Íslenski boltinn

Stjarnan krækti í Ævar Inga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ævar Ingi við undirritunina í dag.
Ævar Ingi við undirritunina í dag. Mynd/Stjarnan
Ævar Ingi Jóhannesson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Stjörnuna en hann kemur til félagsins frá KA.

Ævar Ingi átti eitt ár eftir af samningi sínum við KA en hefur verið eftir sóttur af liðum í Pepsi-deild karla í haust. Breiðablik lýsti meðal annars yfir áhuga sínum á kappanum.

Hann skoraði níu mörk í nítján deildarleikjum með KA í sumar og þrjú mörk í fjórum bikarleikjum. Ævar Ingi, sem er tvítugur, hefur leikið allan sinn feril með KA.

Ævar Ingi vann sér sæti í U-21 liði Íslands á árinu og hefur spilað með liðinu í undankeppni EM 2017. Hann á einnig fjölda leikja að baki með U-19 og U-17 landsliðum Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×