Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar 27. október 2025 06:02 Ímyndaðu þér heim þar sem rúðuþurrkan hefur aldrei verið fundin upp. Þar sem grunnurinn að tölvuforritun hefur aldrei verið lagður. Þar sem milljónir manna deyja enn úr malaríu vegna þess að enginn hefur uppgötvað artemisinín. Ímyndaðu þér nú að þessar uppfinningar hafi verið til allan tímann, en uppfinningamönnunum hafi verið hafnað, þeir hundsaðir eða vanfjármagnaðir vegna þess eins að þeir voru konur! Þessi heimur er ekki tilbúinn saga. Þetta er veruleiki kvenna í nýsköpun í dag. Í gegnum söguna hafa konur verið tiltölulega ósýnilegar í tengslum við nýsköpun: • Mary Anderson (1866-1953), sem fann upp rúðuþurrkuna, var ein af þeim, en bílaframleiðendur hlógu að henni og sögðu að þessi uppfinning væri ekki „nauðsynleg“. • Ada Lovelace (1815-1852), var fyrsti tölvuforritarinn, en framlag hennar var grafið í áratugi. Fyrr á öldum voru allar helstu uppfinningar eignaðar körlum. En hvernig er þetta í dag? Við höfum örugglega þroskast? Konur hafa vissulega jöfn tækifæri í nýsköpunar umhverfinu. En veruleikinn er sá að árið 2024 fengu kvennafyrirtæki aðeins 2% af alþjóðlegri áhættufjárfestingu í nýsköpun. Tvö prósent! Það þýðir að af hverjum 100 dollurum sem fjárfest er í nýjum hugmyndum fara 98 dollarar til karla en einungis 2 dollarar til kvenna í nýsköpun. Það er ekki vegna þess að konur eru ekki að skapa nýjungar. Konur stofna fyrirtæki út um allan heim. Þær sækja um einkaleyfi, stjórna rannsóknarstofum og byggja upp tækni sem gæti breytt heiminum. En þær standa frammi fyrir lokuðum dyrum þegar kemur að fjármögnun, sérstaklega þegar kemur að framhalds fjármögnun. En hvers vegna aðeins 2%? Það er ekki vegna þess að konum skorti hæfileika. Þetta er ekki vegna þess að konum skorti metnað. Þetta er vegna þess að þeim skortir aðgang að tengslanetum til dæmis. Áhættufjárfestinga sjóðir eru enn strákaklúbbar. Yfir 80% af áhættufjárfestum eru karlar. Almennt hafa menn tilhneigingu til að fjármagna þá sem þeir tengjast eða geta samsamað sig með og konur eru oft útilokaðar frá óformlegum tengslanetum, þar sem samningar eru gerðir. Það getur verið að um hlutdrægni sé að ræða. Á kynningarfundum hjá fjárfestum eru karlkyns stofnendur fyrirtækja oft spurðir: „Hversu stórt gæti þetta orðið?“ Konur eru hins vegar oft spurðar: „Hvernig ætlið þið að forðast mistök?“ Þessar mismunandi spurningar leiða til mjög mismunandi niðurstaðna. Það getur verið fyrirfram ákveðin tilhneiging að áætla að fyrirtæki sem eru undir forystu kvenna hafi staðalímynd sem „sérhæfð“ (niche), jafnvel þó þau hafi milljarða dollara markað. Rannsóknir sýna samt að sprotafyrirtæki stofnuð af konum standa sig 63% betur en karlkyns jafningjar þeirra. Þetta er ekki bara óréttlátt. Það er efnahagslega órökrétt. Af hverju skiptir þetta máli? Þegar konur eru útilokaðar frá nýsköpunarvistkerfinu þá töpum við öll. Hvað getum við þá gert? Í fyrsta lagi geta fjárfestar spurt sjálfan sig: “Er ég að fjármagna bestu hugmyndirnar eða kunnuglegustu andlitin?” Í öðru lagi geta leiðbeinendur og mentorar kvenna í nýsköpun, komið þeim á framfæri innan síns tengslanets. Í þriðja lagi eiga stjórnmálamenn að horfa á sönnunargögnin. 2% segja allt sem segja þarf! Ísland stóð sig þó aðeins betur árið 2024 en þá fór um 20% fjármagns í fyrirtæki eingöngu stofnuð af konum eða með blönduð teymi. Í fjórða lagi geta allir tekið þátt í því að fagna nýsköpun kvenna með því að ræða um og deila sögum af þeirra framtakssemi. Þess vegna ætla ég að nota tækifærið og segja frá nokkrum íslenskum konum sem allar eiga það sameiginlegt að hafa fengið viðurkenningu í október 2025 fyrir sína nýsköpun. Fyrst vil ég nefna Julie Encausse sem hefur búið á Íslandi síðastliðin 15 ár, er gift íslenskum manni og á 2 börn. Hún er GlobalWIIN uppfinningakona ársins 2025 fyrir hugmyndina sína, sem er að nota þaralausn til að húða grænmeti, í stað þess að nota plastumbúðir. Margrét Júlíana Sigurðardóttir er raðfrumkvöðull en hún hefur tvisvar sinnum fengið GlobalWIIN viðurkenningu, fyrst 2017 fyrir Mussila sem er tónlistarkennslu app fyrir börn og svo 2025 fyrir Moombix sem er eins og Airbnb fyrir tónlistarkennara og nemendur. Svana Gísla sem er kvikmyndaframleiðandi og búsett í London, fékk GlobalWIIN viðurkenningu 2025 fyrir upplifunarhönnun á ABBA Voyage sýningunni. Dr. Svanborg Rannveig Jónsdóttir fékk GlobalWIIN viðurkenningu 2025 fyrir hennar framlag til komandi kynslóða með uppgötvunarkennslu, síðastliðin 30 ár. Dr. Þorbjörg Jensdóttir fékk GlobalWIIN viðurkenningu 2017 fyrir uppfinninguna Hap+, sem er brjóstsykur sem eykur munnvatnsflæðið. Hún var að fá silfurviðurkenningu í október 2025 fyrir Hap+, á uppfinningasýningu sem haldin var í Zagreb í Króatíu í tengslum við aðalfund IFIA, (alþjóðasamtök uppfinningafélaga). Julie Encausse fékk gullviðurkenningu í Zagrebí október 2025, fyrir hugmyndina um að húða grænmeti með þaralausn í stað plastnotkunar. Sunna Ólafsdóttir Wallevik og hennar teymi í Álvit fengu gullviðurkenningu í Zagreb í október 2025, fyrir umhverfisvænt bindiefni til að nota í áliðnaði. Þau fengu einnig sérstaka gullviðurkenningu frá CIA, samtökum uppfinningafélaga í Kína, á sýningunni í Zagreb. Þetta eru allt frábærar uppfinningar sem vekja heimsathygli og fá alþjóðlegar viðurkenningar, en spurningin er hvort þær fá nægilega fjármögnun til að taka flugið inn á alþjóðamarkað. Því þegar konur í nýsköpun eru metnar að verðleikum, þá nær mannkynið að taka stökk áfram, ekki bara eitt skref í einu. Tryggjum að næsta “Ada Lovelace” þurfi ekki að bíða í 200 ár eftir að uppfinning hennar verði fjármögnuð til fulls árangurs. Höfundur er varaforseti IFIA, forseti Evrópudeildar GlobalWIIN, stofnandi og formaður KVENN, félag kvenna í nýsköpun, formaður nýsköpunarnefndar FKA, stjórnarmaður í SFH, Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna og stjórnarmaður í FNyF, nýsköpun fyrir öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér heim þar sem rúðuþurrkan hefur aldrei verið fundin upp. Þar sem grunnurinn að tölvuforritun hefur aldrei verið lagður. Þar sem milljónir manna deyja enn úr malaríu vegna þess að enginn hefur uppgötvað artemisinín. Ímyndaðu þér nú að þessar uppfinningar hafi verið til allan tímann, en uppfinningamönnunum hafi verið hafnað, þeir hundsaðir eða vanfjármagnaðir vegna þess eins að þeir voru konur! Þessi heimur er ekki tilbúinn saga. Þetta er veruleiki kvenna í nýsköpun í dag. Í gegnum söguna hafa konur verið tiltölulega ósýnilegar í tengslum við nýsköpun: • Mary Anderson (1866-1953), sem fann upp rúðuþurrkuna, var ein af þeim, en bílaframleiðendur hlógu að henni og sögðu að þessi uppfinning væri ekki „nauðsynleg“. • Ada Lovelace (1815-1852), var fyrsti tölvuforritarinn, en framlag hennar var grafið í áratugi. Fyrr á öldum voru allar helstu uppfinningar eignaðar körlum. En hvernig er þetta í dag? Við höfum örugglega þroskast? Konur hafa vissulega jöfn tækifæri í nýsköpunar umhverfinu. En veruleikinn er sá að árið 2024 fengu kvennafyrirtæki aðeins 2% af alþjóðlegri áhættufjárfestingu í nýsköpun. Tvö prósent! Það þýðir að af hverjum 100 dollurum sem fjárfest er í nýjum hugmyndum fara 98 dollarar til karla en einungis 2 dollarar til kvenna í nýsköpun. Það er ekki vegna þess að konur eru ekki að skapa nýjungar. Konur stofna fyrirtæki út um allan heim. Þær sækja um einkaleyfi, stjórna rannsóknarstofum og byggja upp tækni sem gæti breytt heiminum. En þær standa frammi fyrir lokuðum dyrum þegar kemur að fjármögnun, sérstaklega þegar kemur að framhalds fjármögnun. En hvers vegna aðeins 2%? Það er ekki vegna þess að konum skorti hæfileika. Þetta er ekki vegna þess að konum skorti metnað. Þetta er vegna þess að þeim skortir aðgang að tengslanetum til dæmis. Áhættufjárfestinga sjóðir eru enn strákaklúbbar. Yfir 80% af áhættufjárfestum eru karlar. Almennt hafa menn tilhneigingu til að fjármagna þá sem þeir tengjast eða geta samsamað sig með og konur eru oft útilokaðar frá óformlegum tengslanetum, þar sem samningar eru gerðir. Það getur verið að um hlutdrægni sé að ræða. Á kynningarfundum hjá fjárfestum eru karlkyns stofnendur fyrirtækja oft spurðir: „Hversu stórt gæti þetta orðið?“ Konur eru hins vegar oft spurðar: „Hvernig ætlið þið að forðast mistök?“ Þessar mismunandi spurningar leiða til mjög mismunandi niðurstaðna. Það getur verið fyrirfram ákveðin tilhneiging að áætla að fyrirtæki sem eru undir forystu kvenna hafi staðalímynd sem „sérhæfð“ (niche), jafnvel þó þau hafi milljarða dollara markað. Rannsóknir sýna samt að sprotafyrirtæki stofnuð af konum standa sig 63% betur en karlkyns jafningjar þeirra. Þetta er ekki bara óréttlátt. Það er efnahagslega órökrétt. Af hverju skiptir þetta máli? Þegar konur eru útilokaðar frá nýsköpunarvistkerfinu þá töpum við öll. Hvað getum við þá gert? Í fyrsta lagi geta fjárfestar spurt sjálfan sig: “Er ég að fjármagna bestu hugmyndirnar eða kunnuglegustu andlitin?” Í öðru lagi geta leiðbeinendur og mentorar kvenna í nýsköpun, komið þeim á framfæri innan síns tengslanets. Í þriðja lagi eiga stjórnmálamenn að horfa á sönnunargögnin. 2% segja allt sem segja þarf! Ísland stóð sig þó aðeins betur árið 2024 en þá fór um 20% fjármagns í fyrirtæki eingöngu stofnuð af konum eða með blönduð teymi. Í fjórða lagi geta allir tekið þátt í því að fagna nýsköpun kvenna með því að ræða um og deila sögum af þeirra framtakssemi. Þess vegna ætla ég að nota tækifærið og segja frá nokkrum íslenskum konum sem allar eiga það sameiginlegt að hafa fengið viðurkenningu í október 2025 fyrir sína nýsköpun. Fyrst vil ég nefna Julie Encausse sem hefur búið á Íslandi síðastliðin 15 ár, er gift íslenskum manni og á 2 börn. Hún er GlobalWIIN uppfinningakona ársins 2025 fyrir hugmyndina sína, sem er að nota þaralausn til að húða grænmeti, í stað þess að nota plastumbúðir. Margrét Júlíana Sigurðardóttir er raðfrumkvöðull en hún hefur tvisvar sinnum fengið GlobalWIIN viðurkenningu, fyrst 2017 fyrir Mussila sem er tónlistarkennslu app fyrir börn og svo 2025 fyrir Moombix sem er eins og Airbnb fyrir tónlistarkennara og nemendur. Svana Gísla sem er kvikmyndaframleiðandi og búsett í London, fékk GlobalWIIN viðurkenningu 2025 fyrir upplifunarhönnun á ABBA Voyage sýningunni. Dr. Svanborg Rannveig Jónsdóttir fékk GlobalWIIN viðurkenningu 2025 fyrir hennar framlag til komandi kynslóða með uppgötvunarkennslu, síðastliðin 30 ár. Dr. Þorbjörg Jensdóttir fékk GlobalWIIN viðurkenningu 2017 fyrir uppfinninguna Hap+, sem er brjóstsykur sem eykur munnvatnsflæðið. Hún var að fá silfurviðurkenningu í október 2025 fyrir Hap+, á uppfinningasýningu sem haldin var í Zagreb í Króatíu í tengslum við aðalfund IFIA, (alþjóðasamtök uppfinningafélaga). Julie Encausse fékk gullviðurkenningu í Zagrebí október 2025, fyrir hugmyndina um að húða grænmeti með þaralausn í stað plastnotkunar. Sunna Ólafsdóttir Wallevik og hennar teymi í Álvit fengu gullviðurkenningu í Zagreb í október 2025, fyrir umhverfisvænt bindiefni til að nota í áliðnaði. Þau fengu einnig sérstaka gullviðurkenningu frá CIA, samtökum uppfinningafélaga í Kína, á sýningunni í Zagreb. Þetta eru allt frábærar uppfinningar sem vekja heimsathygli og fá alþjóðlegar viðurkenningar, en spurningin er hvort þær fá nægilega fjármögnun til að taka flugið inn á alþjóðamarkað. Því þegar konur í nýsköpun eru metnar að verðleikum, þá nær mannkynið að taka stökk áfram, ekki bara eitt skref í einu. Tryggjum að næsta “Ada Lovelace” þurfi ekki að bíða í 200 ár eftir að uppfinning hennar verði fjármögnuð til fulls árangurs. Höfundur er varaforseti IFIA, forseti Evrópudeildar GlobalWIIN, stofnandi og formaður KVENN, félag kvenna í nýsköpun, formaður nýsköpunarnefndar FKA, stjórnarmaður í SFH, Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna og stjórnarmaður í FNyF, nýsköpun fyrir öll.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar