Megnið af volæði veraldarinnar Magnús Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2015 09:15 „Megnið af volæði veraldarinnar stafar af skorti á ímyndunarafli,“ segir í Bréfi til Láru frá Þórbergi Þórðarsyni frá 1924. Ímyndunaraflið býr nefnilega yfir þeim stórkostlega mætti að það getur gert okkur það kleift að setja okkur í spor annarra. Gert okkur það mögulegt að finna til með fólki og skilja betur hvað rekur það áfram í lífinu og fær það til þess að gera það sem það gerir. John Lennon, annað grannholda séní með kringlótt gleraugu eins og Þórbergur, skildi þetta líka mæta vel og bað okkur um að beita ímyndunaraflinu til þess að breyta heiminum til betri vegar. Ekki veitir af. Þess vegna skulum við nú ímynda okkur eitt stundarkorn að við höfum í morgun vakið börnin okkar óvenju snemma til þess að reyna að komast úr landi með öllum tiltækum ráðum. Það er ekkert annað að gera. Okkar bíður ekkert líf, aðeins blóðug, heiftarleg styrjöld og dauði. Ímyndum okkur að við setjum allt í að komast um borð í gúmmíbát sem á smá möguleika á að koma okkur til öruggrar hafnar en gæti allt eins endað á hafsbotni. Ímyndum okkur að við komumst á áfangastað en þar taki okkur enginn opnum örmum, okkar bíða aðeins flóttamannabúðir, hungur og niðurlæging. Það er erfitt að ímynda sér þessar aðstæður yfir kaffibolla á mánudagsmorgni norður á Íslandi. Engu að síður ber okkur þó siðferðisleg skylda til þess nú þegar þúsundir streyma til Evrópu í leit að lífi. Lífi án styrjalda, hungurs og hörmunga. Ástandið er svo skelfilegt að lítil þjóð norður í Atlantshafi þarf nú að hætta að hugsa smátt. Íslensk stjórnvöld samþykktu fyrir ekki svo löngu að taka við fimmtíu flóttamönnum á tveimur árum. Það er dropi í haf eymdarinnar. Tala sem getur í besta falli talist friðþæging þegar litið er til þess fjölda sem lönd á borð við Þýskaland og Svíþjóð taka við ár hvert og það er ekkert skjól í að miða við fólksfjölda á Íslandi. Langt frá því. Íslensk stjórnvöld þurfa því að láta reyna á ímyndunaraflið, láta samkennd og mannúð ráða för og margfalda þann fjölda flóttafólks sem verður boðið velkomið til Íslands. Það er það eina rétta í stöðunni fyrir þjóð sem vill vera hluti af samfélagi þjóðanna og bera höfuðið hátt á alþjóðavettvangi. Það er það eina rétta í stöðunni fyrir stjórnvald sem vill geta horfst skammlaust í augu við þjóð sína. Þjóð sem getur með brotabroti af ímyndunarafli meistara Þórbergs sér til fulltingis gert betur, bjargað langtum fleiri mannslífum og tekið þeim opnum örmum. Því ef við getum ímyndað okkur betri heim þá getum við að sönnu breytt honum til betri vegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Magnús Guðmundsson Skoðun Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
„Megnið af volæði veraldarinnar stafar af skorti á ímyndunarafli,“ segir í Bréfi til Láru frá Þórbergi Þórðarsyni frá 1924. Ímyndunaraflið býr nefnilega yfir þeim stórkostlega mætti að það getur gert okkur það kleift að setja okkur í spor annarra. Gert okkur það mögulegt að finna til með fólki og skilja betur hvað rekur það áfram í lífinu og fær það til þess að gera það sem það gerir. John Lennon, annað grannholda séní með kringlótt gleraugu eins og Þórbergur, skildi þetta líka mæta vel og bað okkur um að beita ímyndunaraflinu til þess að breyta heiminum til betri vegar. Ekki veitir af. Þess vegna skulum við nú ímynda okkur eitt stundarkorn að við höfum í morgun vakið börnin okkar óvenju snemma til þess að reyna að komast úr landi með öllum tiltækum ráðum. Það er ekkert annað að gera. Okkar bíður ekkert líf, aðeins blóðug, heiftarleg styrjöld og dauði. Ímyndum okkur að við setjum allt í að komast um borð í gúmmíbát sem á smá möguleika á að koma okkur til öruggrar hafnar en gæti allt eins endað á hafsbotni. Ímyndum okkur að við komumst á áfangastað en þar taki okkur enginn opnum örmum, okkar bíða aðeins flóttamannabúðir, hungur og niðurlæging. Það er erfitt að ímynda sér þessar aðstæður yfir kaffibolla á mánudagsmorgni norður á Íslandi. Engu að síður ber okkur þó siðferðisleg skylda til þess nú þegar þúsundir streyma til Evrópu í leit að lífi. Lífi án styrjalda, hungurs og hörmunga. Ástandið er svo skelfilegt að lítil þjóð norður í Atlantshafi þarf nú að hætta að hugsa smátt. Íslensk stjórnvöld samþykktu fyrir ekki svo löngu að taka við fimmtíu flóttamönnum á tveimur árum. Það er dropi í haf eymdarinnar. Tala sem getur í besta falli talist friðþæging þegar litið er til þess fjölda sem lönd á borð við Þýskaland og Svíþjóð taka við ár hvert og það er ekkert skjól í að miða við fólksfjölda á Íslandi. Langt frá því. Íslensk stjórnvöld þurfa því að láta reyna á ímyndunaraflið, láta samkennd og mannúð ráða för og margfalda þann fjölda flóttafólks sem verður boðið velkomið til Íslands. Það er það eina rétta í stöðunni fyrir þjóð sem vill vera hluti af samfélagi þjóðanna og bera höfuðið hátt á alþjóðavettvangi. Það er það eina rétta í stöðunni fyrir stjórnvald sem vill geta horfst skammlaust í augu við þjóð sína. Þjóð sem getur með brotabroti af ímyndunarafli meistara Þórbergs sér til fulltingis gert betur, bjargað langtum fleiri mannslífum og tekið þeim opnum örmum. Því ef við getum ímyndað okkur betri heim þá getum við að sönnu breytt honum til betri vegar.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar