Fyrir áratug síðan voru flestir vopnaðir svokölluðum samlokusímum, sem hentuðu einstaklega vel í að skella á viðmælanda. Margir sakna þeirra eflaust enda hafa þeir dottið úr tísku og vikið fyrir snjallsímum Apple og Android. Aðdáendur samlokusíma geta hins vegar glaðst á ný því Samsung er að þróa snjalla samlokusíma.
Nýr sími Samsung, sem ber heitið SM-W2016 er snjallsími en er með útlit gömlu samlokusímanna. Android síminn er með tvo skjái, á báðum hliðum efri hlutans, 64 GB af minni og keyrir á Android 5.1.1 Lollipop stýrikerfinu.
Þeir sem vilja geta nýtt sér gamla góða lyklaborðið á símanum. Talið er að síminn gæti slegið í gegn sem nostalgíu gripur.
