Eitraður moli Al-Thani dóms Heiðrún Lind Marteinsdóttir hdl skrifar 4. mars 2015 07:00 Dómur Hæstaréttar í Al-Thani málinu er allrar athygli verður. Þrátt fyrir að hinni efnislegu niðurstöðu verði ekki breytt, er nauðsynlegt að fjalla um einstakar forsendur niðurstöðu Hæstaréttar. Í þessum örpistli er aðeins ráðrúm til að beina sjónum að einum anga málsins. Varðar hann hlerun símtala sakborninga við verjendur. Samkvæmt 36. gr. sakamálalaga er verjanda heimilt að tala einslega við skjólstæðing. Þá er einnig kveðið á um það í 85. gr. sakamálalaga að ef upptökur hafa að geyma samtöl eða önnur samskipti sakbornings við verjanda skal eyða þeim þegar í stað. Upptökur símtala eru í höndum fjarskiptafyrirtækja. Í Al-Thani málinu lá fyrir að tekin voru upp samtöl tveggja sakborninga við verjendur og að símtölunum var ekki eytt þegar í stað. Í niðurstöðu Hæstaréttar eru mótbárur sakborninga vegna þessa að engu hafðar. Byggir á því að þessi gögn hafi ekki verið nýtt til sönnunar, auk þess sem Hæstiréttur fær ekki „séð hvernig lögregla gæti almennt hagað aðgerðum við hlustun síma sakbornings á annan hátt en gert var í þessu tilviki […], enda verður hvorki séð fyrir hvort símtal sakbornings kunni að vera við verjanda fremur en annan né hefur lögregla heimild í XI. kafla laga nr. 88/2008 til að fela öðrum framkvæmd þessa inngrips í friðhelgi einkalífs manna að hlusta á símtöl þeirra.“ Niðurstaða þessi vekur ugg. Ekki er hægt að tryggja grundvallarrétt sakaðs manns til trúnaðarsamtals við verjanda ef það kemur í hlut rannsakanda að kanna hvort samtöl séu við verjanda og hvort þau njóti trúnaðar. Aukinheldur er alþekkt erlendis að framkvæmd er hagað öðruvísi. Af niðurstöðum Mannréttindadómstóls Evrópu má ráða að það fari gegn 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) að starfsmaður stjórnvalds framkvæmi rannsókn á því hvort upptekin símtöl séu við verjanda og hvort þeim skuli eytt. Þetta var m.a. staðfest í máli Kopp gegn Sviss, þar sem dómstóllinn fann að því að yfirmaður lögfræðisviðs svissnesku póstþjónustunnar, sem var ríkisrekin, hafi haft umsjón með þessu verki án eftirlits sjálfstæðs dómara. Í máli Aalmoes gegn Hollandi var það hins vegar talið samrýmanlegt 8. gr. MSE að aðili frá hollenska lögmannafélaginu hefði aðkomu að mati á því hvaða símtöl væru háð trúnaði. Álitaefni þessi eru nátengd rétti sakbornings til réttlátrar málsmeðferðar skv. 6. gr. MSE og fyrrgreindri 36. gr. sakamálalaga. Megi skilja niðurstöðu Hæstaréttar á þann veg að sakamálalög heimili ekki aðra framkvæmd en þá sem viðhöfð var í Al-Thani málinu, verður löggjafinn að bæta úr án tafar. Tryggi lögin ekki þessi grundvallarréttindi sakbornings, hefur íslenska ríkið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Dómur Hæstaréttar í Al-Thani málinu er allrar athygli verður. Þrátt fyrir að hinni efnislegu niðurstöðu verði ekki breytt, er nauðsynlegt að fjalla um einstakar forsendur niðurstöðu Hæstaréttar. Í þessum örpistli er aðeins ráðrúm til að beina sjónum að einum anga málsins. Varðar hann hlerun símtala sakborninga við verjendur. Samkvæmt 36. gr. sakamálalaga er verjanda heimilt að tala einslega við skjólstæðing. Þá er einnig kveðið á um það í 85. gr. sakamálalaga að ef upptökur hafa að geyma samtöl eða önnur samskipti sakbornings við verjanda skal eyða þeim þegar í stað. Upptökur símtala eru í höndum fjarskiptafyrirtækja. Í Al-Thani málinu lá fyrir að tekin voru upp samtöl tveggja sakborninga við verjendur og að símtölunum var ekki eytt þegar í stað. Í niðurstöðu Hæstaréttar eru mótbárur sakborninga vegna þessa að engu hafðar. Byggir á því að þessi gögn hafi ekki verið nýtt til sönnunar, auk þess sem Hæstiréttur fær ekki „séð hvernig lögregla gæti almennt hagað aðgerðum við hlustun síma sakbornings á annan hátt en gert var í þessu tilviki […], enda verður hvorki séð fyrir hvort símtal sakbornings kunni að vera við verjanda fremur en annan né hefur lögregla heimild í XI. kafla laga nr. 88/2008 til að fela öðrum framkvæmd þessa inngrips í friðhelgi einkalífs manna að hlusta á símtöl þeirra.“ Niðurstaða þessi vekur ugg. Ekki er hægt að tryggja grundvallarrétt sakaðs manns til trúnaðarsamtals við verjanda ef það kemur í hlut rannsakanda að kanna hvort samtöl séu við verjanda og hvort þau njóti trúnaðar. Aukinheldur er alþekkt erlendis að framkvæmd er hagað öðruvísi. Af niðurstöðum Mannréttindadómstóls Evrópu má ráða að það fari gegn 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) að starfsmaður stjórnvalds framkvæmi rannsókn á því hvort upptekin símtöl séu við verjanda og hvort þeim skuli eytt. Þetta var m.a. staðfest í máli Kopp gegn Sviss, þar sem dómstóllinn fann að því að yfirmaður lögfræðisviðs svissnesku póstþjónustunnar, sem var ríkisrekin, hafi haft umsjón með þessu verki án eftirlits sjálfstæðs dómara. Í máli Aalmoes gegn Hollandi var það hins vegar talið samrýmanlegt 8. gr. MSE að aðili frá hollenska lögmannafélaginu hefði aðkomu að mati á því hvaða símtöl væru háð trúnaði. Álitaefni þessi eru nátengd rétti sakbornings til réttlátrar málsmeðferðar skv. 6. gr. MSE og fyrrgreindri 36. gr. sakamálalaga. Megi skilja niðurstöðu Hæstaréttar á þann veg að sakamálalög heimili ekki aðra framkvæmd en þá sem viðhöfð var í Al-Thani málinu, verður löggjafinn að bæta úr án tafar. Tryggi lögin ekki þessi grundvallarréttindi sakbornings, hefur íslenska ríkið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar