Hvers vegna nær Samfylkingin ekki flugi? Björgvin Guðmundsson skrifar 17. apríl 2015 07:00 Samfylkingin nær ekki flugi. Hún mælist í skoðanakönnunum með þetta 16-17%fylgi. Það er lítið miðað við það, að Samfylkingin var stofnuð við samruna margra stjórnmálaflokka og átti að verða mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn og leysa hann af hólmi sem stjórnarflokkur. Samfylkingin fór vel af stað og var með 30% fylgi í byrjun og rúmlega það. Fyrstu alvarlegu mistökin, sem Samfylkingin gerði, voru að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 2007. Sú stjórnarþátttaka varð flokknum dýrkeypt. Samfylkingin var óþolinmóð og vildi komast í stjórn. Hún átti að bíða.Fylgishrun í kosningum 2013 Ríkisstjórnin með Vinstri grænum, sem mynduð var eftir hrunið, skildi Samfylkinguna eftir sem algert flak. Fylgið hrundi af Samfylkingunni í kosningunum 2013. Kjósendur skildu ekki hvers vegna Samfylkingin þurfti að fórna stefnumálum sínum til þess að rétta við efnahag landsins eftir að frjálshyggjan hafði rústað bankakerfið og mikinn hluta atvinnulífsins. Atlagan, sem ríkisstjórn Samfylkingar og VG gerði að öldruðum og öryrkjum, varð ríkisstjórn Jóhönnu dýr. Svik ríkisstjórnarinnar í kvótamálinu kostuðu einnig Samfylkinguna fjölda atkvæða. Ríkisstjórnin stóð sig ekki ekki nógu vel í ýmsum velferðarmálum.Ekki staðið rétt að mótframboði Síðasti landsfundur Samfylkingarinnar varð sögulegur. Árni Páll Árnason, sem kosinn hafði verið formaður Samfylkingarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal flokksmanna, leitaði endurkjörs. Á síðustu stundu, 1-2 dögum áður en landsfundurinn skyldi hefjast, barst mótframboð gegn Árna Páli. Það var frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur. Leikar fóru svo, að Árni Páll sigraði með eins atkvæðis mun. Þessi úrslit leiddu í ljós, að það var óánægja með Árna Pál sem formann. En þau sýndu einnig, að Sigríður Ingibjörg hafði unnið lengi að framboði sínu í kyrrþey. Og hún hefur haft einhverja sterka stuðningsmenn. Það er ekkert athugavert við það að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni. En heiðarlegast er að gera það fyrir opnum tjöldum og með það löngum fyrirvara, að unnt sé að láta allsherjaratkvæðagreiðslu fara fram meðal flokksmanna. Þannig stóð Sigríður Ingibjörg ekki að sínu framboði. Enginn málefnalegur ágreiningur Enginn málefnalegur ágreiningur er á milli Árna Páls og Sigríðar Ingibjargar. Það er rangt, að Árni Páll sé hægrimaður en Sigríður Ingibjörg vinstrimaður. Hægri og vinstri hafa ekki lengur neina merkingu í íslenskum stjórnmálum og alls ekki innan Samfylkingarinnar. Afstaða þessara tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar til velferðarmála og kjara aldraðra og öryrkja var nákvæmlega sú sama í stjórnartíð Jóhönnu. Og bæði stóðu þau að því að svíkja fyrningarleiðina. Það er ekki nóg að skreyta sig með hugtökum eins og vinstrimaður. Það eru verkin, sem tala og gilda. Það, sem háir Samfylkingunni í dag, er það, að launþegar og lífeyrisþegar finna ekki, að Samfylkingin sé að berjast fyrir þessa aðila. Samfylkingin hefur hugsað of mikið um Evrópusambandið en of lítið um fólkið, sem stendur höllum fæti í landinu. Hún hefur hugsað of lítið um launafólkið. Þetta verður að breytast.Árna Páli sendar ábendingar Árni Páll segist vilja fá gagnrýni, breyta um vinnubrögð og taka meira tillit til flokksmanna.Ég sendi honum nokkur atriði um kjaramál aldraðra og öryrkja, sem ég óska eftir að hann taki upp og beiti sér fyrir. Ég tel, að Samfylkingin verði að taka forystuna í því að stórbæta kjör lífeyrisþega. Kjörin eru svo slæm í dag, að þau eru til skammar. Enginn stjórnmálaflokkur á Alþingi sýnir í dag áhuga á því að bæta kjör lífeyrisþega. Það stendur Samfylkingunni næst. Samfylkingin verður að breyta um áherslur. Samfylkingin á að vera ákveðinn launþega- og félagshyggjuflokkur.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin nær ekki flugi. Hún mælist í skoðanakönnunum með þetta 16-17%fylgi. Það er lítið miðað við það, að Samfylkingin var stofnuð við samruna margra stjórnmálaflokka og átti að verða mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn og leysa hann af hólmi sem stjórnarflokkur. Samfylkingin fór vel af stað og var með 30% fylgi í byrjun og rúmlega það. Fyrstu alvarlegu mistökin, sem Samfylkingin gerði, voru að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 2007. Sú stjórnarþátttaka varð flokknum dýrkeypt. Samfylkingin var óþolinmóð og vildi komast í stjórn. Hún átti að bíða.Fylgishrun í kosningum 2013 Ríkisstjórnin með Vinstri grænum, sem mynduð var eftir hrunið, skildi Samfylkinguna eftir sem algert flak. Fylgið hrundi af Samfylkingunni í kosningunum 2013. Kjósendur skildu ekki hvers vegna Samfylkingin þurfti að fórna stefnumálum sínum til þess að rétta við efnahag landsins eftir að frjálshyggjan hafði rústað bankakerfið og mikinn hluta atvinnulífsins. Atlagan, sem ríkisstjórn Samfylkingar og VG gerði að öldruðum og öryrkjum, varð ríkisstjórn Jóhönnu dýr. Svik ríkisstjórnarinnar í kvótamálinu kostuðu einnig Samfylkinguna fjölda atkvæða. Ríkisstjórnin stóð sig ekki ekki nógu vel í ýmsum velferðarmálum.Ekki staðið rétt að mótframboði Síðasti landsfundur Samfylkingarinnar varð sögulegur. Árni Páll Árnason, sem kosinn hafði verið formaður Samfylkingarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal flokksmanna, leitaði endurkjörs. Á síðustu stundu, 1-2 dögum áður en landsfundurinn skyldi hefjast, barst mótframboð gegn Árna Páli. Það var frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur. Leikar fóru svo, að Árni Páll sigraði með eins atkvæðis mun. Þessi úrslit leiddu í ljós, að það var óánægja með Árna Pál sem formann. En þau sýndu einnig, að Sigríður Ingibjörg hafði unnið lengi að framboði sínu í kyrrþey. Og hún hefur haft einhverja sterka stuðningsmenn. Það er ekkert athugavert við það að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni. En heiðarlegast er að gera það fyrir opnum tjöldum og með það löngum fyrirvara, að unnt sé að láta allsherjaratkvæðagreiðslu fara fram meðal flokksmanna. Þannig stóð Sigríður Ingibjörg ekki að sínu framboði. Enginn málefnalegur ágreiningur Enginn málefnalegur ágreiningur er á milli Árna Páls og Sigríðar Ingibjargar. Það er rangt, að Árni Páll sé hægrimaður en Sigríður Ingibjörg vinstrimaður. Hægri og vinstri hafa ekki lengur neina merkingu í íslenskum stjórnmálum og alls ekki innan Samfylkingarinnar. Afstaða þessara tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar til velferðarmála og kjara aldraðra og öryrkja var nákvæmlega sú sama í stjórnartíð Jóhönnu. Og bæði stóðu þau að því að svíkja fyrningarleiðina. Það er ekki nóg að skreyta sig með hugtökum eins og vinstrimaður. Það eru verkin, sem tala og gilda. Það, sem háir Samfylkingunni í dag, er það, að launþegar og lífeyrisþegar finna ekki, að Samfylkingin sé að berjast fyrir þessa aðila. Samfylkingin hefur hugsað of mikið um Evrópusambandið en of lítið um fólkið, sem stendur höllum fæti í landinu. Hún hefur hugsað of lítið um launafólkið. Þetta verður að breytast.Árna Páli sendar ábendingar Árni Páll segist vilja fá gagnrýni, breyta um vinnubrögð og taka meira tillit til flokksmanna.Ég sendi honum nokkur atriði um kjaramál aldraðra og öryrkja, sem ég óska eftir að hann taki upp og beiti sér fyrir. Ég tel, að Samfylkingin verði að taka forystuna í því að stórbæta kjör lífeyrisþega. Kjörin eru svo slæm í dag, að þau eru til skammar. Enginn stjórnmálaflokkur á Alþingi sýnir í dag áhuga á því að bæta kjör lífeyrisþega. Það stendur Samfylkingunni næst. Samfylkingin verður að breyta um áherslur. Samfylkingin á að vera ákveðinn launþega- og félagshyggjuflokkur.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun