Viðskipti erlent

Facebook býður upp á 360 gráðu myndbönd

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Risi samfélagsmiðlanna, Facebook, byrjaði í gær að gera notendum kleift að birta 360 gráðu myndbönd. Í tilefni af því voru birt nokkur myndbönd í gær sem hafa vakið mikla athygli. Þau voru birt af Star Wars, Discovery, GoPro, LeBron James, Saturday Night Live og Vice News.

Óhætt er að segja að myndböndin séu einstaklega flott.

Facebook á sýndarveruleikafyrirtækið Oculus VR og bindur miklar vonir við framtíð 360 gráðu myndbanda. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir Maher Saba:

„Ímyndið ykkur að horfa á 360 gráðu myndband af fríi vinar ykkar til lítils þorps í Frakklandi eða á hátíð í Brasilíu. Þið getið horft á það og upplifað það eins og þið væruð þarna.“

Öll myndböndin má sjá hér að neðan og til að breyta um sjónarhorn þarf að smella á myndbandið, halda inni og draga. 

Hvort sem verið er að nota tölvur eða Android tæki ætti að vera hægt að horfa á myndböndin, en þó er það ekki í boði fyrir einhver snjalltæki sem keyra á Android. Þá stefna forsvarsmenn Facebook á að bjóða notendum Apple upp á að geta horft á myndböndin fljótlega.

Star Wars – Ekið um Jakku eyðimörkina í Star Wars: The Force Awakens.
Discovery – Synt með hákörlum
GoPro – Ronnie Renner í eyðimörk
LeBron James – Uninterrupted
Saturday Night Live – Jimmy Fallon og Justin Timberlake á 40 ára afmæli þáttarins.
Vice News – Uppbygging í Afganistan





Fleiri fréttir

Sjá meira


×