Eiginkonan hagnast á makrílfrumvarpi Sveinn Arnarsson skrifar 24. apríl 2015 07:00 Smábátaútgerðir verða kvótasettar í nýju frumvarpi og 7.500 tonnum dreift eftir ákveðnum leikreglum til báta sem stundað hafa makrílveiðar. Mynd/Óskar P. Friðriksson Útgerðarfélagi í eigu eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar, alþingismanns Framsóknarflokksins, verður úthlutað makrílkvóta að verðmæti 50 milljónir króna nái nýtt frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra fram að ganga. Fjóla GK, í eigu Davíðs Freys Jónssonar, sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins, fær úthlutaðan um 350 tonna kvóta, sem metinn er á ríflega 200 milljónir króna. Páll Jóhann, sem situr einnig í atvinnuveganefnd þingsins sem er með frumvarpið til meðferðar, telur sig ekki vanhæfan til að vinna að frumvarpinu þó eiginkona hans verði eigandi makrílkvóta verði frumvarpið af lögum.Páll Jóhann Pálsson þingmaður Framsóknarflokksins„Nei, ég tel mig ekki vanhæfan. Ég tel mig hafa það mikla þekkingu á sjávarútvegi að ég geti tjáð mig um málið í þinginu,“ segir Páll Jóhann. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn veiða á makríl í íslenskri lögsögu gerir ráð fyrir að 5 prósent heildarafla verði úthlutað til fiskiskipa sem hafa verið að veiðum á makríl með línu eða handfærum. Einnig segir í frumvarpinu að afli þeirra báta sem voru við veiðar á árunum 2009 til 2012 fái 43 prósent aukið vægi. Líklega má gera ráð fyrir að heildarkvóti smábáta verði 7.500 tonn.Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, harmar kvótasetningu smábáta á makríl og segir hana óheillaspor. „Að okkar mati er ekki ástæða til að kvótasetja smábáta með þessu. Það hefði verið nær lagi að veita þessar veiðar frjálsar upp að ákveðnu marki og leyfa öllum að spreyta sig,“ segir Örn.Örn Pálsson Formaður landssambands smábátaeigendaAð mati Arnar er einnig undarlegt að veiðar á árunum 2009-2012 hafi meira vægi en síðustu tvö ár. „Það sem okkur í samtökunum finnst undarlegt er af hverju þetta er sett svona upp og aukinheldur hver biður um það. Þetta kemur ekki frá okkur smábátaeigendum og leikur mér forvitni á að vita af hverju frumvarpið er svona.“ Athygli vekur að Fjóla GK veiddi á síðasta ári 106 tonn af makríl en samkvæmt úthlutunarreglum frumvarpsins fær báturinn í sinn hlut þrefalt meiri kvóta.Einnig kemur reglan um að veiðar 2009-2012 hafi 43 prósent aukið vægi sér vel fyrir útgerð Fjólu GK. Á þessum árum veiddi Fjóla 301 tonn, mest allra handfærabáta. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Útgerðarfélagi í eigu eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar, alþingismanns Framsóknarflokksins, verður úthlutað makrílkvóta að verðmæti 50 milljónir króna nái nýtt frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra fram að ganga. Fjóla GK, í eigu Davíðs Freys Jónssonar, sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins, fær úthlutaðan um 350 tonna kvóta, sem metinn er á ríflega 200 milljónir króna. Páll Jóhann, sem situr einnig í atvinnuveganefnd þingsins sem er með frumvarpið til meðferðar, telur sig ekki vanhæfan til að vinna að frumvarpinu þó eiginkona hans verði eigandi makrílkvóta verði frumvarpið af lögum.Páll Jóhann Pálsson þingmaður Framsóknarflokksins„Nei, ég tel mig ekki vanhæfan. Ég tel mig hafa það mikla þekkingu á sjávarútvegi að ég geti tjáð mig um málið í þinginu,“ segir Páll Jóhann. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn veiða á makríl í íslenskri lögsögu gerir ráð fyrir að 5 prósent heildarafla verði úthlutað til fiskiskipa sem hafa verið að veiðum á makríl með línu eða handfærum. Einnig segir í frumvarpinu að afli þeirra báta sem voru við veiðar á árunum 2009 til 2012 fái 43 prósent aukið vægi. Líklega má gera ráð fyrir að heildarkvóti smábáta verði 7.500 tonn.Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, harmar kvótasetningu smábáta á makríl og segir hana óheillaspor. „Að okkar mati er ekki ástæða til að kvótasetja smábáta með þessu. Það hefði verið nær lagi að veita þessar veiðar frjálsar upp að ákveðnu marki og leyfa öllum að spreyta sig,“ segir Örn.Örn Pálsson Formaður landssambands smábátaeigendaAð mati Arnar er einnig undarlegt að veiðar á árunum 2009-2012 hafi meira vægi en síðustu tvö ár. „Það sem okkur í samtökunum finnst undarlegt er af hverju þetta er sett svona upp og aukinheldur hver biður um það. Þetta kemur ekki frá okkur smábátaeigendum og leikur mér forvitni á að vita af hverju frumvarpið er svona.“ Athygli vekur að Fjóla GK veiddi á síðasta ári 106 tonn af makríl en samkvæmt úthlutunarreglum frumvarpsins fær báturinn í sinn hlut þrefalt meiri kvóta.Einnig kemur reglan um að veiðar 2009-2012 hafi 43 prósent aukið vægi sér vel fyrir útgerð Fjólu GK. Á þessum árum veiddi Fjóla 301 tonn, mest allra handfærabáta.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira