Frá Ghent til Reykjavíkur Eva Einarsdóttir skrifar 3. desember 2015 07:00 Flestir sem hafa áhuga eða fylgjast með loftslagsmálum hafa ekki látið það fram hjá sér fara að helstu leiðtogar heims og aðrir valdamenn eru nú staddir í París. Það er hægt að nálgast loftslagsmál frá svo mörgum sjónarhornum en mig langar aðeins að skoða hvað við í Reykjavik erum að gera og getum gert betur. Reykjavíkurborg hefur á síðustu árum verið dugleg að innleiða og framfylgja Grænum skrefum en þau snúast um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar og minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins í fjórum skrefum og nú eru rúmlega hundrað starfsstöðvar sem styðjast við þessi skref. Bláa tunnan var innleidd fyrir þremur árum og tel ég að hún hafi gert mikið gagn. Á einu ári varð aukning á flokkun pappírs um 400%. Nú stendur til að bjóða upp á að borgarbúar geti pantað græna tunnu fyrir plast og maður getur ekki annað en vonast eftir annari eins aukningu í flokkun borgarbúa á plasti. Fjölskyldan mín hefur einungis flokkað plast síðustu tvö ár og það var nánast sláandi að sjá hversu mikið plast safnaðist á einni viku. Nýtt aðalskipulag er einnig hluti af aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar sem leggur áherslu á vistvænar samgöngur og aðgerðir sem eiga að sporna gegn auknum útblástri gróðurhúsalofttegunda. Í þessu samhengi finnst mér einnig mikilvægt að nefna kjöt- og matvælaframleiðslu. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna er kjöt- og matvælaframleiðsla búpenings eða kvikfjár einn af þremur helstu orsakavöldum aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda og mér finnst umræðan því miður oft á skamman veg komin þegar kemur að þessum áhrifaþætti. Margar rannsóknir hafa sýnt að allur útblástur bíla, lesta, flugvéla og skipa sé minni en af völdum kjöt- og landbúnaðarframleiðslu.En hvernig tengist þetta þá Reykjavíkurborg? Árið 2009 lýstu borgaryfirvöld í belgísku borginni Ghent því yfir að þau ætluðu að hafa einn „veggiedag“ eða einn dag þar sem einungis væri grænmetisfæði á starfsstöðum sveitarfélagsins og eins hvöttu þau nærsamfélagið til hins sama. Þetta var fyrir 6 árum og á þeim tíma sögðu þau að ein aðalástæðan væri útblástur gróðurhúsalofttegunda og þeim bæri skylda að gera eitthvað. Eins væri hollt fyrir líkamann að hafa slíkan dag og auka fjölbreytni. Þetta verkefni hefur gengið vonum framar og er enn í fullum gangi. Gætum við ekki verið næsta Ghent, sú borg á Norðurlöndum sem stígur skref í þessa átt? Sjálf hef ég verið grænmetisæta í meira en áratug. Ég er ekki að vænta þess af öllum borgarbúum. Ég velti einungis þessari spurningu upp með það í huga að borgarbúar sameinist alla vega í þeirri hugleiðingu sem hluti af alþjóðasamfélagi að hafa einn dag þar sem við sleppum því að neyta kjöts og þannig vonandi sköpum komandi kynslóðum betra umhverfi, betri náttúru og betri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir sem hafa áhuga eða fylgjast með loftslagsmálum hafa ekki látið það fram hjá sér fara að helstu leiðtogar heims og aðrir valdamenn eru nú staddir í París. Það er hægt að nálgast loftslagsmál frá svo mörgum sjónarhornum en mig langar aðeins að skoða hvað við í Reykjavik erum að gera og getum gert betur. Reykjavíkurborg hefur á síðustu árum verið dugleg að innleiða og framfylgja Grænum skrefum en þau snúast um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar og minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins í fjórum skrefum og nú eru rúmlega hundrað starfsstöðvar sem styðjast við þessi skref. Bláa tunnan var innleidd fyrir þremur árum og tel ég að hún hafi gert mikið gagn. Á einu ári varð aukning á flokkun pappírs um 400%. Nú stendur til að bjóða upp á að borgarbúar geti pantað græna tunnu fyrir plast og maður getur ekki annað en vonast eftir annari eins aukningu í flokkun borgarbúa á plasti. Fjölskyldan mín hefur einungis flokkað plast síðustu tvö ár og það var nánast sláandi að sjá hversu mikið plast safnaðist á einni viku. Nýtt aðalskipulag er einnig hluti af aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar sem leggur áherslu á vistvænar samgöngur og aðgerðir sem eiga að sporna gegn auknum útblástri gróðurhúsalofttegunda. Í þessu samhengi finnst mér einnig mikilvægt að nefna kjöt- og matvælaframleiðslu. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna er kjöt- og matvælaframleiðsla búpenings eða kvikfjár einn af þremur helstu orsakavöldum aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda og mér finnst umræðan því miður oft á skamman veg komin þegar kemur að þessum áhrifaþætti. Margar rannsóknir hafa sýnt að allur útblástur bíla, lesta, flugvéla og skipa sé minni en af völdum kjöt- og landbúnaðarframleiðslu.En hvernig tengist þetta þá Reykjavíkurborg? Árið 2009 lýstu borgaryfirvöld í belgísku borginni Ghent því yfir að þau ætluðu að hafa einn „veggiedag“ eða einn dag þar sem einungis væri grænmetisfæði á starfsstöðum sveitarfélagsins og eins hvöttu þau nærsamfélagið til hins sama. Þetta var fyrir 6 árum og á þeim tíma sögðu þau að ein aðalástæðan væri útblástur gróðurhúsalofttegunda og þeim bæri skylda að gera eitthvað. Eins væri hollt fyrir líkamann að hafa slíkan dag og auka fjölbreytni. Þetta verkefni hefur gengið vonum framar og er enn í fullum gangi. Gætum við ekki verið næsta Ghent, sú borg á Norðurlöndum sem stígur skref í þessa átt? Sjálf hef ég verið grænmetisæta í meira en áratug. Ég er ekki að vænta þess af öllum borgarbúum. Ég velti einungis þessari spurningu upp með það í huga að borgarbúar sameinist alla vega í þeirri hugleiðingu sem hluti af alþjóðasamfélagi að hafa einn dag þar sem við sleppum því að neyta kjöts og þannig vonandi sköpum komandi kynslóðum betra umhverfi, betri náttúru og betri framtíð.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun