Öldruðum refsað fyrir hjónaband og sambúð! Björgvin Guðmundsson skrifar 22. janúar 2015 07:00 Mikil viðbrögð voru við grein minni um skammarlega lágan lífeyri eldri borgara, sem birtist í Fréttablaðinu 8. þ.m. Ég fékk margar upphringingar út af greininni. Tekið var undir það að hækka þyrfti lífeyrinn ríflega svo unnt væri að lifa mannsæmandi lífi af honum en það væri ekki unnt í dag. Nokkrir bentu á, að þó lífeyrir einhleypinga frá TR væri lágur væri hann enn lægri hjá þeim, sem væru í hjónabandi eða í sambúð. (Í báðum tilvikum miðað við þá, sem einungis hafa tekjur frá TR.) Það er rétt. Þeir eldri borgarar sem eru í hjónabandi eða í sambúð fá lægri lífeyri en hinir, sem búa einir. Spurningin er sú, hvort það sé réttlátt. Ég tel svo ekki vera. Það er búið að afnema það, að tekjur maka skerði lífeyri aldraðra frá almannatryggingum. Það var mannréttindabrot, að svo skyldi gert. En er það ekki líka mannréttindabrot að skerða lífeyri þeirra eldri borgara, sem búa með öðrum? Ég tel svo vera. Það á að afnema þessar skerðingar bæði hjá öldruðum og öryrkjum. Þessi lífeyrir er svo lágur, að það er út í hött að skerða hann vegna hjónabands eða sambúðar.Afnám skerðingar tímabært Ef litið er á þær fjárhæðir, sem lífeyrisþegar fá frá TR í janúar 2015 kemur eftirfarandi í ljós: Lífeyrir aldraðra sem búa einir er 192 þús. kr. á mánuði eftir skatt. Lífeyrir þeirra sem búa með öðrum er 172 þús. kr. á mánuði eftir skatt (hefur hækkað í janúar). Þetta er skerðing, sem nemur 20 þús. kr. á mánuði. Það er óeðlileg skerðing. Það á ekki að refsa öldruðum fyrir að vera í hjónabandi eða í sambúð. Það eru mannréttindi, að eldri borgarar haldi sömu upphæð lífeyris frá TR hvort sem þeir búa einir eða með öðrum. Árum saman var það mannréttindabrot framið á eldri borgurum, að lífeyrir þeirra frá almannatryggingum var skertur vegna tekna maka. Það var afnumið 2008. Það er tími til kominn að afnema skerðingu lífeyris vegna búsetu með öðrum. Það er alltaf verið að fremja mannréttindabrot á öldruðum og öryrkjum. Þegar kjör lífeyrisþega voru skert 1. júlí 2009 vegna efnahagsáfalls þjóðarinnar tel ég, að mannréttindabrot hafi verið framið. Það er kveðið svo á í mannréttindasáttmálum, sem Ísland hefur samþykkt, að áður en kjör lífeyrisþega eru færð til baka vegna efnahagsáfalla skuli leitað annarra leiða. Það var ekki gert 2009.Ríkið skuldar lífeyrisþegum Ríkið skuldar lífeyrisþegum 12,6 milljarða kr. vegna kjaraskerðingarinnar frá 2009. Og ríkið skuldar öldruðum og öryrkjum 17 milljarða vegna kjaragliðnunar krepputímans. Lífeyrisþegar hafa ekki efni á því að lána ríkinu þessar upphæðir lengur. Þeir þurfa að fá þær greiddar strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Mikil viðbrögð voru við grein minni um skammarlega lágan lífeyri eldri borgara, sem birtist í Fréttablaðinu 8. þ.m. Ég fékk margar upphringingar út af greininni. Tekið var undir það að hækka þyrfti lífeyrinn ríflega svo unnt væri að lifa mannsæmandi lífi af honum en það væri ekki unnt í dag. Nokkrir bentu á, að þó lífeyrir einhleypinga frá TR væri lágur væri hann enn lægri hjá þeim, sem væru í hjónabandi eða í sambúð. (Í báðum tilvikum miðað við þá, sem einungis hafa tekjur frá TR.) Það er rétt. Þeir eldri borgarar sem eru í hjónabandi eða í sambúð fá lægri lífeyri en hinir, sem búa einir. Spurningin er sú, hvort það sé réttlátt. Ég tel svo ekki vera. Það er búið að afnema það, að tekjur maka skerði lífeyri aldraðra frá almannatryggingum. Það var mannréttindabrot, að svo skyldi gert. En er það ekki líka mannréttindabrot að skerða lífeyri þeirra eldri borgara, sem búa með öðrum? Ég tel svo vera. Það á að afnema þessar skerðingar bæði hjá öldruðum og öryrkjum. Þessi lífeyrir er svo lágur, að það er út í hött að skerða hann vegna hjónabands eða sambúðar.Afnám skerðingar tímabært Ef litið er á þær fjárhæðir, sem lífeyrisþegar fá frá TR í janúar 2015 kemur eftirfarandi í ljós: Lífeyrir aldraðra sem búa einir er 192 þús. kr. á mánuði eftir skatt. Lífeyrir þeirra sem búa með öðrum er 172 þús. kr. á mánuði eftir skatt (hefur hækkað í janúar). Þetta er skerðing, sem nemur 20 þús. kr. á mánuði. Það er óeðlileg skerðing. Það á ekki að refsa öldruðum fyrir að vera í hjónabandi eða í sambúð. Það eru mannréttindi, að eldri borgarar haldi sömu upphæð lífeyris frá TR hvort sem þeir búa einir eða með öðrum. Árum saman var það mannréttindabrot framið á eldri borgurum, að lífeyrir þeirra frá almannatryggingum var skertur vegna tekna maka. Það var afnumið 2008. Það er tími til kominn að afnema skerðingu lífeyris vegna búsetu með öðrum. Það er alltaf verið að fremja mannréttindabrot á öldruðum og öryrkjum. Þegar kjör lífeyrisþega voru skert 1. júlí 2009 vegna efnahagsáfalls þjóðarinnar tel ég, að mannréttindabrot hafi verið framið. Það er kveðið svo á í mannréttindasáttmálum, sem Ísland hefur samþykkt, að áður en kjör lífeyrisþega eru færð til baka vegna efnahagsáfalla skuli leitað annarra leiða. Það var ekki gert 2009.Ríkið skuldar lífeyrisþegum Ríkið skuldar lífeyrisþegum 12,6 milljarða kr. vegna kjaraskerðingarinnar frá 2009. Og ríkið skuldar öldruðum og öryrkjum 17 milljarða vegna kjaragliðnunar krepputímans. Lífeyrisþegar hafa ekki efni á því að lána ríkinu þessar upphæðir lengur. Þeir þurfa að fá þær greiddar strax.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun