Eigum við ekki að gera betur? Áslaug María Friðriksdóttir skrifar 27. september 2015 10:51 Til borgarstjóra: Í kjölfar föstudagsviðtals Fréttablaðsins við undirritaða hefur borgarstjóri farið mikinn til að verja velferðarþjónustu borgarinnar, þó hún hafi fengið falleinkunn hjá notendum þjónustunnar vegna stífra ramma, seinagangs og biðlista eins og má til dæmis sjá í þjónustukönnunum. Hann bendir ekki á nýjar lausnir. Hann virðist vilja reka kerfið óbreytt þrátt fyrir að ýmsir aðilar, eins og hagsmunasamtök fatlaðra og aldraðra, kalli ítrekað á breytingar. Grunnþjónusta borgarinnar eins og hún hefur verið skilgreind, til dæmis stuðnings- og heimaþjónusta, á að vera greidd úr borgarsjóði, um það er ekki ágreiningur. Í dag næst ekki að þjónusta alla og biðlistar eru einkennandi. Borgarfulltrúar ættu að geta verið sammála um að markmiðið sé að minnsta kosti að veita lögbundna þjónustu og helst að bæta hana. Nýtt fjármagn verður um þessar mundir ekki sótt í borgarsjóð. Meirihlutinn rekur hann með stórfelldum halla. Ef Dagur vill bæta velferðarþjónustuna með hefðbundnum leiðum þarf hann að spara rækilega annars staðar. Þetta hefur honum ekki tekist. Eini kosturinn er því að leita nýrra leiða til að ná betri árangri, þjónusta fleiri og ná meiri hagkvæmni.Útúrsnúningur í stað umræðuDagur grípur til þess gamalkunna ráðs að gera andstæðingum sínum upp skoðanir og ráðast síðan á þær. Hann heldur því blákalt fram að hugmyndir Sjálfstæðisflokksins gangi út á að spara með því að „takmarka þjónustuna“. Fólk eigi von á verri þjónustu auk þess sem það muni þurfa að borga meira úr eigin vasa fyrir grunnþjónustuna. Hvorugt er rétt. Við viljum þvert á móti finna lausnir til að fá meira fjármagn til velferðarmála almennt, og auka skilvirkni án þess að fólk greiði meira fyrir grunnþjónustuna en það gerir í dag. Enginn er að tala um að draga úr þjónustu. Hins vegar er hægt að auðvelda fólki að sækja sér viðbótarþjónustu. Þannig má draga úr álagi á núverandi velferðarkerfi og stytta bið.Af hverju einkageirinn?Góð reynsla er af sjálfstæðum rekstri grunnþjónustu annars staðar á Norðurlöndum. Þar þótti mikil ástæða til að leyfa fólki að njóta þeirra kosta sem sjálfstæðari og sveigjanlegri þjónustueiningar hafa upp á að bjóða. Það er ein ástæða þess að norræna velferðarkerfið, sem Dagur og flokkssystkini hans hafa nánast sem krossmark uppi á vegg, er það skilvirkasta í heimi. Einkarekstri í grunnþjónustu hefur verið tekið fagnandi bæði í skóla- og heilbrigðiskerfinu, eins og var til dæmis rakið í úttekt The Economist á norræna velferðarmódelinu fyrir nokkrum misserum. Fé fylgir þörf og þeir sem reka þjónustueiningar geta ekki valið sér viðskiptavini heldur velur viðskiptavinurinn þjónustuaðilann. Þannig má koma í veg fyrir að þeim efnameiri standi annað til boða en þeim efnaminni hvað grunnþjónustuna varðar. Reynsla nágrannalandanna sýnir að einkaaðilar sýna alls ekki síðri þjónustulund en opinberir enda eiga þeir allt undir því að reksturinn fái hljómgrunn hjá notendum. Sveigjanleiki og skilvirkni er meiri í einkarekstri en opinberum. Staðreyndin er einnig sú að nýsköpun og þróun gengur mun hraðar fyrir sig hjá einkaaðilum.Einkaframtak í velferðHér á landi eru líka dæmi þess að einkafyrirtæki hafi tekið að sér grunnþjónustu með góðum árangri. Hjúkrunarheimilið Sóltún, heimaþjónustan Sinnum ehf, heilsugæslan í Salahverfi og heimaþjónustufyrirtækið Karitas, sem sinnir langveikum, eru góð dæmi um einkarekstur í velferðarþjónustu, þar sem grunnþjónusta er greidd af almannafé. Þessi fyrirtæki eru ekki síðri hluti velferðarkerfisins en opinber þjónusta. Útboð verkefna hvetur fyrirtæki til að sækja fram innan þessa geira. Þannig má styðja við þá þróun að fleiri velferðarfyrirtæki líti dagsins ljós. Hluti rekstursins getur verið að sinna grunnþjónustu en einnig verður til frelsi og hvati til að bæta við og þróa nýja þjónustu sem getur skilað okkur betri og hagkvæmari framtíðarlausnum.Alvarleg staða í ReykjavíkFyrir hverra hönd talar borgarstjórinn þegar hann útmálar hugmyndir um aukinn einkarekstur í velferðarþjónustu sem einhvers konar mannvonsku? Slíkar hugmyndir hafa átt fylgi að fagna í hans eigin flokki; þegar Ágúst Ólafur Ágústsson var varaformaður Samfylkingarinnar talaði hann til dæmis fyrir útboðum í velferðarþjónustu og kallaði það kreddur að vilja ekki samþykkja slíkt ef það lækkaði kostnað og bætti jafnvel þjónustuna. Björt framtíð, sem situr í meirihluta með Degi, samþykkti á dögunum á landsfundi stefnu um fjölbreytt rekstrarform í velferðarmálum. Einn helsti talsmaður flokksins í þeim málum sagði þá að hún myndi ekki finna sig í flokki sem hafnaði einkaframtakinu. Og telur Dagur sig tala fyrir þann stóra hóp sem þarf þjónustu borgarinnar, fær hana seint eða ekki og myndi taka nýjum lausnum fagnandi? Staðan í Reykjavík er alvarleg. Í fjármálunum stefnir í stórkostlegt óefni. Sá vandi mun hafa veruleg áhrif á þjónustu við borgarana. Það er sjálfsögð krafa að borgarstjóri skýri frá því hvernig hann vill bregðast við. Vonandi verður það með því hugarfari að taka nýrri hugmyndafræði vel í stað þess að verja stöðnun. Eða er hann búinn að gefast upp? Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Til borgarstjóra: Í kjölfar föstudagsviðtals Fréttablaðsins við undirritaða hefur borgarstjóri farið mikinn til að verja velferðarþjónustu borgarinnar, þó hún hafi fengið falleinkunn hjá notendum þjónustunnar vegna stífra ramma, seinagangs og biðlista eins og má til dæmis sjá í þjónustukönnunum. Hann bendir ekki á nýjar lausnir. Hann virðist vilja reka kerfið óbreytt þrátt fyrir að ýmsir aðilar, eins og hagsmunasamtök fatlaðra og aldraðra, kalli ítrekað á breytingar. Grunnþjónusta borgarinnar eins og hún hefur verið skilgreind, til dæmis stuðnings- og heimaþjónusta, á að vera greidd úr borgarsjóði, um það er ekki ágreiningur. Í dag næst ekki að þjónusta alla og biðlistar eru einkennandi. Borgarfulltrúar ættu að geta verið sammála um að markmiðið sé að minnsta kosti að veita lögbundna þjónustu og helst að bæta hana. Nýtt fjármagn verður um þessar mundir ekki sótt í borgarsjóð. Meirihlutinn rekur hann með stórfelldum halla. Ef Dagur vill bæta velferðarþjónustuna með hefðbundnum leiðum þarf hann að spara rækilega annars staðar. Þetta hefur honum ekki tekist. Eini kosturinn er því að leita nýrra leiða til að ná betri árangri, þjónusta fleiri og ná meiri hagkvæmni.Útúrsnúningur í stað umræðuDagur grípur til þess gamalkunna ráðs að gera andstæðingum sínum upp skoðanir og ráðast síðan á þær. Hann heldur því blákalt fram að hugmyndir Sjálfstæðisflokksins gangi út á að spara með því að „takmarka þjónustuna“. Fólk eigi von á verri þjónustu auk þess sem það muni þurfa að borga meira úr eigin vasa fyrir grunnþjónustuna. Hvorugt er rétt. Við viljum þvert á móti finna lausnir til að fá meira fjármagn til velferðarmála almennt, og auka skilvirkni án þess að fólk greiði meira fyrir grunnþjónustuna en það gerir í dag. Enginn er að tala um að draga úr þjónustu. Hins vegar er hægt að auðvelda fólki að sækja sér viðbótarþjónustu. Þannig má draga úr álagi á núverandi velferðarkerfi og stytta bið.Af hverju einkageirinn?Góð reynsla er af sjálfstæðum rekstri grunnþjónustu annars staðar á Norðurlöndum. Þar þótti mikil ástæða til að leyfa fólki að njóta þeirra kosta sem sjálfstæðari og sveigjanlegri þjónustueiningar hafa upp á að bjóða. Það er ein ástæða þess að norræna velferðarkerfið, sem Dagur og flokkssystkini hans hafa nánast sem krossmark uppi á vegg, er það skilvirkasta í heimi. Einkarekstri í grunnþjónustu hefur verið tekið fagnandi bæði í skóla- og heilbrigðiskerfinu, eins og var til dæmis rakið í úttekt The Economist á norræna velferðarmódelinu fyrir nokkrum misserum. Fé fylgir þörf og þeir sem reka þjónustueiningar geta ekki valið sér viðskiptavini heldur velur viðskiptavinurinn þjónustuaðilann. Þannig má koma í veg fyrir að þeim efnameiri standi annað til boða en þeim efnaminni hvað grunnþjónustuna varðar. Reynsla nágrannalandanna sýnir að einkaaðilar sýna alls ekki síðri þjónustulund en opinberir enda eiga þeir allt undir því að reksturinn fái hljómgrunn hjá notendum. Sveigjanleiki og skilvirkni er meiri í einkarekstri en opinberum. Staðreyndin er einnig sú að nýsköpun og þróun gengur mun hraðar fyrir sig hjá einkaaðilum.Einkaframtak í velferðHér á landi eru líka dæmi þess að einkafyrirtæki hafi tekið að sér grunnþjónustu með góðum árangri. Hjúkrunarheimilið Sóltún, heimaþjónustan Sinnum ehf, heilsugæslan í Salahverfi og heimaþjónustufyrirtækið Karitas, sem sinnir langveikum, eru góð dæmi um einkarekstur í velferðarþjónustu, þar sem grunnþjónusta er greidd af almannafé. Þessi fyrirtæki eru ekki síðri hluti velferðarkerfisins en opinber þjónusta. Útboð verkefna hvetur fyrirtæki til að sækja fram innan þessa geira. Þannig má styðja við þá þróun að fleiri velferðarfyrirtæki líti dagsins ljós. Hluti rekstursins getur verið að sinna grunnþjónustu en einnig verður til frelsi og hvati til að bæta við og þróa nýja þjónustu sem getur skilað okkur betri og hagkvæmari framtíðarlausnum.Alvarleg staða í ReykjavíkFyrir hverra hönd talar borgarstjórinn þegar hann útmálar hugmyndir um aukinn einkarekstur í velferðarþjónustu sem einhvers konar mannvonsku? Slíkar hugmyndir hafa átt fylgi að fagna í hans eigin flokki; þegar Ágúst Ólafur Ágústsson var varaformaður Samfylkingarinnar talaði hann til dæmis fyrir útboðum í velferðarþjónustu og kallaði það kreddur að vilja ekki samþykkja slíkt ef það lækkaði kostnað og bætti jafnvel þjónustuna. Björt framtíð, sem situr í meirihluta með Degi, samþykkti á dögunum á landsfundi stefnu um fjölbreytt rekstrarform í velferðarmálum. Einn helsti talsmaður flokksins í þeim málum sagði þá að hún myndi ekki finna sig í flokki sem hafnaði einkaframtakinu. Og telur Dagur sig tala fyrir þann stóra hóp sem þarf þjónustu borgarinnar, fær hana seint eða ekki og myndi taka nýjum lausnum fagnandi? Staðan í Reykjavík er alvarleg. Í fjármálunum stefnir í stórkostlegt óefni. Sá vandi mun hafa veruleg áhrif á þjónustu við borgarana. Það er sjálfsögð krafa að borgarstjóri skýri frá því hvernig hann vill bregðast við. Vonandi verður það með því hugarfari að taka nýrri hugmyndafræði vel í stað þess að verja stöðnun. Eða er hann búinn að gefast upp? Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun