Palestínumenn og við Valdimar A. Arnþórsson skrifar 25. september 2015 15:50 Það er ekki auðvelt fyrir okkur íslendinga að átta okkur á hvað raunverulega er að gerast í Palestínu. Stutta útgáfan er sú að árið1948 þegar Ísrael lýsti yfir stofnun þjóðríkis eftir að sameinuðu þjóðirnar viðurkenndu skiptingu bresku Palestínu á milli Palestínumanna og Ísraelsmanna, fóru að stað stórfelldar þjóðernishreinsanir af hálfu Ísraelsmanna, það sem Palestínumenn í dag kalla Al Nakba (hörmungarnar). Þarna hófust hreinsanir þar sem palestínskir íbúar í kringum 400 þorpum og byggðarlögum voru hraktir á brott af heimilum sínum og/eða drepnir. Þorpin voru í kjölfarið hreinsuð af yfirborði jarðar. Þessir flóttamenn hröktust m.a. til Jórdaníu og Líbanon og samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum (2011) eru Palestínumenn um 11,2 milljónir og þar af eru yfir 5 milljónir Palestínumanna búsettir í flóttamannabúðum í arabalöndunum í nágrenninu og 640 þúsund annarstaðar í heiminum. Helmingur allra Palestínumanna eru á flótta, og vel að merkja þeim er ekki leyfilegt að flytja aftur heim vegna ísraelskra aðskilnaðarlaga. Árið 1967 í 6 daga stríðinu hertók Ísrael Vesturbakkann og austur Jerúsalem af Jórdaníu, Gaza ásamt Sínaí skaga af Egyptalandi og Golan hæðir af Sýrlandi. Þetta hernám stendur enn nú tæpum 50 árum seinna, nema hvað Sínaí skaganum var skilað í kjölfar Yom Kippur stríðsins 1973. Þegar land er hertekið, gilda alþjóðalög, t.a.m. að þú getur ekki hafið búsetu á hernumdu landi. Í dag er áætlað að 500 þúsund ísraelskir landtökumenn búi á Vesturbakkanum á landi sem er tekið af eigendum sínum Palestínumönnum með hervaldi.Harður raunveruleiki Hinn harða raunveruleika daglegs lífs undir þessum kringumstæðum er ekki eins auðvelt að setja í orð svo skiljist. En hernáminu fylgir í fyrsta lagi bygging aðskilnaðarmúrs meira og minna í kringum allan Vesturbakkann og Gaza. Það er ekki nóg með að múrinn loki á ferðafrelsi og kljúfi ræktarland frá íbúunum, heldur er hann einnig nýttur af Ísraelsmönnum til þess að ná yfir meira landi og gera líf heimafólks óbærilegt, með því að girða af heilu bæina og loka svo inn og útgönguleiðum. Eitt skýrasta dæmið er bærinn Quaqilliya á landmærum Ísraels og svæða Palestínu á vesturbakkanum. Hernáminu fylgja einnig ótölulegur fjöldi varðstöðva þar sem leitað er á fólki og það krafið skilríkja og för þeirra stöðvuð án nokkurra skýringa. Ekkert tillit er tekið til í hvaða ástandi viðkomandi er þegar það á leið um. Fjöldamörg dæmi eru um að sjúklingum á leið á spítala hafi ekki verið hleypt í gegn. Konur komnar að fæðingu hafa átt börn sín á gangstéttum í nágrenni við þessar varðstöðvar þegar þeim hefur ekki verið hleypt í gegn á leið sinni á spítala. Breiðar og glæsilegar hraðbrautir hafa verðið lagðar frá Ísrael yfir í landræningjabyggðir vítt og breytt um vesturbakkann, en Palestínumönnum er harðlega bannað að nýta þetta vegakerfi og til að einfalda eftirlit með því þá er sitthvor litur á bílnúmerum Palestínumanna og Ísraelsmanna.Árásum fjölgar Árásir landtökufólks á palestínsku íbúana eykst með hverju árinu og samkvæmt mánaðarlegu fréttabréfi mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Jerúsalem ochaopt.org hefur t.a.m. 16 sinnum verið kveikt í heimilum Palestínumanna síðan í byrjun árs 2015. Í síðustu íkveikju landtökufólks lést 18 mánaða gamalt barn og faðir þess en móðir og annað barn voru illa brennd. Móðirin lést síðan af sárum sínum þann 7. september síðastliðinn. Það er e.t.v. líka erfitt fyrir okkur að skilja að landtökufólki er ekki refsað fyrir sína glæpi gegn Palestínumönnum heldur nýtur það stuðnings hersetuliðsins í árásum sínum á Palestínumenn. Að horfast í augu við þessar hörmungar eða aðrar er erfitt og getur dregið þungann skugga yfir notalegan hversdaginn hér hjá okkur á Vesturlöndum. Það er hins vegar hægt að taka þá ákvörðun að líta ekki undan og leggja sitt litla lóð á vogarskálar mannréttinda, með fordæmingu á yfirgangi og aðskilnaðarstefnu ísraelskra stjórnvalda. Forystumenn Palestínu hafa lýst því yfir að eina vopnið í baráttu fyrir frelsi og jafnrétti sé annars vegar friðsamleg mótmæli inná hernumdu svæðunum og hins vegar viðskiptaþvinganir á Ísrael. Þess vegna styð ég að aðferðir eins og sniðgöngu, viðskiptaþvinganir, útilokun úr vísinda, íþrótta og menningarsamstarfi og að fjárfestingar verði dregnar til baka og/eða skilyrtar, að öllum þessum friðsamlegu tækjum verði beitt þar til ólöglegu hernámi Ísraels verður aflétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Það er ekki auðvelt fyrir okkur íslendinga að átta okkur á hvað raunverulega er að gerast í Palestínu. Stutta útgáfan er sú að árið1948 þegar Ísrael lýsti yfir stofnun þjóðríkis eftir að sameinuðu þjóðirnar viðurkenndu skiptingu bresku Palestínu á milli Palestínumanna og Ísraelsmanna, fóru að stað stórfelldar þjóðernishreinsanir af hálfu Ísraelsmanna, það sem Palestínumenn í dag kalla Al Nakba (hörmungarnar). Þarna hófust hreinsanir þar sem palestínskir íbúar í kringum 400 þorpum og byggðarlögum voru hraktir á brott af heimilum sínum og/eða drepnir. Þorpin voru í kjölfarið hreinsuð af yfirborði jarðar. Þessir flóttamenn hröktust m.a. til Jórdaníu og Líbanon og samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum (2011) eru Palestínumenn um 11,2 milljónir og þar af eru yfir 5 milljónir Palestínumanna búsettir í flóttamannabúðum í arabalöndunum í nágrenninu og 640 þúsund annarstaðar í heiminum. Helmingur allra Palestínumanna eru á flótta, og vel að merkja þeim er ekki leyfilegt að flytja aftur heim vegna ísraelskra aðskilnaðarlaga. Árið 1967 í 6 daga stríðinu hertók Ísrael Vesturbakkann og austur Jerúsalem af Jórdaníu, Gaza ásamt Sínaí skaga af Egyptalandi og Golan hæðir af Sýrlandi. Þetta hernám stendur enn nú tæpum 50 árum seinna, nema hvað Sínaí skaganum var skilað í kjölfar Yom Kippur stríðsins 1973. Þegar land er hertekið, gilda alþjóðalög, t.a.m. að þú getur ekki hafið búsetu á hernumdu landi. Í dag er áætlað að 500 þúsund ísraelskir landtökumenn búi á Vesturbakkanum á landi sem er tekið af eigendum sínum Palestínumönnum með hervaldi.Harður raunveruleiki Hinn harða raunveruleika daglegs lífs undir þessum kringumstæðum er ekki eins auðvelt að setja í orð svo skiljist. En hernáminu fylgir í fyrsta lagi bygging aðskilnaðarmúrs meira og minna í kringum allan Vesturbakkann og Gaza. Það er ekki nóg með að múrinn loki á ferðafrelsi og kljúfi ræktarland frá íbúunum, heldur er hann einnig nýttur af Ísraelsmönnum til þess að ná yfir meira landi og gera líf heimafólks óbærilegt, með því að girða af heilu bæina og loka svo inn og útgönguleiðum. Eitt skýrasta dæmið er bærinn Quaqilliya á landmærum Ísraels og svæða Palestínu á vesturbakkanum. Hernáminu fylgja einnig ótölulegur fjöldi varðstöðva þar sem leitað er á fólki og það krafið skilríkja og för þeirra stöðvuð án nokkurra skýringa. Ekkert tillit er tekið til í hvaða ástandi viðkomandi er þegar það á leið um. Fjöldamörg dæmi eru um að sjúklingum á leið á spítala hafi ekki verið hleypt í gegn. Konur komnar að fæðingu hafa átt börn sín á gangstéttum í nágrenni við þessar varðstöðvar þegar þeim hefur ekki verið hleypt í gegn á leið sinni á spítala. Breiðar og glæsilegar hraðbrautir hafa verðið lagðar frá Ísrael yfir í landræningjabyggðir vítt og breytt um vesturbakkann, en Palestínumönnum er harðlega bannað að nýta þetta vegakerfi og til að einfalda eftirlit með því þá er sitthvor litur á bílnúmerum Palestínumanna og Ísraelsmanna.Árásum fjölgar Árásir landtökufólks á palestínsku íbúana eykst með hverju árinu og samkvæmt mánaðarlegu fréttabréfi mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Jerúsalem ochaopt.org hefur t.a.m. 16 sinnum verið kveikt í heimilum Palestínumanna síðan í byrjun árs 2015. Í síðustu íkveikju landtökufólks lést 18 mánaða gamalt barn og faðir þess en móðir og annað barn voru illa brennd. Móðirin lést síðan af sárum sínum þann 7. september síðastliðinn. Það er e.t.v. líka erfitt fyrir okkur að skilja að landtökufólki er ekki refsað fyrir sína glæpi gegn Palestínumönnum heldur nýtur það stuðnings hersetuliðsins í árásum sínum á Palestínumenn. Að horfast í augu við þessar hörmungar eða aðrar er erfitt og getur dregið þungann skugga yfir notalegan hversdaginn hér hjá okkur á Vesturlöndum. Það er hins vegar hægt að taka þá ákvörðun að líta ekki undan og leggja sitt litla lóð á vogarskálar mannréttinda, með fordæmingu á yfirgangi og aðskilnaðarstefnu ísraelskra stjórnvalda. Forystumenn Palestínu hafa lýst því yfir að eina vopnið í baráttu fyrir frelsi og jafnrétti sé annars vegar friðsamleg mótmæli inná hernumdu svæðunum og hins vegar viðskiptaþvinganir á Ísrael. Þess vegna styð ég að aðferðir eins og sniðgöngu, viðskiptaþvinganir, útilokun úr vísinda, íþrótta og menningarsamstarfi og að fjárfestingar verði dregnar til baka og/eða skilyrtar, að öllum þessum friðsamlegu tækjum verði beitt þar til ólöglegu hernámi Ísraels verður aflétt.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun