Við skulum ekki gleyma því að ríkisvaldið hefur í gegnum tíðina greitt prestum hærri upphafslaun en læknum og að þjóðkirkjan hlýtur heilmikinn pening frá ríkinu til að reka starfsemi sína enda á ríkið að styðja og vernda kirkjuna lögum samkvæmt. Ég trúi ekki á þá stefnu eða trú sem að þjóð okkar er rekin á hvort sem það sé innan veggja alþingis eða kirkju, eða einhvers staðar þar á milli. Ef að kostur gæfi til að þá myndi ég skrá mig úr bæði þjóðkirkjunni og ríkinu og hætta að styðja trúfélög sem að einkennast af lygum og blekkingu almennings, en eins og staðan er í dag að þá fæðumst við öll inn í ákveðið trúfélag, hvort sem að við viljum það eður ei.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun