Ég vil leggja niður fangelsi á Íslandi Björt Ólafsdóttir skrifar 14. desember 2015 11:02 Fangelsi eins og við þekkjum þau finnast mér verulega furðuleg pæling. Þá á ég líka við allt það sem að baki því liggur að samfélaginu finnist í lagi og bara góð hugmynd að loka fólk inni í ákveðinn tíma til að refsa því. Því samhliða er einhvern veginn gert ráð fyrir því að einangrunin og frelsissviptingin í sjálfri sér hafi kennt fólki góða lexíu. Að fólk verði sjálfkrafa betra fyrir vikið. Auðmjúkt jafnvel og tilbúið að snúa til baka í samfélagið sem betri borgarar. Sjá einnig: Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi Ekkert er meira fjarri. Ef aðeins lítillega er kafað ofan í hugmyndafræði einangrunar og refsistefnu er það augljóst mál, vísindalega sannað meira að segja, að þessi gamla hugmyndafræði er vitleysa. Byggð á engu öðru en fáfræði þess tíma. Við eigum svo sannarlega að vita betur í dag. Kerfið er samt sem áður alltaf eins. Allt tal um meiri betrun, mikilvægi samtals- og sálfræðimeðferðar og þessháttar, fer fyrir lítið því að fjárveitingavaldið stendur sig engan veginn við að fylgja því eftir. Og þeir sem að bestu þekkingu ættu að hafa um málefnið eru ekki stefnumótandi í því að skora ríkjandi hugmyndir á hólm. Á Íslandi hefur hugmyndafræðin í kringum refsivist og stofnanirnar sjálfar lítið sem ekkert breyst líklega síðustu 50 árin eða svo. Ef við erum ekki komin á þann stað eftir 50 ár að við lítum til baka á þetta form og hristum hausinn yfir heimskunni í okkur, þá verð ég illa svikin. Í fyrsta lagi vinnst nákvæmlega ekkert með því að loka fólk inni. Það er dýrt fyrir skattgreiðendur og það skilar ekki betri mönnum út í samfélagið að vist lokinni. Ef takmarkið er að hafa áhrif á manneskjur til hins betra, er það ekki gert með refsingum. Þetta er ekki bara einhver tilfinninginsemi, heldur staðreynd sem er margsönnuð af leiðandi fræðimönnum á sviði atferlissálfræði. Það þarf ekki að lesa nema inngang að almennri sálfræði sem að kennd er á menntaskólastigi til þess að vita að eina leiðin til þess að hafa áhrif á hegðun og breyta henni til langtíma er með því að beita hvatningu (jákvæðum styrkjum). Refsingar bara virka mun síður og skemur, og þá alltaf með hliðarverkunum sem eru neikvæðar. Því hef ég spurt: Hvernig getum við réttlætt það að geyma fólk í klefum í mörg ár jafnvel, sama hvað viðkomandi hefur gert, þegar við vitum þetta? Þetta er fullkomlega fáránlegt og ég skil ekki af hverju þetta er yfirhöfuð samþykkt fyrirkomulag. Einangrunar og refsistefna skilar ekki betra fólki út í samfélagið. Eða átti það ekki annars að vera markmiðið? Því ef ekki, ef pælingin er bara að skattgreiðendur reki batterí til þess eins að hefna á móti, þá getum við bara öll sagt af okkur sem manneskjur. Við getum sett þetta í samhengi við dýravelferð sem að mikið hefur verið rætt um að undanförnu og allir eru að sjálfsögðu brjálaðir út í það sem þar hefur sést. Af hverju er einangrun og kerfi sem býr systematískt til vanlíðan fanga í lagi? Sumir segja, flestir reyndar, að það sé nauðsynlegt að loka hrotta inni sem hafa gert á hlut annarra. Mögulega- og vonandi er þetta vegna þess að við þekkjum ekki aðrar leiðir. Ég tel líka að það sé mikilvægt að kippa hættulegum brotamönnum úr aðstæðum sínum til þess að vinna að því markvisst að hafa áhrif á viðkomandi til hins betra og til þess að vernda og tryggja öryggi brotaþola og borgara. Hins vegar finnst mér við vera hugmyndasnauð og föst í hættulegum gamaldags hugsunarhætti með útfærsluna sem við veljum. Ég tel – nei veit – að það væri betra (og að ekki sé minnst á ódýrara) að hafa til dæmis 12 manna teymi sálfræðings, stuðningsfulltrúa, massatrölla, geðlækna, presta, hvað sem þarf og virkar fyrir hvern fanga. Sem vinnur með viðkomandi dag og nótt. Það skilar árangri og er til einhvers gert. Svo ekki sé minnst á að þannig fyrirkomulag á eitthvað skylt við mannúð og nútíma hugmyndafræði. Svona fyrirkomulag þekkist með sérstaklega þunga einstaklinga á geðdeildum svo dæmi sé tekið. Það getur verið augljóslega veikt fólk sem dæmt hefur verið ósakhæft vegna hryllilegra glæpa eins og mannsmorðs. En svona kerfi, sé samstarfið milli mismunandi aðila og stuðningsnetið og ofið nógu þétt, getur og hefur, virkar mjög vel. Ég tók dæmið um bankamenn vísvitandi, þeir eru líkt og geislavirkir, og því hefur umræðan glóað. Tölum nú um burðardýrin í fíkniefnamálunum. Tölum um unga brotamenn sem koma aftur og aftur inn í fangelsin til að læra fagið betur og betur i hvert skipti. Tölum um alla aðra fanga sem við okkur ber skylda til að betra. Ef við ætlum á annað borð að taka okkur það gríðarlega vald að loka þau inni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björt Ólafsdóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fangelsi eins og við þekkjum þau finnast mér verulega furðuleg pæling. Þá á ég líka við allt það sem að baki því liggur að samfélaginu finnist í lagi og bara góð hugmynd að loka fólk inni í ákveðinn tíma til að refsa því. Því samhliða er einhvern veginn gert ráð fyrir því að einangrunin og frelsissviptingin í sjálfri sér hafi kennt fólki góða lexíu. Að fólk verði sjálfkrafa betra fyrir vikið. Auðmjúkt jafnvel og tilbúið að snúa til baka í samfélagið sem betri borgarar. Sjá einnig: Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi Ekkert er meira fjarri. Ef aðeins lítillega er kafað ofan í hugmyndafræði einangrunar og refsistefnu er það augljóst mál, vísindalega sannað meira að segja, að þessi gamla hugmyndafræði er vitleysa. Byggð á engu öðru en fáfræði þess tíma. Við eigum svo sannarlega að vita betur í dag. Kerfið er samt sem áður alltaf eins. Allt tal um meiri betrun, mikilvægi samtals- og sálfræðimeðferðar og þessháttar, fer fyrir lítið því að fjárveitingavaldið stendur sig engan veginn við að fylgja því eftir. Og þeir sem að bestu þekkingu ættu að hafa um málefnið eru ekki stefnumótandi í því að skora ríkjandi hugmyndir á hólm. Á Íslandi hefur hugmyndafræðin í kringum refsivist og stofnanirnar sjálfar lítið sem ekkert breyst líklega síðustu 50 árin eða svo. Ef við erum ekki komin á þann stað eftir 50 ár að við lítum til baka á þetta form og hristum hausinn yfir heimskunni í okkur, þá verð ég illa svikin. Í fyrsta lagi vinnst nákvæmlega ekkert með því að loka fólk inni. Það er dýrt fyrir skattgreiðendur og það skilar ekki betri mönnum út í samfélagið að vist lokinni. Ef takmarkið er að hafa áhrif á manneskjur til hins betra, er það ekki gert með refsingum. Þetta er ekki bara einhver tilfinninginsemi, heldur staðreynd sem er margsönnuð af leiðandi fræðimönnum á sviði atferlissálfræði. Það þarf ekki að lesa nema inngang að almennri sálfræði sem að kennd er á menntaskólastigi til þess að vita að eina leiðin til þess að hafa áhrif á hegðun og breyta henni til langtíma er með því að beita hvatningu (jákvæðum styrkjum). Refsingar bara virka mun síður og skemur, og þá alltaf með hliðarverkunum sem eru neikvæðar. Því hef ég spurt: Hvernig getum við réttlætt það að geyma fólk í klefum í mörg ár jafnvel, sama hvað viðkomandi hefur gert, þegar við vitum þetta? Þetta er fullkomlega fáránlegt og ég skil ekki af hverju þetta er yfirhöfuð samþykkt fyrirkomulag. Einangrunar og refsistefna skilar ekki betra fólki út í samfélagið. Eða átti það ekki annars að vera markmiðið? Því ef ekki, ef pælingin er bara að skattgreiðendur reki batterí til þess eins að hefna á móti, þá getum við bara öll sagt af okkur sem manneskjur. Við getum sett þetta í samhengi við dýravelferð sem að mikið hefur verið rætt um að undanförnu og allir eru að sjálfsögðu brjálaðir út í það sem þar hefur sést. Af hverju er einangrun og kerfi sem býr systematískt til vanlíðan fanga í lagi? Sumir segja, flestir reyndar, að það sé nauðsynlegt að loka hrotta inni sem hafa gert á hlut annarra. Mögulega- og vonandi er þetta vegna þess að við þekkjum ekki aðrar leiðir. Ég tel líka að það sé mikilvægt að kippa hættulegum brotamönnum úr aðstæðum sínum til þess að vinna að því markvisst að hafa áhrif á viðkomandi til hins betra og til þess að vernda og tryggja öryggi brotaþola og borgara. Hins vegar finnst mér við vera hugmyndasnauð og föst í hættulegum gamaldags hugsunarhætti með útfærsluna sem við veljum. Ég tel – nei veit – að það væri betra (og að ekki sé minnst á ódýrara) að hafa til dæmis 12 manna teymi sálfræðings, stuðningsfulltrúa, massatrölla, geðlækna, presta, hvað sem þarf og virkar fyrir hvern fanga. Sem vinnur með viðkomandi dag og nótt. Það skilar árangri og er til einhvers gert. Svo ekki sé minnst á að þannig fyrirkomulag á eitthvað skylt við mannúð og nútíma hugmyndafræði. Svona fyrirkomulag þekkist með sérstaklega þunga einstaklinga á geðdeildum svo dæmi sé tekið. Það getur verið augljóslega veikt fólk sem dæmt hefur verið ósakhæft vegna hryllilegra glæpa eins og mannsmorðs. En svona kerfi, sé samstarfið milli mismunandi aðila og stuðningsnetið og ofið nógu þétt, getur og hefur, virkar mjög vel. Ég tók dæmið um bankamenn vísvitandi, þeir eru líkt og geislavirkir, og því hefur umræðan glóað. Tölum nú um burðardýrin í fíkniefnamálunum. Tölum um unga brotamenn sem koma aftur og aftur inn í fangelsin til að læra fagið betur og betur i hvert skipti. Tölum um alla aðra fanga sem við okkur ber skylda til að betra. Ef við ætlum á annað borð að taka okkur það gríðarlega vald að loka þau inni.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun