James með 29 stig gegn gömlu félögunum | Myndbönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2015 11:18 Gömlu liðsfélagarnir LeBron James og Dwayne Wade heilsast fyrir leik Cleveland og Miami. vísir/getty Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni vestanhafs í nótt. LeBron James skoraði 29 stig þegar Cleveland Cavaliers vann 10 stiga sigur, 102-92, á hans gömlu félögum í Miami Heat. James hitti úr 13 af 19 skotum sínum í leiknum en Cleveland hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni. Kevin Love átti einnig góðan leik í nótt og skoraði 24 stig og tók 14 fráköst. Dwayne Wade var atkvæðamestur hjá Miami með 25 stig. Oklahoma City Thunder vann þriggja stiga sigur, 139-136, á Orlando Magic í tvíframlengdum leik í Orlando. Heimamenn hittu frábærlega í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum, 67-53. OKC vaknaði til lífsins í seinni hálfleiks og Russell Westbrook tryggði liðinu framlengingu með ótrúlegri þriggja stiga körfu rétt áður en leiktíminn rann út. Westbrook kom OKC þremur stigum yfir, 126-123, þegar rúmar sjö sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni en þristur frá Victor Oladipo þýddi að grípa þurfti til annarrar framlengingar þar sem gestirnir reyndust svo sterkari. Westbrook fór á kostum liði Oklahoma; skoraði 48 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Kevin Durant var litlu síðri með 43 stig og 12 fráköst. Tobias Harris skoraði mest fyrir Orlando, eða 30 stig, og þá var Oladipo með þrennu; 21 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar. Meistarar Golden State Warriors unnu öruggan sigur, 112-92, á Houston Rockets á útivelli. Stephen Curry skoraði 25 stig fyrir Golden State sem hefur unnið báða leiki sína til þessa. Mareese Speights skoraði 14 stig af bekknum en alls fengu meistararnir 48 stig frá varamönnum sínum í leiknum. Montrelz Harrell skoraði 17 stig fyrir Houston en James Harden, þeirra besti maður, náði sér ekki á strik. Harden endaði með 16 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar en hann hitti aðeins úr fjórum af 18 skotum sínum utan af velli.Úrslitin í nótt: Miami 92-102 Cleveland Orlando 136-139 Oklahoma Houston 92-112 Golden State Sacramento 132-114 LA Lakers Phoenix 110-92 Portland Denver 78-95 Minnesota San Antonio 102-75 Brooklyn Milwaukee 113-118 Washington Atlanta 97-94 Charlotte Detroit 98-94 Chicago Boston 103-113 Toronto Philadelphia 71-99 UtahÆvintýraleg lokamínúta í leik Orlando og Oklahoma James og Wade áttust við í nótt Marcus Smart með ótrúlegan þrist NBA Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni vestanhafs í nótt. LeBron James skoraði 29 stig þegar Cleveland Cavaliers vann 10 stiga sigur, 102-92, á hans gömlu félögum í Miami Heat. James hitti úr 13 af 19 skotum sínum í leiknum en Cleveland hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni. Kevin Love átti einnig góðan leik í nótt og skoraði 24 stig og tók 14 fráköst. Dwayne Wade var atkvæðamestur hjá Miami með 25 stig. Oklahoma City Thunder vann þriggja stiga sigur, 139-136, á Orlando Magic í tvíframlengdum leik í Orlando. Heimamenn hittu frábærlega í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum, 67-53. OKC vaknaði til lífsins í seinni hálfleiks og Russell Westbrook tryggði liðinu framlengingu með ótrúlegri þriggja stiga körfu rétt áður en leiktíminn rann út. Westbrook kom OKC þremur stigum yfir, 126-123, þegar rúmar sjö sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni en þristur frá Victor Oladipo þýddi að grípa þurfti til annarrar framlengingar þar sem gestirnir reyndust svo sterkari. Westbrook fór á kostum liði Oklahoma; skoraði 48 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Kevin Durant var litlu síðri með 43 stig og 12 fráköst. Tobias Harris skoraði mest fyrir Orlando, eða 30 stig, og þá var Oladipo með þrennu; 21 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar. Meistarar Golden State Warriors unnu öruggan sigur, 112-92, á Houston Rockets á útivelli. Stephen Curry skoraði 25 stig fyrir Golden State sem hefur unnið báða leiki sína til þessa. Mareese Speights skoraði 14 stig af bekknum en alls fengu meistararnir 48 stig frá varamönnum sínum í leiknum. Montrelz Harrell skoraði 17 stig fyrir Houston en James Harden, þeirra besti maður, náði sér ekki á strik. Harden endaði með 16 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar en hann hitti aðeins úr fjórum af 18 skotum sínum utan af velli.Úrslitin í nótt: Miami 92-102 Cleveland Orlando 136-139 Oklahoma Houston 92-112 Golden State Sacramento 132-114 LA Lakers Phoenix 110-92 Portland Denver 78-95 Minnesota San Antonio 102-75 Brooklyn Milwaukee 113-118 Washington Atlanta 97-94 Charlotte Detroit 98-94 Chicago Boston 103-113 Toronto Philadelphia 71-99 UtahÆvintýraleg lokamínúta í leik Orlando og Oklahoma James og Wade áttust við í nótt Marcus Smart með ótrúlegan þrist
NBA Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum