Endurskoða verður lífeyri Björgvin Guðmundsson skrifar 11. nóvember 2015 07:00 Miklar launahækkanir hafa átt sér stað á þessu ári, meiri en um langt skeið. Ríkið reið á vaðið með því að gera háa samninga við framhaldsskólakennara og lækna. Samið var við framhaldsskólakennara um 44% kauphækkun á þremur árum, að meðtalinni viðbótarhækkun, sem fékkst vegna úrskurðar gerðardóms í máli BHM. Og samið var við lækna um 25 til 40 prósenta launahækkun á þremur árum. Með þessum samningum ríkisins var stefnan mörkuð og í kjölfarið fylgdu margir háir samningar. Verkafólk var orðið langþreytt á að bíða eftir kjarabótum og það var viðurkennt í þjóðfélaginu, að ekki væri unnt að lifa af lægstu launum verkamanna. Fyrsta maí síðastliðinn sömdu Flóabandalagið, Starfsgreinasambandið og VR um 14,5 prósenta hækkun á lágmarkslaunum (lágmarkstekjutryggingu) strax og að launin skyldu hækka í 300 þúsund krónur á þremur árum. Það er 40 prósent hækkun lágmarkslauna, úr 214 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund á mánuði. Á eftir fylgdu fjölmargir kjarasamningar og flestir í hærri kantinum. Nú síðast sömdu sjúkraliðar, lögreglumenn og SFR við ríkið og fengu 30 til 32 prósenta launahækkun á fjórum árum. Einnig var samið um að gera tilraun með styttingu vinnutíma, 36 stunda vinnuviku, án kjaraskerðingar. Athuga á hvort afköst aukast við styttingu vinnutíma.Launaþróun liggur ljós fyrir Samkvæmt lögum á að taka mið af launaþróun, þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja er ákveðinn. Á þessu ári hefur launaþróun legið ljós fyrir og einnig hækkun lágmarkslauna. Ei að síður miðaði fjármálaráðuneytið við ÁÆTLUN um hækkun launavísitölu, þegar fjallað var um hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja. Þessi áætlun var miklu lægri en raunhækkanir kjarasamninga 1. maí. Kjarasamningar lágu það snemma fyrir, að ekki þurfti að byggja á áætlunum. Með því að margir nýir kjarasamningar hafa bæst við síðan fjármálaráðuneytið gerði tillögu um hækkun lífeyris verður að treysta því, að tillögurnar verði endurskoðaðar og lífeyrir hækkaður til samræmis við raunverulega launaþróun ársins. Einnig tel ég koma til greina að miða við hækkun lágmarkslauna (lágmarkstekjutryggingar). Hækkun lífeyris á að mínu mati að gilda frá 1. maí sl. samanber t.d. síðustu kjarasamninga við SFR ,sjúkraliða og lögreglumenn, sem gilda frá 1. maí 2015. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Miklar launahækkanir hafa átt sér stað á þessu ári, meiri en um langt skeið. Ríkið reið á vaðið með því að gera háa samninga við framhaldsskólakennara og lækna. Samið var við framhaldsskólakennara um 44% kauphækkun á þremur árum, að meðtalinni viðbótarhækkun, sem fékkst vegna úrskurðar gerðardóms í máli BHM. Og samið var við lækna um 25 til 40 prósenta launahækkun á þremur árum. Með þessum samningum ríkisins var stefnan mörkuð og í kjölfarið fylgdu margir háir samningar. Verkafólk var orðið langþreytt á að bíða eftir kjarabótum og það var viðurkennt í þjóðfélaginu, að ekki væri unnt að lifa af lægstu launum verkamanna. Fyrsta maí síðastliðinn sömdu Flóabandalagið, Starfsgreinasambandið og VR um 14,5 prósenta hækkun á lágmarkslaunum (lágmarkstekjutryggingu) strax og að launin skyldu hækka í 300 þúsund krónur á þremur árum. Það er 40 prósent hækkun lágmarkslauna, úr 214 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund á mánuði. Á eftir fylgdu fjölmargir kjarasamningar og flestir í hærri kantinum. Nú síðast sömdu sjúkraliðar, lögreglumenn og SFR við ríkið og fengu 30 til 32 prósenta launahækkun á fjórum árum. Einnig var samið um að gera tilraun með styttingu vinnutíma, 36 stunda vinnuviku, án kjaraskerðingar. Athuga á hvort afköst aukast við styttingu vinnutíma.Launaþróun liggur ljós fyrir Samkvæmt lögum á að taka mið af launaþróun, þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja er ákveðinn. Á þessu ári hefur launaþróun legið ljós fyrir og einnig hækkun lágmarkslauna. Ei að síður miðaði fjármálaráðuneytið við ÁÆTLUN um hækkun launavísitölu, þegar fjallað var um hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja. Þessi áætlun var miklu lægri en raunhækkanir kjarasamninga 1. maí. Kjarasamningar lágu það snemma fyrir, að ekki þurfti að byggja á áætlunum. Með því að margir nýir kjarasamningar hafa bæst við síðan fjármálaráðuneytið gerði tillögu um hækkun lífeyris verður að treysta því, að tillögurnar verði endurskoðaðar og lífeyrir hækkaður til samræmis við raunverulega launaþróun ársins. Einnig tel ég koma til greina að miða við hækkun lágmarkslauna (lágmarkstekjutryggingar). Hækkun lífeyris á að mínu mati að gilda frá 1. maí sl. samanber t.d. síðustu kjarasamninga við SFR ,sjúkraliða og lögreglumenn, sem gilda frá 1. maí 2015.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun