Óhætt er að segja að myndböndin séu einstaklega flott.
Facebook á sýndarveruleikafyrirtækið Oculus VR og bindur miklar vonir við framtíð 360 gráðu myndbanda. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir Maher Saba:
„Ímyndið ykkur að horfa á 360 gráðu myndband af fríi vinar ykkar til lítils þorps í Frakklandi eða á hátíð í Brasilíu. Þið getið horft á það og upplifað það eins og þið væruð þarna.“
Öll myndböndin má sjá hér að neðan og til að breyta um sjónarhorn þarf að smella á myndbandið, halda inni og draga.
Hvort sem verið er að nota tölvur eða Android tæki ætti að vera hægt að horfa á myndböndin, en þó er það ekki í boði fyrir einhver snjalltæki sem keyra á Android. Þá stefna forsvarsmenn Facebook á að bjóða notendum Apple upp á að geta horft á myndböndin fljótlega.