Körfubolti

Jakob og félagar nálgast toppliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jakob í leik með íslenska landsliðinu gegn því spænska á EuroBasket í sumar.
Jakob í leik með íslenska landsliðinu gegn því spænska á EuroBasket í sumar. vísir/valli.
Borås Basket minnkaði forystu Sodertälje Kings í tvö stig á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta með 12 stiga sigri, 100-88, á ecoÖrebro Basket í kvöld.

Jakob Örn Sigurðarson átti góðan leik í liði Borås. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði 14 stig, tók fjögur fráköst og gaf sex stoðsendingar, flestar í liði Borås.

Jakob nýtti fjögur af fimm skotum sínum inni í teig og tvö af átta skotum fyrir utan þriggja stiga línuna.

EcoÖrebro leiddi með þremur stigum í hálfleik, 47-50, en 3. leikhlutinn var eign Jakobs og félaga. Þeir spiluðu sterka vörn og héldu ecoÖrebro í aðeins 13 stigum á meðan þeir skoruðu sjálfir 31 stig.

Borås var komið með 15 stiga forystu, 78-63, fyrir lokaleikhlutann og sigurinn raun í höfn. EcoÖrebro vann 4. leikhlutann með þremur stigum en það dugði ekki til. Lokatölur 100-88, Borås í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×