Shein ginni neytendur til skyndikaupa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. maí 2025 16:24 Shein hefur fengið skammir frá Evrópusambandinu. GETTY/Mike Kemp Neytendayfirvöld í Evrópu og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa hafa tilkynnt kínverska netverslunarrisanum Shein að hann brjóti í bága við fjölmörg neytendaverndarlög sambandsins. Yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu segir þetta enn eina áminninguna til neytenda um að vara sig á verslunum sem þessum. Neytendayfirvöld í Belgíu, Frakklandi, Írlandi og Hollandi (CPC), með samræmingu frá framkvæmdastjórn ESB, hafa netverslunina til rannsóknar. Óskað hafi verið eftir frekari upplýsingum frá Shein í þágu rannsóknarinnar og því beint til hennar að aðlaga viðskiptahætti sína að löggjöf ESB. „Þarna hafa stofnanir um alla Evrópu verið að fá kvartanir um það að viðskiptahættir séu athugasemdaverðir. Þarna er samstarfsnetið í heild sinni að skoða vefsíðuna og fara í viðræður við fyrirtækið um úrbætur sem virðist þurfa að gera á síðunni til að réttindi neytenda séu virt,“ segir Matthildur Sveinsdóttir yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu. Oft sé verið að ginna neytendur í kaup. „Þetta snýst um það að það er verið að veita upplýsingar um afslætti sem eru mögulega ekki réttir, það eru ekki veittar upplýsingar um fyrra vöruverð ef lækkanir eru kynntar. Það er verið að láta þig halda að þú sért að fá einhvern svaka ávinning eða græða við kaupin. Þetta er allt til þess gert að hvetja þig til að taka einhverja skyndiákvörðun um kaupin.“ Oft sé ekki verið að veita réttar upplýsingar um rétt kaupenda til að falla frá samningi, ekki verið að svara erindum ef neytendur kvarta og vilja skila vöru og svo framvegis. Neytendastofa er ekki að skoða þessi mál en Matthildur segir eflaust að þessum viðskiptaháttum sé einnig beitt hér og hvetur fólk til að hafa varann á. Bæði Shein og Temu hafa verið til skoðunar hérlendis, bæði vegna þess að föt hafa mælst eitruð, umhverfisfótspor þeirra er mikið og vörurnar geta beinlínis verið hættulegar. „Þessar aðgerðir í Evrópu munu óhjákvæmilega hafa áhrif líka á neytendur hér á Íslandi. Það er mjög gott að þú minnist á vöruöryggi. Það hefur áhyggjur líka, að neytendur ´seu meðvitaðir um hvað þeir eru að kaupa, hvað er í þessum vörum,“ segir Matthildur Sveinsdóttir. Neytendur Verslun Tíska og hönnun Evrópusambandið Tengdar fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Umhverfisráðherra boðar aðgerðir gegn kínversku verslunarrisunum Temu og Shein. Það sé ólíðandi að vörur sem innihalda skaðleg efni séu fluttar inn til landsins í bílförmum. Til skoðunar er að gera greiðslumiðlunarfyriræki eða flutningsfyrirtæki ábyrg og takmarka þannig innflutning 11. maí 2025 18:57 Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum. 3. september 2024 10:18 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Neytendayfirvöld í Belgíu, Frakklandi, Írlandi og Hollandi (CPC), með samræmingu frá framkvæmdastjórn ESB, hafa netverslunina til rannsóknar. Óskað hafi verið eftir frekari upplýsingum frá Shein í þágu rannsóknarinnar og því beint til hennar að aðlaga viðskiptahætti sína að löggjöf ESB. „Þarna hafa stofnanir um alla Evrópu verið að fá kvartanir um það að viðskiptahættir séu athugasemdaverðir. Þarna er samstarfsnetið í heild sinni að skoða vefsíðuna og fara í viðræður við fyrirtækið um úrbætur sem virðist þurfa að gera á síðunni til að réttindi neytenda séu virt,“ segir Matthildur Sveinsdóttir yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu. Oft sé verið að ginna neytendur í kaup. „Þetta snýst um það að það er verið að veita upplýsingar um afslætti sem eru mögulega ekki réttir, það eru ekki veittar upplýsingar um fyrra vöruverð ef lækkanir eru kynntar. Það er verið að láta þig halda að þú sért að fá einhvern svaka ávinning eða græða við kaupin. Þetta er allt til þess gert að hvetja þig til að taka einhverja skyndiákvörðun um kaupin.“ Oft sé ekki verið að veita réttar upplýsingar um rétt kaupenda til að falla frá samningi, ekki verið að svara erindum ef neytendur kvarta og vilja skila vöru og svo framvegis. Neytendastofa er ekki að skoða þessi mál en Matthildur segir eflaust að þessum viðskiptaháttum sé einnig beitt hér og hvetur fólk til að hafa varann á. Bæði Shein og Temu hafa verið til skoðunar hérlendis, bæði vegna þess að föt hafa mælst eitruð, umhverfisfótspor þeirra er mikið og vörurnar geta beinlínis verið hættulegar. „Þessar aðgerðir í Evrópu munu óhjákvæmilega hafa áhrif líka á neytendur hér á Íslandi. Það er mjög gott að þú minnist á vöruöryggi. Það hefur áhyggjur líka, að neytendur ´seu meðvitaðir um hvað þeir eru að kaupa, hvað er í þessum vörum,“ segir Matthildur Sveinsdóttir.
Neytendur Verslun Tíska og hönnun Evrópusambandið Tengdar fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Umhverfisráðherra boðar aðgerðir gegn kínversku verslunarrisunum Temu og Shein. Það sé ólíðandi að vörur sem innihalda skaðleg efni séu fluttar inn til landsins í bílförmum. Til skoðunar er að gera greiðslumiðlunarfyriræki eða flutningsfyrirtæki ábyrg og takmarka þannig innflutning 11. maí 2025 18:57 Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum. 3. september 2024 10:18 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Umhverfisráðherra boðar aðgerðir gegn kínversku verslunarrisunum Temu og Shein. Það sé ólíðandi að vörur sem innihalda skaðleg efni séu fluttar inn til landsins í bílförmum. Til skoðunar er að gera greiðslumiðlunarfyriræki eða flutningsfyrirtæki ábyrg og takmarka þannig innflutning 11. maí 2025 18:57
Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum. 3. september 2024 10:18