Tapi snúið í hagnað eftir bið frá 2007 Óli Kristján Ármannsson skrifar 28. mars 2015 07:00 Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna forsendubrestsins svokallaða bera með sér milljarðakostnað fyrir Íbúðalánasjóð. Fréttablaðið/GVA Tap Íbúðalánasjóðs vegna skuldaleiðréttingaraðgerða ríkisstjórnarinnar var fyrirséð. Að sögn Sigurðar Erlingssonar, forstjóra sjóðsins, liggur líka fyrir vilyrði stjórnvalda um fjárveitingu til að mæta kostnaðinum. Ekki liggur þó fyrir hvernig eða hvenær sjóðnum verður bætt upp tapið. Í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu er enn unnið að heildarendurskoðun húsnæðismála. Búist er við að hluti þeirrar endurskoðunar verði lagður fyrir Alþingi næstu daga í formi nýrra lagafrumvarpa. Stjórn sjóðsins vekur athygli á fyrirséðu tapi vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í skuldamálum í skýrslu sinni með ársreikningi síðasta árs sem lagður var fram á fimmtudag. Þar kemur fram að tapaðar vaxtatekjur sjóðsins vegna aðgerðanna geti numið 900 til 1.350 milljónum króna á ári næstu ár. Töluvert hefur hallað á sjóðinn eftir hrun, bæði vegna greiðsluvanda fólks og uppgreiðslu lána. Frá hruni hefur ríkið þurft að leggja sjóðnum til 53,5 milljarða.Sigurður ErlingssonSigurður segir sjóðinn ekki hafa getað annað en vakið athygli á áhrifum úrræða ríkisins í skýrslu stjórnar og forstjóra í ársskýrslu sinni. Kostnaðurinn segir hann að fari svo minnkandi á ári hverju eftir því sem lán greiðast niður. „En þetta er einhvers staðar í kring um tíu milljarða króna, varlega áætlað.“ Þótt þarna séu kannski slæmar fréttir að hluta bendir Sigurður á að mikill og ánægjulegur viðsnúningur hafi orðið á rekstri sjóðsins sem á síðasta ári skilaði hagnaði í fyrsta sinn frá árinu 2007. Hagnaður 2014 nemur rúmum 3,2 milljörðum króna, samanborið við tæplega 4,4 milljarða króna tap árið áður. Ríkissjóður mun því ekki þurfa að leggja sjóðnum til eigið fé vegna rekstursins á síðasta ári. „Það hefur mjög mikið áunnist,“ segir Sigurður og telur þar koma til bæði árangur af hagræðingaraðgerðum, auk þess sem færð sé til baka virðisrýrnun sem orðið hafi vegna hrunsins. „Þetta kemur í raun flatt upp á marga,“ segir Sigurður því öll umræða um sjóðinn hafi síðustu ár verið mjög neikvæð. Skort hafi bæði þolinmæði og skilning á því að tíma tæki að vinna úr efnahagshruninu. „En þegar þessi atriði klárast og efnahagsreikningurinn verður eðlilegri þá eru möguleikar til staðar.“ Taprekstrarár og innspýting frá ríkinu hafi eðlilega mótað umræðuna. „En mér finnst þetta tækifæri til að sýna að ástandið er ekki svona svakalega slæmt í raun og hlutirnir togast í rétta átt. Það eru líka stóru tíðindin í uppgjörinu,“ segir Sigurður. Alþingi Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Tap Íbúðalánasjóðs vegna skuldaleiðréttingaraðgerða ríkisstjórnarinnar var fyrirséð. Að sögn Sigurðar Erlingssonar, forstjóra sjóðsins, liggur líka fyrir vilyrði stjórnvalda um fjárveitingu til að mæta kostnaðinum. Ekki liggur þó fyrir hvernig eða hvenær sjóðnum verður bætt upp tapið. Í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu er enn unnið að heildarendurskoðun húsnæðismála. Búist er við að hluti þeirrar endurskoðunar verði lagður fyrir Alþingi næstu daga í formi nýrra lagafrumvarpa. Stjórn sjóðsins vekur athygli á fyrirséðu tapi vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í skuldamálum í skýrslu sinni með ársreikningi síðasta árs sem lagður var fram á fimmtudag. Þar kemur fram að tapaðar vaxtatekjur sjóðsins vegna aðgerðanna geti numið 900 til 1.350 milljónum króna á ári næstu ár. Töluvert hefur hallað á sjóðinn eftir hrun, bæði vegna greiðsluvanda fólks og uppgreiðslu lána. Frá hruni hefur ríkið þurft að leggja sjóðnum til 53,5 milljarða.Sigurður ErlingssonSigurður segir sjóðinn ekki hafa getað annað en vakið athygli á áhrifum úrræða ríkisins í skýrslu stjórnar og forstjóra í ársskýrslu sinni. Kostnaðurinn segir hann að fari svo minnkandi á ári hverju eftir því sem lán greiðast niður. „En þetta er einhvers staðar í kring um tíu milljarða króna, varlega áætlað.“ Þótt þarna séu kannski slæmar fréttir að hluta bendir Sigurður á að mikill og ánægjulegur viðsnúningur hafi orðið á rekstri sjóðsins sem á síðasta ári skilaði hagnaði í fyrsta sinn frá árinu 2007. Hagnaður 2014 nemur rúmum 3,2 milljörðum króna, samanborið við tæplega 4,4 milljarða króna tap árið áður. Ríkissjóður mun því ekki þurfa að leggja sjóðnum til eigið fé vegna rekstursins á síðasta ári. „Það hefur mjög mikið áunnist,“ segir Sigurður og telur þar koma til bæði árangur af hagræðingaraðgerðum, auk þess sem færð sé til baka virðisrýrnun sem orðið hafi vegna hrunsins. „Þetta kemur í raun flatt upp á marga,“ segir Sigurður því öll umræða um sjóðinn hafi síðustu ár verið mjög neikvæð. Skort hafi bæði þolinmæði og skilning á því að tíma tæki að vinna úr efnahagshruninu. „En þegar þessi atriði klárast og efnahagsreikningurinn verður eðlilegri þá eru möguleikar til staðar.“ Taprekstrarár og innspýting frá ríkinu hafi eðlilega mótað umræðuna. „En mér finnst þetta tækifæri til að sýna að ástandið er ekki svona svakalega slæmt í raun og hlutirnir togast í rétta átt. Það eru líka stóru tíðindin í uppgjörinu,“ segir Sigurður.
Alþingi Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira