Fótbolti

Montaði sig af 4 milljóna króna úri sem var svo stolið af vopnuðum ræningjum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mauro Icardi passar sig betur næst.
Mauro Icardi passar sig betur næst. vísir/getty/instagram
Mauro Icardi, leikmaður toppliðs Inter í Seríu A á Ítalíu, varð fyrir skelfilegri lífsreynslu á laugardagskvöldið.

Þegar hann lagði bíl sínum við Elvezia Avenue í Mílanó eftir 1-0 sigur á Genoa komu upp að bílnum tveir bófar sem höfðu hjálma á höfði og annar þeirra var með skammbyssu.

Ræningjarnir heimtuðu pening af Icardi sem neitaði að láta mennina fá aur, að því fram kemur í frétt Goal.com. Glæpamennirnir sættu sig við það en hirtu þess í stað 4,2 milljóna króna Hublot úr af hinum 22 ára gamla Icardi sem varð ekki meint af.

Það er auðvelt að giska á að ræningjarnir voru bara á eftir úrinu, en atvikið kom upp aðeins tveimur vikum eftir að Icardi montaði sig af gripnum á Instagram.

Hann var þá að keyra á æfingu á Rolls Royce-bíl sínum og smellti af einni mynd af úrinu. Icardi birti svo aðra mynd af sér í gær með bráðabirgðaúr þar sem aðalgripurinn er nú í höndum glæpamanna.

Go to training #Hublot #SpiritOfBigBang #RR #SpiritOfRollsRoyce

A photo posted by Mauro Icardi (@mauroicardi) on

Dia libre solitario en casa #AllBlack #Descanso #FreeDay @wanditanara

A photo posted by Mauro Icardi (@mauroicardi) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×