Hryðjuverkaárásir hafa minni áhrif á fjárfesta Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Mínútu þögn var á hádegi um allan heim á mánudaginn vegna árásanna í París. NordicPhotos/AFP Áhrif hryðjuverkaárása á markaði í heiminum virðast fara þverrandi. Eftir því sem slíkum árásum fjölgar, virðast viðbrögð fjárfesta verða yfirvegaðri og áhyggjur manna af afleiðingum árásanna á alheimshagkerfið minnka. Helstu hlutabréfavísitölur hækkuðu í gær. Breska blaðið Guardian sagði að ákvörðun Frakka um að svara hryðjuverkaárásunum á föstudaginn af hörku hafi haft þau áhrif að gengi hlutabréfa í fyrirtækjum sem framleiða hergögn hækkaði. Gengi bréfa í einstaka ferðaþjónustufyrirtækjum lækkaði á mánudaginn en hækkaði svo aftur í gær. Samkvæmt frásögn USA Today hækkuðu hlutabréf almennt í viðskiptum í Bandaríkjunum á mánudaginn. Það er í fyrsta sinn sem slíkt gerist fyrsta viðskiptadaginn eftir að árás af þessu tagi er gerð. Blaðið segir að þetta þýði að hryðjuverk hafi minni áhrif á hagkerfið en þau gerðu áður. Bandaríska Dow Jones vísitalan hækkaði um 237 stig á mánudag og Standard & Poor's 500 vísitalan hækkaði um 1,4 prósent. Hlutabréf hækkuðu líka almennt í Evrópu. Stoxx Europe 600 vísitalan hækkaði um 0,3 prósent og CAC 40 vísitalan í Frakklandi lækkaði um 0,1 prósent. Daginn eftir að hryðjuverkaárásir voru gerðar á Tvíburaturnana árið 2001 féll Standard & Poor's um 4,9 prósent og féll í heild um 11,6 prósent. Hrun á markaði eftir hryðjuverkaárásir minnkar með hverri árásinni sem gerð er. Í mars 2004 féll S&P 500 um 1,5 prósent eftir hryðjuverkin í Madrid. Lækkunin varð svo 0,8 prósent í júlí 2005 eftir hryðjuverk í Lundúnum. Markaðir virðast lækka rétt eftir að árásir eru gerðar en jafna sig mjög fljótt. Hryðjuverk í París Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Áhrif hryðjuverkaárása á markaði í heiminum virðast fara þverrandi. Eftir því sem slíkum árásum fjölgar, virðast viðbrögð fjárfesta verða yfirvegaðri og áhyggjur manna af afleiðingum árásanna á alheimshagkerfið minnka. Helstu hlutabréfavísitölur hækkuðu í gær. Breska blaðið Guardian sagði að ákvörðun Frakka um að svara hryðjuverkaárásunum á föstudaginn af hörku hafi haft þau áhrif að gengi hlutabréfa í fyrirtækjum sem framleiða hergögn hækkaði. Gengi bréfa í einstaka ferðaþjónustufyrirtækjum lækkaði á mánudaginn en hækkaði svo aftur í gær. Samkvæmt frásögn USA Today hækkuðu hlutabréf almennt í viðskiptum í Bandaríkjunum á mánudaginn. Það er í fyrsta sinn sem slíkt gerist fyrsta viðskiptadaginn eftir að árás af þessu tagi er gerð. Blaðið segir að þetta þýði að hryðjuverk hafi minni áhrif á hagkerfið en þau gerðu áður. Bandaríska Dow Jones vísitalan hækkaði um 237 stig á mánudag og Standard & Poor's 500 vísitalan hækkaði um 1,4 prósent. Hlutabréf hækkuðu líka almennt í Evrópu. Stoxx Europe 600 vísitalan hækkaði um 0,3 prósent og CAC 40 vísitalan í Frakklandi lækkaði um 0,1 prósent. Daginn eftir að hryðjuverkaárásir voru gerðar á Tvíburaturnana árið 2001 féll Standard & Poor's um 4,9 prósent og féll í heild um 11,6 prósent. Hrun á markaði eftir hryðjuverkaárásir minnkar með hverri árásinni sem gerð er. Í mars 2004 féll S&P 500 um 1,5 prósent eftir hryðjuverkin í Madrid. Lækkunin varð svo 0,8 prósent í júlí 2005 eftir hryðjuverk í Lundúnum. Markaðir virðast lækka rétt eftir að árásir eru gerðar en jafna sig mjög fljótt.
Hryðjuverk í París Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira