Nýtt stýrikerfi Apple kemur út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2015 17:45 Margir hafa beðið spenntir eftir þessari uppfærslu. Vísir/Getty Eigendur iPhone og iPad geta nú uppfært stýrikerfið í tækjunum sínum því að klukkan 17.00 að íslenskum tíma í dag var nýjasta stýrikerfi Apple fyrir snjalltæki gefið út, hið svokallaða iOS9. Ýmsar nýjungar fylgja nýja stýrikerfinu. Ber þar helst að nefna uppfærslu á Siri, talgervli Apple, sem á að vera orðinn betri í að skilja það sem notendur eru að segja. Einnig munu tækin nú leggja á minnið þau smáforrit sem helst eru notuð og birta þau í sérstökum glugga, notendum til hægðarauka.Sérstakt fréttasmáforrit og orkusparandi stilling meðal nýjunga Nýtt smáforrit, News, fylgir með sem, eins og nafnið gefur til kynna, mun safna saman fréttum og getur hver og einn notandi sniðið fréttaveituna eftir eigin höfði. Í nýrri útgáfum af iPad-spjaldtölvunum verður hægt að nýta sér tvö smáforrit í einu með því að skipta skjánum í tvennt. Jafnframt geta notendur stillt á orkusparandi stillingu sem mun spara notkun á rafhlöðum tækjanna. Apple segir að þessi stilling geti bætt allt að þremur tímum við endingu hverrar hleðslu. Hér fyrir neðan má sjá mynd af þeim tækjum sem geta tekið á móti iOS9. Þetta eru sömu tæki og gátu tekið á móti síðasta stýrikerfi þannig að þeir notendur sem eiga Apple-snjalltæki sem notast við iOS8 stýrikerfið ættu að geta uppfært í iOS9.Á tæknisíðunni Einstein.is má finna ýmis gagnleg ráð sem gott er að hafa í huga áður en að ráðist er í uppfærslu í iOS9.Þetta eru tækin sem styðja ios9.Skjáskot Tækni Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Eigendur iPhone og iPad geta nú uppfært stýrikerfið í tækjunum sínum því að klukkan 17.00 að íslenskum tíma í dag var nýjasta stýrikerfi Apple fyrir snjalltæki gefið út, hið svokallaða iOS9. Ýmsar nýjungar fylgja nýja stýrikerfinu. Ber þar helst að nefna uppfærslu á Siri, talgervli Apple, sem á að vera orðinn betri í að skilja það sem notendur eru að segja. Einnig munu tækin nú leggja á minnið þau smáforrit sem helst eru notuð og birta þau í sérstökum glugga, notendum til hægðarauka.Sérstakt fréttasmáforrit og orkusparandi stilling meðal nýjunga Nýtt smáforrit, News, fylgir með sem, eins og nafnið gefur til kynna, mun safna saman fréttum og getur hver og einn notandi sniðið fréttaveituna eftir eigin höfði. Í nýrri útgáfum af iPad-spjaldtölvunum verður hægt að nýta sér tvö smáforrit í einu með því að skipta skjánum í tvennt. Jafnframt geta notendur stillt á orkusparandi stillingu sem mun spara notkun á rafhlöðum tækjanna. Apple segir að þessi stilling geti bætt allt að þremur tímum við endingu hverrar hleðslu. Hér fyrir neðan má sjá mynd af þeim tækjum sem geta tekið á móti iOS9. Þetta eru sömu tæki og gátu tekið á móti síðasta stýrikerfi þannig að þeir notendur sem eiga Apple-snjalltæki sem notast við iOS8 stýrikerfið ættu að geta uppfært í iOS9.Á tæknisíðunni Einstein.is má finna ýmis gagnleg ráð sem gott er að hafa í huga áður en að ráðist er í uppfærslu í iOS9.Þetta eru tækin sem styðja ios9.Skjáskot
Tækni Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira