Körfubolti

Körfuboltatrúðurinn kvaddi í gær | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Meadowlark Lemon.
Meadowlark Lemon. Vísir/Getty
Meadowlark Lemon, fyrrum leikmaður körfuboltagrínliðsins Harlem Globetrotters, lést í gær 83 ára gamall, og körfuboltaheimurinn hefur minnst þessa merka manns í dag.

Meadowlark Lemon varð heimsfrægur fyrir leik sinn með Harlem Globetrotters en hann var einn af aðalstjörnum liðsins í 24 ár.

Meadowlark Lemon var mikill grínisti og einn af þeim sem átti hvað mestan þátt í að útfæra það sem heimurinn þekkir nú sem körfuboltagrínliðið Harlem Globetrotters. Hann var þekktur undir nafninu „Clown Prince of Basketball".

Meadowlark Lemon var tekinn inn í heiðurshöll körfuboltans árið 2003 og þar talaði hann um að aðalmarkmið hans hafi verið að gleðja fólk.

Meadowlark Lemon var mikill skemmtikraftur og uppskar alltaf mikil hlátrasköll í stúkunni þegar hann fíflaði andstæðinga og jafnvel dómara upp úr skónum.

Meadowlark Lemon spilaði síðast með Harlem Globetrotters liðinu árið 1979.

Hann skilur ekki aðeins eftir sig goðsagnastöðu innan körfuboltaheimsins því hann eignaðist alls tíu börn á sinni ævi eða þau Richard, George, Beverly, Donna, Robin, Jonathan, Jamison, Angela, Crystal og Caleb,

Hér fyrir neðan má sjá nokkra fréttamiðla minnast þessa einstaka manns og þar má sjá nokkur brot með honum í stuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×