Segir stöðu mála í dag vera lögleysu sandra guðrún guðmundsdóttir skrifar 21. apríl 2015 07:00 Rúnar Björn Herrera Þorkelsson segir fólk hafa áhyggjur af að fá ekki framlengdan samning. fréttablaðið/valli „Reykjavíkurborg er bara búin að framlengja í eitt ár þrátt fyrir loforð frá velferðarráðuneytinu. Það stendur í lögum um málefni fatlaðs fólks, bráðabirgðaákvæði að það eigi að vera búið að lögfesta NPA sem eina af meginþjónustunni fyrir fatlað fólk, staðan í dag er því lögleysa,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-samtakanna. „Reykjavík hefur hingað til bara gert samninga til eins árs í senn. Ég veit ekki hvort það muni breytast með lagasetningunni en vafinn yrði minni, fólk hefur áhyggjur af því að fá ekki samninginn áfram.“ Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, segir að borgin stefni að því að framlengja samningana á meðan verkefnið er í gangi. „Við viljum að NPA verði lögfest en gátum ekki framlengt samningana lengur þar sem ríkið hefur ekki lagt neinn pening í þetta fyrir árið 2016.“Sjá einnig: Í Bítið - NPA miðstöð, hvað er það? Embla Ágústsdóttir og Rúnar Björn sögðu okkur frá því Eins og fram hefur komið í fréttum hafa samningar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) fyrir fatlað fólk ekki enn verið lögfestir en NPA er þjónustuform sem byggist á því að fötluð manneskja fær fjármagn frá sveitarfélagi sínu til þess að sjá um og skipuleggja sína eigin aðstoð. Þegar þingsályktunartillaga um NPA var samþykkt árið 2010 var gert ráð fyrir að þjónustan yrði lögbundin fyrir árslok 2014. Í stað lögbindingar hefur verið boðað áframhald á tilraunaverkefninu til 2016. Á meðan verða ekki gerðir nýir NPA-samningar og notendur aðstoðarinnar og annað fatlað fólk sem þarf á henni að halda bíða í algjörri óvissu. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur talað fyrir því að binda NPA í lög. „Sveitarfélögin eru hrædd um að þetta sé mjög dýrt,“ segir hún. „Ég skil það vel en það sem gleymist oft er að NPA þarf litla sem enga yfirbyggingu. Fólk veit að það er mun ódýrara en stofnanarekstur. Við höldum því ekki fram að NPA sé lausn fyrir alla en það ætti að vera í boði sem einn af möguleikunum.“ Á vefsíðu NPA samtakanna segir að NPA byggist á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Hugmyndafræðin byggist á því að allar manneskjur, óháð eðli og alvarleika skerðingar, geti tekið eigin ákvarðanir, stjórnað eigin aðstoð og mótað eigin lífsstíl. Einnig að allar manneskjur hafi rétt á því að búa í samfélaginu, stjórna eigin lífi, taka þátt og hafa áhrif á öllum sviðum lífsins. Rúnar segir að allt myndi breytast í sínu lífi ef samningarnir yrðu ekki framlengdir. „Ég gæti til dæmis ekki farið í bað á kvöldin eða um helgar, ég yrði að fara á morgnana þegar þjónustunni hentar. Það væri í raun og veru verið að breyta um lífsstíl hjá fólki. Margir þyrftu að mæta seinna til vinnu eða í skóla. Félagslíf yrði líka erfiðara ef fólk hefði enga aðstoð með sér út úr húsi,“ bætir hann við en áður en Rúnar fékk NPA-samning var öll þjónusta við hann bundin við húsið þar sem hann býr. Rúnar stundaði nám á ylræktarbraut í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði. Hann segir að það hefði ekki verið möguleiki nema út af NPA. Hann bendir einnig á að áður en hann fékk NPA-samning hafi að minnsta kosti fimm starfsmenn komið til hans á dag og allt upp í 30-40 á mánuði. „Maður þurfti alltaf að vera að kenna allt upp á nýtt. En síðan ég fékk NPA hef ég verið með fimm starfsmenn síðasta eina og hálfa árið.“ Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
„Reykjavíkurborg er bara búin að framlengja í eitt ár þrátt fyrir loforð frá velferðarráðuneytinu. Það stendur í lögum um málefni fatlaðs fólks, bráðabirgðaákvæði að það eigi að vera búið að lögfesta NPA sem eina af meginþjónustunni fyrir fatlað fólk, staðan í dag er því lögleysa,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-samtakanna. „Reykjavík hefur hingað til bara gert samninga til eins árs í senn. Ég veit ekki hvort það muni breytast með lagasetningunni en vafinn yrði minni, fólk hefur áhyggjur af því að fá ekki samninginn áfram.“ Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, segir að borgin stefni að því að framlengja samningana á meðan verkefnið er í gangi. „Við viljum að NPA verði lögfest en gátum ekki framlengt samningana lengur þar sem ríkið hefur ekki lagt neinn pening í þetta fyrir árið 2016.“Sjá einnig: Í Bítið - NPA miðstöð, hvað er það? Embla Ágústsdóttir og Rúnar Björn sögðu okkur frá því Eins og fram hefur komið í fréttum hafa samningar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) fyrir fatlað fólk ekki enn verið lögfestir en NPA er þjónustuform sem byggist á því að fötluð manneskja fær fjármagn frá sveitarfélagi sínu til þess að sjá um og skipuleggja sína eigin aðstoð. Þegar þingsályktunartillaga um NPA var samþykkt árið 2010 var gert ráð fyrir að þjónustan yrði lögbundin fyrir árslok 2014. Í stað lögbindingar hefur verið boðað áframhald á tilraunaverkefninu til 2016. Á meðan verða ekki gerðir nýir NPA-samningar og notendur aðstoðarinnar og annað fatlað fólk sem þarf á henni að halda bíða í algjörri óvissu. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur talað fyrir því að binda NPA í lög. „Sveitarfélögin eru hrædd um að þetta sé mjög dýrt,“ segir hún. „Ég skil það vel en það sem gleymist oft er að NPA þarf litla sem enga yfirbyggingu. Fólk veit að það er mun ódýrara en stofnanarekstur. Við höldum því ekki fram að NPA sé lausn fyrir alla en það ætti að vera í boði sem einn af möguleikunum.“ Á vefsíðu NPA samtakanna segir að NPA byggist á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Hugmyndafræðin byggist á því að allar manneskjur, óháð eðli og alvarleika skerðingar, geti tekið eigin ákvarðanir, stjórnað eigin aðstoð og mótað eigin lífsstíl. Einnig að allar manneskjur hafi rétt á því að búa í samfélaginu, stjórna eigin lífi, taka þátt og hafa áhrif á öllum sviðum lífsins. Rúnar segir að allt myndi breytast í sínu lífi ef samningarnir yrðu ekki framlengdir. „Ég gæti til dæmis ekki farið í bað á kvöldin eða um helgar, ég yrði að fara á morgnana þegar þjónustunni hentar. Það væri í raun og veru verið að breyta um lífsstíl hjá fólki. Margir þyrftu að mæta seinna til vinnu eða í skóla. Félagslíf yrði líka erfiðara ef fólk hefði enga aðstoð með sér út úr húsi,“ bætir hann við en áður en Rúnar fékk NPA-samning var öll þjónusta við hann bundin við húsið þar sem hann býr. Rúnar stundaði nám á ylræktarbraut í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði. Hann segir að það hefði ekki verið möguleiki nema út af NPA. Hann bendir einnig á að áður en hann fékk NPA-samning hafi að minnsta kosti fimm starfsmenn komið til hans á dag og allt upp í 30-40 á mánuði. „Maður þurfti alltaf að vera að kenna allt upp á nýtt. En síðan ég fékk NPA hef ég verið með fimm starfsmenn síðasta eina og hálfa árið.“
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira