Gyrðið ykkur í brók. Opið bréf til forseta Hæstaréttar Íslands Kári Stefánsson skrifar 23. október 2015 07:00 Ágæti Markús, ég las það í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum að það yrði að ryðja allan Hæstarétt þegar mál mitt gegn Karli Axelssyni, nýskipuðum hæstaréttardómara, yrði tekið fyrir á því heimili. Merkilegt ef það reynist rétt að skipun Karls í Hæstarétt skuli sjálfkrafa gera það að verkum að mál sem ég höfðaði gegn honum verði ekki dæmt af þeim sem samfélagið hefur ákveðið að séu hæfir til þess höndla það dómsstig hvaðan engu verður áfrýjað. Það hvarflar ekki að mér að sætta mig við það. Ég á líka erfitt með að sætta mig við að innanríkisráðherra hafi sett mann í stöðu hæstaréttardómara og síðan skipað í hana á meðan hann var á bólakafi í málaferlum þar sem ég er að leita réttar míns gagnvart honum. Með því hefur ráðherrann skert til muna möguleika minn á því að fá réttláta málsmeðferð. Málið sem um ræðir lítur svona út frá mínu sjónarhorni: Verktaki nokkur höfðaði mál gegn mér til innheimtu á peningum sem hann hélt að ég skuldaði honum en ég vissi að ég gerði ekki. Ég ákvað að leita til Karls Axelssonar um að verja mig í málinu vegna þess að vinur minn úr lögmannastétt bar honum gott orð. Ég pantaði tíma og mætti Karli í fundarherbergi á lögmannsstofunni LEX (sem er gott nafn á þannig fyrirbrigði af því það rímar við pex sem er þungamiðja lögfræðinnar). Með Karli í fundarherberginu var ungur maður sem ég kunni engin deili á og spurði því Karl hvers vegna hann væri þarna. Karl svaraði að pilturinn myndi hjálpa honum lítillega. Þegar ég spurði út í það hvernig hann hygðist snúa sér í málinu brást hann við með óþolinmæði og minnti helst á skurðlækna fortíðarinnar sem áttu það til að segja sjúklingi að honum kæmi ekkert við hvorn fótinn þeir ætluðu að taka af honum. Líður svo og bíður og mér barst reikningur frá Karli fyrir 154 klukkutíma vinnu unga mannsins og fjögurra tíma vinnu hans sjálfs. Ég hringdi þá úr farsímanum mínum í Karl meðan ég var að keyra úr Vatnsmýrinni að húsi sem ég var að reisa uppi við Elliðavatn og sagði honum að þetta rímaði ekki við þá staðreynd að ég hefði ráðið hann til að verja mig en ekki piltinn unga. Karl brást ókvæða við og sagði að það væri ekki mitt mál hvernig hann ynni vinnuna sína. Ég sagði að þetta væri farið að líta út eins og hann ætlaði að afhenda málið piltinum, sem kæmi ekki til greina. Karl sagði að það hefði ekki verið planið til að byrja með en nú væri hann sjálfur hættur að flytja mál í héraði þannig að ekki væri úr mörgum kostum að velja. Þegar hér var komið sögu var ég staddur við Rauðavatn þar sem farsímasamband er lélegt og samtöl rofna gjarnan sem það og gerði í þetta skiptið. Næst fékk ég bréf frá framkvæmdastjóra LEX þess efnis að Karl hefði sagt sig frá málinu vegna þess að ég væri svo ósamvinnuþýður og hefði að auki skellt á hann. Hann sagði sem sagt einhliða upp samningi sem var á milli okkar án þess að ræða við mig eða leita sátta á annan hátt og ætlaðist samt til þess að ég bæri kostnaðinn sem hafði hlotist af samningnum. Þessu var vísað til Úrskurðarnefndar Lögmannafélagsins sem komst að þeirri niðurstöðu að þótt ég hefði leitað til Karls hefði ekkert verið að því að málið lenti hjá piltinum. Það er ótrúlegt en satt að úrskurðir þessarar nefndar í deilumálum félagsmanna við umbjóðendur þeirra eru aðfararhæfir að lögum. Það er því ljóst að löggjafinn hefur ekki reiknað með því að nefndin hefði tilhneigingu til þess að standa með félagsmönnum sínum gegn utanaðkomandi. Löggjafinn hefur því greinilega meiri trú á lögfræðingum en þjóðin hefur á honum. Á þessu stigi málsins átti ég tvo kosti, annars vegar að borga brúsann og hins vegar að skjóta málinu til dómstóla. Ég kaus síðari kostinn vegna þess að ég er þannig í sveit settur að fyrir mér er þetta prinsippmál og hefur ekkert með peninga að gera. Ég tapaði málinu fyrir héraðsdómi þar sem Karl mætti og staðhæfði að hann hefði aldrei sagt að hann væri hættur að flytja mál í héraði. Hæstaréttardómarinn sem var settur á því augnabliki en er skipaður í embættið í dag, laug sem sagt fyrir rétti. Það var honum að vísu með öllu áhættulaust vegna þess að hann sagði þetta við mig í síma og engin leið fyrir mig að sanna það. Það breytir því ekki að hann sagði það og hann veit það og lögfræðingurinn ungi að öllum líkindum líka. Síðan áfrýjaði ég málinu og þess vegna erum við stödd á þeim stað að mér er sagt að það þurfi að ryðja Hæstarétt þegar málið verður tekið fyrir. Ég geng út frá því sem vísu að þeir sem vilja ryðja Hæstarétt í málinu okkar Karls haldi að þeir væru að hlúa að mínum hagsmunum með því. Ég er á öndverðri skoðun. Ég er hins vegar á sama máli og þeir að því leyti að mér finnst töluverð hætta á hagsmunaárekstri ef hæstaréttardómarar eiga að dæma í máli eins úr þeirra hópi. En mér finnst enn meiri hætta á hagsmunaárekstri ef í þeirra stað verða fengnir héraðsdómarar og lögfræðingar. Þetta minnir nefnilega á þann tíma þegar menn voru að ræða eignarhald fjölmiðla og eigendurnir héldu því fram, líklega með réttu, að þeir væru alls ekki að skipta sér af því hvernig fjölmiðlarnir flyttu fréttir en þeir sem til þekkja voru vissir um að starfsmenn fjölmiðlanna væru sífellt að geta sér til um hvað eigendurnir vildu að þeir segðu og munduðu penna sína samkvæmt því. Héraðsdómarar og lögfræðingar eiga gjarnan töluvert undir því hvernig Hæstiréttur fer með þeirra mál og ekki ólíklegt að þegar þeir eru settir í aðstöðu til þess að fella dóma yfir hæstaréttardómurum fari þeir að giska, annaðhvort á meðvitaðan eða ómeðvitaðan hátt. Ég vil því miklu frekar að hæstaréttardómarar gyrði sig í brók og dæmi í málinu okkar Karls heldur en fá tunglin litlu til þess að rembast við að varpa geislum þeirra. Markús, þetta er krafa af minni hendi sem er sjálfsagt að fara að vegna þess að ruðningurinn átti að vera til þess að verja mína hagsmuni. Ég lít hins vegar þannig á að mínum hagsmunum yrði betur borgið í þínum höndum og þinnar sveitar en þeirra sem reglulega lúta dómum ykkar. Nú hef ég áhyggjur af því að þetta bréf mitt kunni að hafa minnkað svolítið gleði þína yfir því að hafa valið Karl í raðir ykkar hæstaréttardómara en það er í rauninni engin ástæða til þess. Hann er vafalaust slyngur lögfræðingur og sem slíkur gagnlegur réttinum. Sú staðreynd að hann vílaði ekki fyrir sér að ljúga fyrir rétti gæti meira að segja gagnast réttinum vegna þess að allir aðrir dómarar hans eru að mínu mati grandvarir og heiðarlegir menn sem eiga kannski erfitt með að setja sig í spor þeirra sem gera slíkt. Það verður ekki vandamál fyrir Karl. Og þess utan er það að vissu leyti blessun fyrir okkur sem erum komin af léttasta skeiði að vita af Karli í Hæstarétti. Hann var nefnilega í hjúkrunarnámi á sínum tíma og gæti hafa endað sem starfsmaður Landspítalans sem er sá staður þar sem við gamla fólkið sækjum oft þjónustu. Ég hef til dæmis orðið að nýta mér hjálp hjúkrunarfræðinga þar upp á síðkastið sem hafa undantekningarlaust verið ótrúlega hlýir og notalegir, hæfir og gott fólk og hafa hlúð að mér þannig að mér finnst ég kominn á helgistað þegar ég kem inn á spítalann. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig það hefði verið að hitta þar fyrir Karl Axelsson í hlutverki hjúkrunarfræðings. Hann er svo sannarlega betur geymdur í Hæstarétti. Hann gerir þá allavegana ekki annað af sér en að reyna að kveða upp mismunandi skrýtna dóma sem þið getið leiðrétt. Svei mér þá ef ég er ekki farinn að aðhyllast þá kenningu að það sé vakað yfir okkur.Með vinsemd og virðingu og í fullri alvöru,Kári Stefánsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Ágæti Markús, ég las það í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum að það yrði að ryðja allan Hæstarétt þegar mál mitt gegn Karli Axelssyni, nýskipuðum hæstaréttardómara, yrði tekið fyrir á því heimili. Merkilegt ef það reynist rétt að skipun Karls í Hæstarétt skuli sjálfkrafa gera það að verkum að mál sem ég höfðaði gegn honum verði ekki dæmt af þeim sem samfélagið hefur ákveðið að séu hæfir til þess höndla það dómsstig hvaðan engu verður áfrýjað. Það hvarflar ekki að mér að sætta mig við það. Ég á líka erfitt með að sætta mig við að innanríkisráðherra hafi sett mann í stöðu hæstaréttardómara og síðan skipað í hana á meðan hann var á bólakafi í málaferlum þar sem ég er að leita réttar míns gagnvart honum. Með því hefur ráðherrann skert til muna möguleika minn á því að fá réttláta málsmeðferð. Málið sem um ræðir lítur svona út frá mínu sjónarhorni: Verktaki nokkur höfðaði mál gegn mér til innheimtu á peningum sem hann hélt að ég skuldaði honum en ég vissi að ég gerði ekki. Ég ákvað að leita til Karls Axelssonar um að verja mig í málinu vegna þess að vinur minn úr lögmannastétt bar honum gott orð. Ég pantaði tíma og mætti Karli í fundarherbergi á lögmannsstofunni LEX (sem er gott nafn á þannig fyrirbrigði af því það rímar við pex sem er þungamiðja lögfræðinnar). Með Karli í fundarherberginu var ungur maður sem ég kunni engin deili á og spurði því Karl hvers vegna hann væri þarna. Karl svaraði að pilturinn myndi hjálpa honum lítillega. Þegar ég spurði út í það hvernig hann hygðist snúa sér í málinu brást hann við með óþolinmæði og minnti helst á skurðlækna fortíðarinnar sem áttu það til að segja sjúklingi að honum kæmi ekkert við hvorn fótinn þeir ætluðu að taka af honum. Líður svo og bíður og mér barst reikningur frá Karli fyrir 154 klukkutíma vinnu unga mannsins og fjögurra tíma vinnu hans sjálfs. Ég hringdi þá úr farsímanum mínum í Karl meðan ég var að keyra úr Vatnsmýrinni að húsi sem ég var að reisa uppi við Elliðavatn og sagði honum að þetta rímaði ekki við þá staðreynd að ég hefði ráðið hann til að verja mig en ekki piltinn unga. Karl brást ókvæða við og sagði að það væri ekki mitt mál hvernig hann ynni vinnuna sína. Ég sagði að þetta væri farið að líta út eins og hann ætlaði að afhenda málið piltinum, sem kæmi ekki til greina. Karl sagði að það hefði ekki verið planið til að byrja með en nú væri hann sjálfur hættur að flytja mál í héraði þannig að ekki væri úr mörgum kostum að velja. Þegar hér var komið sögu var ég staddur við Rauðavatn þar sem farsímasamband er lélegt og samtöl rofna gjarnan sem það og gerði í þetta skiptið. Næst fékk ég bréf frá framkvæmdastjóra LEX þess efnis að Karl hefði sagt sig frá málinu vegna þess að ég væri svo ósamvinnuþýður og hefði að auki skellt á hann. Hann sagði sem sagt einhliða upp samningi sem var á milli okkar án þess að ræða við mig eða leita sátta á annan hátt og ætlaðist samt til þess að ég bæri kostnaðinn sem hafði hlotist af samningnum. Þessu var vísað til Úrskurðarnefndar Lögmannafélagsins sem komst að þeirri niðurstöðu að þótt ég hefði leitað til Karls hefði ekkert verið að því að málið lenti hjá piltinum. Það er ótrúlegt en satt að úrskurðir þessarar nefndar í deilumálum félagsmanna við umbjóðendur þeirra eru aðfararhæfir að lögum. Það er því ljóst að löggjafinn hefur ekki reiknað með því að nefndin hefði tilhneigingu til þess að standa með félagsmönnum sínum gegn utanaðkomandi. Löggjafinn hefur því greinilega meiri trú á lögfræðingum en þjóðin hefur á honum. Á þessu stigi málsins átti ég tvo kosti, annars vegar að borga brúsann og hins vegar að skjóta málinu til dómstóla. Ég kaus síðari kostinn vegna þess að ég er þannig í sveit settur að fyrir mér er þetta prinsippmál og hefur ekkert með peninga að gera. Ég tapaði málinu fyrir héraðsdómi þar sem Karl mætti og staðhæfði að hann hefði aldrei sagt að hann væri hættur að flytja mál í héraði. Hæstaréttardómarinn sem var settur á því augnabliki en er skipaður í embættið í dag, laug sem sagt fyrir rétti. Það var honum að vísu með öllu áhættulaust vegna þess að hann sagði þetta við mig í síma og engin leið fyrir mig að sanna það. Það breytir því ekki að hann sagði það og hann veit það og lögfræðingurinn ungi að öllum líkindum líka. Síðan áfrýjaði ég málinu og þess vegna erum við stödd á þeim stað að mér er sagt að það þurfi að ryðja Hæstarétt þegar málið verður tekið fyrir. Ég geng út frá því sem vísu að þeir sem vilja ryðja Hæstarétt í málinu okkar Karls haldi að þeir væru að hlúa að mínum hagsmunum með því. Ég er á öndverðri skoðun. Ég er hins vegar á sama máli og þeir að því leyti að mér finnst töluverð hætta á hagsmunaárekstri ef hæstaréttardómarar eiga að dæma í máli eins úr þeirra hópi. En mér finnst enn meiri hætta á hagsmunaárekstri ef í þeirra stað verða fengnir héraðsdómarar og lögfræðingar. Þetta minnir nefnilega á þann tíma þegar menn voru að ræða eignarhald fjölmiðla og eigendurnir héldu því fram, líklega með réttu, að þeir væru alls ekki að skipta sér af því hvernig fjölmiðlarnir flyttu fréttir en þeir sem til þekkja voru vissir um að starfsmenn fjölmiðlanna væru sífellt að geta sér til um hvað eigendurnir vildu að þeir segðu og munduðu penna sína samkvæmt því. Héraðsdómarar og lögfræðingar eiga gjarnan töluvert undir því hvernig Hæstiréttur fer með þeirra mál og ekki ólíklegt að þegar þeir eru settir í aðstöðu til þess að fella dóma yfir hæstaréttardómurum fari þeir að giska, annaðhvort á meðvitaðan eða ómeðvitaðan hátt. Ég vil því miklu frekar að hæstaréttardómarar gyrði sig í brók og dæmi í málinu okkar Karls heldur en fá tunglin litlu til þess að rembast við að varpa geislum þeirra. Markús, þetta er krafa af minni hendi sem er sjálfsagt að fara að vegna þess að ruðningurinn átti að vera til þess að verja mína hagsmuni. Ég lít hins vegar þannig á að mínum hagsmunum yrði betur borgið í þínum höndum og þinnar sveitar en þeirra sem reglulega lúta dómum ykkar. Nú hef ég áhyggjur af því að þetta bréf mitt kunni að hafa minnkað svolítið gleði þína yfir því að hafa valið Karl í raðir ykkar hæstaréttardómara en það er í rauninni engin ástæða til þess. Hann er vafalaust slyngur lögfræðingur og sem slíkur gagnlegur réttinum. Sú staðreynd að hann vílaði ekki fyrir sér að ljúga fyrir rétti gæti meira að segja gagnast réttinum vegna þess að allir aðrir dómarar hans eru að mínu mati grandvarir og heiðarlegir menn sem eiga kannski erfitt með að setja sig í spor þeirra sem gera slíkt. Það verður ekki vandamál fyrir Karl. Og þess utan er það að vissu leyti blessun fyrir okkur sem erum komin af léttasta skeiði að vita af Karli í Hæstarétti. Hann var nefnilega í hjúkrunarnámi á sínum tíma og gæti hafa endað sem starfsmaður Landspítalans sem er sá staður þar sem við gamla fólkið sækjum oft þjónustu. Ég hef til dæmis orðið að nýta mér hjálp hjúkrunarfræðinga þar upp á síðkastið sem hafa undantekningarlaust verið ótrúlega hlýir og notalegir, hæfir og gott fólk og hafa hlúð að mér þannig að mér finnst ég kominn á helgistað þegar ég kem inn á spítalann. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig það hefði verið að hitta þar fyrir Karl Axelsson í hlutverki hjúkrunarfræðings. Hann er svo sannarlega betur geymdur í Hæstarétti. Hann gerir þá allavegana ekki annað af sér en að reyna að kveða upp mismunandi skrýtna dóma sem þið getið leiðrétt. Svei mér þá ef ég er ekki farinn að aðhyllast þá kenningu að það sé vakað yfir okkur.Með vinsemd og virðingu og í fullri alvöru,Kári Stefánsson
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar