Kynningin fer fram í San Francisco í Bill Graham Civic Auditorium salnum. Salurinn tekur 7.000 manns í sæti og er búist við því að Apple muni kynna uppfærslu á iPhone-símum sínum, Iphone 6S og Iphone 6S Plus ásamt því að tæknisíður hafa fjallað um að stór útgafa af iPad-spjaldtölvu verði frumsýnd, svokölluð iPad Pro.
Fyrir þá sem eru að springa af forvitni er rétt að benda á að hægt er að biðja Siri, talgervil Apple, um að gefa vísbendingar um hvað muni eiga sér stað þann 9. september næstkomandi. Það eina sem þarf að gera er að opna Siri og segja: „Siri, give me hint.“
So I asked Siri what Apple is going to announce. Her response is priceless. pic.twitter.com/GY6Vq4OQPN
— Lance Ulanoff (@LanceUlanoff) August 27, 2015