Körfubolti

Sigur í fyrsta leik hjá Herði Axel

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hörður Axel í leik á Eurobasket í haust.
Hörður Axel í leik á Eurobasket í haust. Vísir/Valli
Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Trikala unnu góðan 9 stiga sigur á Koroivos í fyrstu umferð grísku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í gær.

Hörður Axel sem lék með íslenska landsliðinu í körfubolta á EM í körfubolta, Eurobasket, í sumar gekk til liðs við Trikala í sumar en þetta var fyrsti leikur hans fyrir nýja félagið.

Hörður lék alls 28 mínútur í leiknum og setti sjö stig ásamt því að taka þrjú fráköst, gefa tvær stoðsendingar og stela boltanum tvisvar en næsti leikur liðsins er gegn Kavala á laugardaginn næstkomandi.

Þá voru léku tveir aðrir landsliðsmenn í gær. Axel Kárason og félagar í Svendborg Rabbits undir stjórn Craig Pedersen, þjálfara íslenska landsliðsins, lögðu Stevnsgade að velli 90-88 á heimavelli.

Axel lék í 33 mínútur í leiknum í gær og setti á þessum mínútum sjö stig, átti eina stoðsendingu og tók þrjú fráköst en Svendborg hefur unnið tvo af fyrstu fjórum leikjum liðsins.

Í Þýskalandi fékk Haukur Helgi Pálsson aðeins 12 mínútur í 85-99 tapi Mitteldeutscher gegn Göttingen á heimavelli en Haukur setti fimm stig og átti eina stoðsendingu á þessum mínútum.

Mitteldeutscher hefur tapað öllum þremur leikjum sínum á tímabilinu til þessa en Haukur gekk til liðs við félagið í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×