Körfubolti

Jakob sterkur en handboltastrákarnir slappir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jakob í leik með Borås.
Jakob í leik með Borås. mynd/facebook
Jakob Örn Sigurðarson átti flottan leik fyrir Borås Basket í kvöld er liðið komst upp að hlið toppliðsins í sænsku úrvalsdeildinni.

Jakob Örn skoraði 17 stig í öruggum útisigri, 71-101. Borås komst þar með upp að hlið Södertalje og Norrköping á toppnum en Södertalje á leik inni.

Í sænska handboltanum voru óvænt úrslit er Malmö lagði Alingsås, 28-25, þar sem Leó Snær Pétursson komst ekki á blað í liði Malmö.

Atli Ævar Ingólfsson og félagar í Sävehof fengu á baukinn er Redbergslids kom í heimsókn. Lokatölur þar 22-28. Atli Ævar komst ekki á blað frekar en Leó Snær.

Savehof er í fjórða sæti deildarinnar en Malmö því fimmta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×