Arnór: Kannski orðinn of góðu vanur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2015 06:00 Arnór ætlar að skoða sín mál á næstunni og vill helst koma þeim í farveg fyrir EM í janúar. fréttablaðið/afp „Ég var að koma heim og er strax farinn að pakka fyrir ferðalag morgundagsins með liðinu mínu,“ segir landsliðsmaðurinn Arnór Atlason en hann var þá nýkominn heim til Frakklands eftir helgardvöl með landsliðinu í Ósló. Þar stóð íslenska liðið sig mjög vel á fjögurra þjóða móti. Lagði Noreg og Frakkland en tapaði fyrir Dönum. „Það var frábært hjá okkur að vinna tvo leiki. Það var alls ekki sjálfgefið miðað við áföllin sem við urðum fyrir í aðdragandanum og mennina sem vantaði. Strákarnir sem komu inn voru fljótir að læra og komu vel inn í þetta. Sérstaklega þeir sem þurftu að spila fyrir miðri vörninni. Það er ekkert djók að koma glænýr inn í þá stöðu og gegn þessum liðum,“ segir Arnór afar jákvæður með helgina en sjálfur spilaði hann mikið og stóð sig vel.Jákvætt mót í Osló „Við héldum dampi vel. Það var langt síðan við komum saman og við náðum aðeins þremur æfingum fyrir mótið. Miðað við allt þetta fannst mér þetta líta vel út hjá okkur. Þetta var mjög jákvætt mót.“ Arnór sagði við danska fjölmiðla eftir mótið að hann væri jákvæður fyrir því að koma aftur þangað. Samningur hans við franska félagið St. Raphael er að renna út og hann gerir ekki ráð fyrir því að vera þar áfram.Arnór í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Ernir„Það er aldrei neitt öruggt og maður veit aldrei. Þeir eru samt búnir að kaupa Sarmiento frá Barcelona þannig að það verður þrengra á þingi. Við höfum ekki rætt saman, þeir hafa ekki boðið mér neitt og ég reikna síður með því að vera áfram hjá félaginu. Ég veit ekki hvort þeir ætla að bjóða mér eitthvað en ef þeir gera það er ekkert víst að ég vilji taka því.“Skortur á fagmennsku Það má heyra á Arnóri að hann sé ekkert allt of spenntur fyrir félaginu. Samt hefur gengið vel hjá því og Arnór að spila mikið. Hann hefur einnig verið tiltölulega heppinn með meiðsli eftir nokkuð langa meiðslasögu. „Lífið hérna hefur verið stórkostlegt en hlutir sem snúa að handboltanum hafa ekki alveg verið eins og ég vonaðist til. Ég hef ekki verið ánægður og fannst meira gaman þar sem ég var áður. Kannski var ég orðinn of góðu vanur. Ég veit það ekki. Ég spilaði í frábærum liðum með frábærum þjálfurum. Það sem ég er ósáttur við er blanda af mörgu. Auðvitað höfum við náð góðum árangri eins og þriðja sætinu á síðasta tímabili. Það hefur vantað herslumuninn og stundum verið svolítill skortur á fagmennsku þó svo þetta sé þriðja besta lið Frakklands.“Arnór vann tvo deildarmeistaratitla með ofurliði AG í Danmörku.fréttablaðið/epaHugurinn leitar á gamlar slóðir Arnór lék lengi með FCK og ofurliði AG í Danmörku og svo með Magdeburg og Flensburg í Þýskalandi. Hann horfir á þessi lönd þó svo hann loki ekki dyrunum á annað. „Ég hef mikla tengingu við Danmörku eftir góð ár þar sagði ég við danskan blaðamann og hann sló því upp að ég væri á leið þangað. Hið sanna er að ég er opinn fyrir öllu en ég hef lært að maður veit aldrei hvað gerist. Hugurinn leitar þó ósjálfrátt svolítið til Danmerkur og Þýskalands,“ segir hinn 31 árs gamli Arnór en hann er svolítið farinn að horfa til framtíðar enda aðeins kominn á handboltaaldur. „Það gefur augaleið að það eru ekki margir samningar eftir. Ég tek bara einn í einu. Svo er ég auðvitað með fjölskyldu og á einhverjum tímapunkti viljum við flytja heim og hefja okkar líf þar. Ég reikna ekki með að það verði strax en það er samt ekki alveg útilokað þó svo það sé ekki fyrsti valkostur.“Vísir/ErnirÞað er vissulega mjög áhugavert að Arnór útiloki ekki að koma heim næsta sumar. Það virðist þó mikið þurfa að gerast til að af því verði. „Ég hef engar áhyggjur af því að ég fái ekki samningstilboð en það er bara spurning hvort ég muni sætta mig við það sem verður í boði.“ Þessi fjölhæfi leikmaður segist hafa verið afar rólegur yfir stöðu sinna mála en segir að það sé ekki vitlaust að fara að skoða stöðuna núna. Hann myndi gjarna vilja fá sín mál í góðan farveg áður en EM hefst í janúar. „Við fjölskyldan þurfum að átta okkur á því hvað við viljum gera. Ég neita því ekki að það væri ljúft að hafa þetta klárt eða langt komið fyrir EM. Það stendur til að skoða mína möguleika á næstunni.“ Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira
„Ég var að koma heim og er strax farinn að pakka fyrir ferðalag morgundagsins með liðinu mínu,“ segir landsliðsmaðurinn Arnór Atlason en hann var þá nýkominn heim til Frakklands eftir helgardvöl með landsliðinu í Ósló. Þar stóð íslenska liðið sig mjög vel á fjögurra þjóða móti. Lagði Noreg og Frakkland en tapaði fyrir Dönum. „Það var frábært hjá okkur að vinna tvo leiki. Það var alls ekki sjálfgefið miðað við áföllin sem við urðum fyrir í aðdragandanum og mennina sem vantaði. Strákarnir sem komu inn voru fljótir að læra og komu vel inn í þetta. Sérstaklega þeir sem þurftu að spila fyrir miðri vörninni. Það er ekkert djók að koma glænýr inn í þá stöðu og gegn þessum liðum,“ segir Arnór afar jákvæður með helgina en sjálfur spilaði hann mikið og stóð sig vel.Jákvætt mót í Osló „Við héldum dampi vel. Það var langt síðan við komum saman og við náðum aðeins þremur æfingum fyrir mótið. Miðað við allt þetta fannst mér þetta líta vel út hjá okkur. Þetta var mjög jákvætt mót.“ Arnór sagði við danska fjölmiðla eftir mótið að hann væri jákvæður fyrir því að koma aftur þangað. Samningur hans við franska félagið St. Raphael er að renna út og hann gerir ekki ráð fyrir því að vera þar áfram.Arnór í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Ernir„Það er aldrei neitt öruggt og maður veit aldrei. Þeir eru samt búnir að kaupa Sarmiento frá Barcelona þannig að það verður þrengra á þingi. Við höfum ekki rætt saman, þeir hafa ekki boðið mér neitt og ég reikna síður með því að vera áfram hjá félaginu. Ég veit ekki hvort þeir ætla að bjóða mér eitthvað en ef þeir gera það er ekkert víst að ég vilji taka því.“Skortur á fagmennsku Það má heyra á Arnóri að hann sé ekkert allt of spenntur fyrir félaginu. Samt hefur gengið vel hjá því og Arnór að spila mikið. Hann hefur einnig verið tiltölulega heppinn með meiðsli eftir nokkuð langa meiðslasögu. „Lífið hérna hefur verið stórkostlegt en hlutir sem snúa að handboltanum hafa ekki alveg verið eins og ég vonaðist til. Ég hef ekki verið ánægður og fannst meira gaman þar sem ég var áður. Kannski var ég orðinn of góðu vanur. Ég veit það ekki. Ég spilaði í frábærum liðum með frábærum þjálfurum. Það sem ég er ósáttur við er blanda af mörgu. Auðvitað höfum við náð góðum árangri eins og þriðja sætinu á síðasta tímabili. Það hefur vantað herslumuninn og stundum verið svolítill skortur á fagmennsku þó svo þetta sé þriðja besta lið Frakklands.“Arnór vann tvo deildarmeistaratitla með ofurliði AG í Danmörku.fréttablaðið/epaHugurinn leitar á gamlar slóðir Arnór lék lengi með FCK og ofurliði AG í Danmörku og svo með Magdeburg og Flensburg í Þýskalandi. Hann horfir á þessi lönd þó svo hann loki ekki dyrunum á annað. „Ég hef mikla tengingu við Danmörku eftir góð ár þar sagði ég við danskan blaðamann og hann sló því upp að ég væri á leið þangað. Hið sanna er að ég er opinn fyrir öllu en ég hef lært að maður veit aldrei hvað gerist. Hugurinn leitar þó ósjálfrátt svolítið til Danmerkur og Þýskalands,“ segir hinn 31 árs gamli Arnór en hann er svolítið farinn að horfa til framtíðar enda aðeins kominn á handboltaaldur. „Það gefur augaleið að það eru ekki margir samningar eftir. Ég tek bara einn í einu. Svo er ég auðvitað með fjölskyldu og á einhverjum tímapunkti viljum við flytja heim og hefja okkar líf þar. Ég reikna ekki með að það verði strax en það er samt ekki alveg útilokað þó svo það sé ekki fyrsti valkostur.“Vísir/ErnirÞað er vissulega mjög áhugavert að Arnór útiloki ekki að koma heim næsta sumar. Það virðist þó mikið þurfa að gerast til að af því verði. „Ég hef engar áhyggjur af því að ég fái ekki samningstilboð en það er bara spurning hvort ég muni sætta mig við það sem verður í boði.“ Þessi fjölhæfi leikmaður segist hafa verið afar rólegur yfir stöðu sinna mála en segir að það sé ekki vitlaust að fara að skoða stöðuna núna. Hann myndi gjarna vilja fá sín mál í góðan farveg áður en EM hefst í janúar. „Við fjölskyldan þurfum að átta okkur á því hvað við viljum gera. Ég neita því ekki að það væri ljúft að hafa þetta klárt eða langt komið fyrir EM. Það stendur til að skoða mína möguleika á næstunni.“
Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira