Reykjavík ekki aldursvæn borg enn Björgvin Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Nokkuð vantar á það í dag,að staða og kjör eldri borgara í Reykjavík sé i það góðu lagi,að borgin geti talist aldursvæn borg. Reykjavíkurborg verður því að taka sig á í málefnum eldri borgara, ætli hún að ná þessu takmarki. Borgin þarf að bæta kjör eldri borgara. Borgin þarf að bæta stöðu aldraðra. Verst er ástandið varðandi rými á hjúkrunarheimilum í Reykjavík. Biðlistar eru mjög langir eftir slíku rými. Ástandið í heimahjúkrun er heldur ekki nógu gott. Sú starfsemi er stórlega undirmönnuð Borgin kippir að sér hendinni í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborg heldur uppi margvíslegri félagsstarfsemi fyrir eldri borgara. Borgin rekur 17 félagsmiðstöðvar víðs vegar um borgina. Það er af hinu góða. En síðustu árin hafa mál þróast þannig í þessum félagsmiðstöðvum, að Reykjavíkurborg hefur kippt að sér hendinni varðandi fjárveitingar til þessarar starfsemi. Borgin hefur fellt niður greiðslur til leiðbeinenda á ýmsum námskeiðum, í danskennslu og í annarri starfsemi. Eldri borgarar hafa sjálfir orðið að borga leiðbeinendum í vissum tilvikum eftir að borgin felldi niður greiðslur. Jafnframt hafa gjaldskrár fyrir þjónustu, sem borgin veitir eldri borgurum, verið hækkaðar, nú síðast um síðustu áramót.Hrakið frá félagsmiðstöðvum Gjöld, sem borgin innheimtir af eldri borgurum, eru ekki há. Hækkanir eru ekki miklar. En láglaunafólk meðal eldri borgara finnur mikið fyrir því þegar þessi gjöld hækka. Eru mörg dæmi um það, að eldri borgarar hafa hætt í þessu félagsstarfi vegna hækkana á gjaldskrám. Þegar engir peningar eru til, verða lágar upphæðir fyrir félagsstarf aldraðra háar. Þess verður vart í umræðu um málefni aldraðra, að sumum finnst sem eldri borgarar þurfi engar kjarabætur. Þeir hafi það ágætt. Það rétta er, að hagur eldri borgara er mjög misjafn. Sumir hafa það gott, einkum þeir, sem eiga skuldlaust húsnæði en aðrir eldri borgarar búa við mjög bág kjör og þurfa að greiða háar upphæðir í húsaleigu. Í slíkum tilvikum dugar ellilífeyrir ekki fyrir brýnustu þörfum. Þetta þurfa ráðamenn Reykjavíkurborgar að skilja þegar gjaldskrár eru hækkaðar og borgin hættir að greiða fyrir þjónustu við aldraða.Gjöld verði lækkuð Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík tók þessi mál fyrir á fundi sínum í desember sl. Þar var samþykkt að skora á Reykjavíkurborg að lækka verð á þjónustu, sem veitt er eldri borgurum. Borgin hefur leitað eftir því við WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, að verða útnefnd aldursvæn borg. Eigi það að ganga eftir verður að lækka verð á þjónustu til eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð vantar á það í dag,að staða og kjör eldri borgara í Reykjavík sé i það góðu lagi,að borgin geti talist aldursvæn borg. Reykjavíkurborg verður því að taka sig á í málefnum eldri borgara, ætli hún að ná þessu takmarki. Borgin þarf að bæta kjör eldri borgara. Borgin þarf að bæta stöðu aldraðra. Verst er ástandið varðandi rými á hjúkrunarheimilum í Reykjavík. Biðlistar eru mjög langir eftir slíku rými. Ástandið í heimahjúkrun er heldur ekki nógu gott. Sú starfsemi er stórlega undirmönnuð Borgin kippir að sér hendinni í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborg heldur uppi margvíslegri félagsstarfsemi fyrir eldri borgara. Borgin rekur 17 félagsmiðstöðvar víðs vegar um borgina. Það er af hinu góða. En síðustu árin hafa mál þróast þannig í þessum félagsmiðstöðvum, að Reykjavíkurborg hefur kippt að sér hendinni varðandi fjárveitingar til þessarar starfsemi. Borgin hefur fellt niður greiðslur til leiðbeinenda á ýmsum námskeiðum, í danskennslu og í annarri starfsemi. Eldri borgarar hafa sjálfir orðið að borga leiðbeinendum í vissum tilvikum eftir að borgin felldi niður greiðslur. Jafnframt hafa gjaldskrár fyrir þjónustu, sem borgin veitir eldri borgurum, verið hækkaðar, nú síðast um síðustu áramót.Hrakið frá félagsmiðstöðvum Gjöld, sem borgin innheimtir af eldri borgurum, eru ekki há. Hækkanir eru ekki miklar. En láglaunafólk meðal eldri borgara finnur mikið fyrir því þegar þessi gjöld hækka. Eru mörg dæmi um það, að eldri borgarar hafa hætt í þessu félagsstarfi vegna hækkana á gjaldskrám. Þegar engir peningar eru til, verða lágar upphæðir fyrir félagsstarf aldraðra háar. Þess verður vart í umræðu um málefni aldraðra, að sumum finnst sem eldri borgarar þurfi engar kjarabætur. Þeir hafi það ágætt. Það rétta er, að hagur eldri borgara er mjög misjafn. Sumir hafa það gott, einkum þeir, sem eiga skuldlaust húsnæði en aðrir eldri borgarar búa við mjög bág kjör og þurfa að greiða háar upphæðir í húsaleigu. Í slíkum tilvikum dugar ellilífeyrir ekki fyrir brýnustu þörfum. Þetta þurfa ráðamenn Reykjavíkurborgar að skilja þegar gjaldskrár eru hækkaðar og borgin hættir að greiða fyrir þjónustu við aldraða.Gjöld verði lækkuð Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík tók þessi mál fyrir á fundi sínum í desember sl. Þar var samþykkt að skora á Reykjavíkurborg að lækka verð á þjónustu, sem veitt er eldri borgurum. Borgin hefur leitað eftir því við WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, að verða útnefnd aldursvæn borg. Eigi það að ganga eftir verður að lækka verð á þjónustu til eldri borgara.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun