Lífeyrir aldraðra hækki í 300 þúsund kr. á mánuði Björgvin Guðmundsson skrifar 8. apríl 2015 07:00 Verkalýðshreyfingin býr sig nú undir hörð átök í kjaramálum. Fyrstu verkföllin hafa verið boðuð. Kjarasamningar eru lausir og flest verkalýðsfélög hafa sett fram kröfur sínar um kjarabætur. Starfsgreinasambandið fer fram á, að laun hækki á þremur árum í 300 þúsund krónur á mánuði. Þetta er sú lágmarksupphæð, sem launþegar og allur almenningur þurfa sér til framfærslu.Lægra en meðaltalsútgjöld Þetta er lægra en neyslukönnun Hagstofunnar segir að séu meðaltalsútgjöld einstaklinga til neyslu í landinu, en þau nema 321 þúsund krónum á mánuði án skatta. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur sett fram þá kröfu að lífeyrir aldraðra hækki í áföngum í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar og verði 321 þúsund krónur á mánuði.ASÍ styðji kröfu lífeyrisþega Nú þegar Starfsgreinasambandið hefur sett fram kröfu um 300 þúsund króna laun á mánuði er eðlilegt, að aldraðir og öryrkjar setji fram hliðstæða kröfu, þ.e. að laun (lífeyrir) lífeyrisþega hækki í sömu upphæð og kaup launþega. Landssamband eldri borgara hefur áður sett fram slíka kröfu og leitað stuðnings ASÍ við þá kröfugerð. Eldri borgarar vænta þess, að verkalýðshreyfingin taki kröfur lífeyrisþega upp í viðræðum við ríkisstjórnina í tengslum við væntanlega kjaradeilu. ASÍ þarf að setja fram þá kröfu, að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki í nákvæmlega sömu upphæð og laun verkafólks munu hækka í. Það er eðlileg og réttmæt krafa og það er eðlilegt að verkalýðshreyfingin styðji aldraða og öryrkja í þessu efni.Hækki í takt við laun Í lögum segir, að við ákvörðun lífeyris aldraðra og öryrkja skuli taka mið af launaþróun en að lífeyrir skuli aldrei hækka minna en vísitala neysluverðs. Þetta lagaákvæði hefur verið þverbrotið. Lífeyrir aldraðra hefur hvergi nærri hækkað eins mikið og lægstu laun. Aldraðir og öryrkjar hafa orðið eftir í launaþróuninni.Lífeyrir iðulega verið frystur Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur iðulega verið frystur á sama tíma og lægstu laun hafa hækkað. Þetta er kallað kjaragliðnun og aldraðir krefjast þess, að hún verði strax leiðrétt vegna krepputímans og lífeyrir hækkaður um 20% áður en yfirstandandi kjaradeila leysist. Síðan þarf að gæta þess við lausn kjaradeilunnar og framvegis, að lífeyrir hækki ávallt jafnmikið og lægstu laun.Krefjast leiðréttingar strax Kaupmáttur launa verkafólks jókst um 5,8% árið 2014. Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði hins vegar aðeins um 3% um síðustu áramót. Hér hefur því enn átt sér stað kjaragliðnun. Eldri borgarar krefjast þess, að þetta verði strax leiðrétt og lífeyrir aldraðra hækkaður strax vegna þessarar kjaragliðnunar. Nóg er ranglætið fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin býr sig nú undir hörð átök í kjaramálum. Fyrstu verkföllin hafa verið boðuð. Kjarasamningar eru lausir og flest verkalýðsfélög hafa sett fram kröfur sínar um kjarabætur. Starfsgreinasambandið fer fram á, að laun hækki á þremur árum í 300 þúsund krónur á mánuði. Þetta er sú lágmarksupphæð, sem launþegar og allur almenningur þurfa sér til framfærslu.Lægra en meðaltalsútgjöld Þetta er lægra en neyslukönnun Hagstofunnar segir að séu meðaltalsútgjöld einstaklinga til neyslu í landinu, en þau nema 321 þúsund krónum á mánuði án skatta. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur sett fram þá kröfu að lífeyrir aldraðra hækki í áföngum í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar og verði 321 þúsund krónur á mánuði.ASÍ styðji kröfu lífeyrisþega Nú þegar Starfsgreinasambandið hefur sett fram kröfu um 300 þúsund króna laun á mánuði er eðlilegt, að aldraðir og öryrkjar setji fram hliðstæða kröfu, þ.e. að laun (lífeyrir) lífeyrisþega hækki í sömu upphæð og kaup launþega. Landssamband eldri borgara hefur áður sett fram slíka kröfu og leitað stuðnings ASÍ við þá kröfugerð. Eldri borgarar vænta þess, að verkalýðshreyfingin taki kröfur lífeyrisþega upp í viðræðum við ríkisstjórnina í tengslum við væntanlega kjaradeilu. ASÍ þarf að setja fram þá kröfu, að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki í nákvæmlega sömu upphæð og laun verkafólks munu hækka í. Það er eðlileg og réttmæt krafa og það er eðlilegt að verkalýðshreyfingin styðji aldraða og öryrkja í þessu efni.Hækki í takt við laun Í lögum segir, að við ákvörðun lífeyris aldraðra og öryrkja skuli taka mið af launaþróun en að lífeyrir skuli aldrei hækka minna en vísitala neysluverðs. Þetta lagaákvæði hefur verið þverbrotið. Lífeyrir aldraðra hefur hvergi nærri hækkað eins mikið og lægstu laun. Aldraðir og öryrkjar hafa orðið eftir í launaþróuninni.Lífeyrir iðulega verið frystur Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur iðulega verið frystur á sama tíma og lægstu laun hafa hækkað. Þetta er kallað kjaragliðnun og aldraðir krefjast þess, að hún verði strax leiðrétt vegna krepputímans og lífeyrir hækkaður um 20% áður en yfirstandandi kjaradeila leysist. Síðan þarf að gæta þess við lausn kjaradeilunnar og framvegis, að lífeyrir hækki ávallt jafnmikið og lægstu laun.Krefjast leiðréttingar strax Kaupmáttur launa verkafólks jókst um 5,8% árið 2014. Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði hins vegar aðeins um 3% um síðustu áramót. Hér hefur því enn átt sér stað kjaragliðnun. Eldri borgarar krefjast þess, að þetta verði strax leiðrétt og lífeyrir aldraðra hækkaður strax vegna þessarar kjaragliðnunar. Nóg er ranglætið fyrir.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun