Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. apríl 2015 07:00 Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. vísir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, leigir íbúð sína við Ránargötu af Herði Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy ehf. Þá seldi Illugi fyrirtækinu OG Capital íbúðina eftir að hafa tekið sæti sem menntamálaráðherra. Salan á íbúðinni fór fram eftir að Illugi var viðstaddur undirritun samnings milli Orku Energy og sveitarstjórnar Xianyang-héraðs á Hilton hotel í Reykjavík í desember 2013. OG Capital var í eigu Illuga árin 2011 og 2012 en er nú í eigu Hauks Harðarsonar, stjórnarformanns Orku Energy. Illugi vann ráðgjafarstörf fyrir Orku Energy á meðan hann var í leyfi frá þingstörfum en þeim störfum lauk árið 2012. Hlutverk Illuga var að koma fyrirtækinu í samband við fjárfesta í Suðaustur-Asíu. Samkvæmt fasteignaskrá ríkisins var íbúð Illuga keypt 27. júlí 2014 en afhendingardagsetning var nokkrum mánuðum áður, þann 31. desember 2013. Skömmu fyrir afhendingardaginn hafði Illugi verið viðstaddur undirritun samkomulags á milli Orku Energy og Xianyiang-héraðs á Íslandi. Íbúðin, sem Illugi leigir núna af Herði, er 137 fermetrar og var keypt á 53,5 milljónir króna samkvæmt ársreikningi OG Capital. Samkvæmt ársreikningnum kemur einnig fram að félagið hafi tekið yfir lán að verðmæti 34,5 milljónir króna og tekið nýtt lán upp á 28 milljónir. Kaupin á íbúð Illuga virðast hafa verið einu umsvif fyrirtækisins á undanförnum árum. Svandís Svavarsdóttir vakti máls á þessu á Alþingi þann 13 apríl. Í fyrirspurn hennar til Illuga spurði hún út í breytingar á frétt á vefsíðu menntamálaráðuneytisins um ferðalag sendinefndar ráðuneytisins til Kína og hvers eðlis vinna Illuga fyrir Orku Energy var. Í svari Illuga kom fram að breytingin væri gerð til að fyrirbyggja þann misskilning að fulltrúar fyrirtækjanna tveggja Orku Energy og Marel hefðu verið partur af sendinefnd ráðuneytisins heldur þegar stödd í Kína. Í svari sínu um Orku Energy sagði Illugi að honum bæri í raun ekki að tilkynna um störf sín hjá fyrirtækinu en að hann hafi starfað við að koma fyrirtækinu í tengsl við fjárfesta í Singapúr. Þá segir Illugi ekki óeðlilegt að fyrirtækin kæmu með á fundinn þar sem burðarás samskipta Íslands og Kína á sviðum orkuvísinda liggi í gegnum þessi fyrirtæki. Alþingi Tengdar fréttir Illugi orðinn ráðherra þegar hann seldi stjórnarformanni Orku íbúðina Íbúðin seld 2014 samkvæmt fasteignaskrá. Keypt af félagi sem var áður í eigu Illuga. 26. apríl 2015 15:17 Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Segir tengsl sín við fyrirtækið ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. 26. apríl 2015 12:44 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Sjá meira
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, leigir íbúð sína við Ránargötu af Herði Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy ehf. Þá seldi Illugi fyrirtækinu OG Capital íbúðina eftir að hafa tekið sæti sem menntamálaráðherra. Salan á íbúðinni fór fram eftir að Illugi var viðstaddur undirritun samnings milli Orku Energy og sveitarstjórnar Xianyang-héraðs á Hilton hotel í Reykjavík í desember 2013. OG Capital var í eigu Illuga árin 2011 og 2012 en er nú í eigu Hauks Harðarsonar, stjórnarformanns Orku Energy. Illugi vann ráðgjafarstörf fyrir Orku Energy á meðan hann var í leyfi frá þingstörfum en þeim störfum lauk árið 2012. Hlutverk Illuga var að koma fyrirtækinu í samband við fjárfesta í Suðaustur-Asíu. Samkvæmt fasteignaskrá ríkisins var íbúð Illuga keypt 27. júlí 2014 en afhendingardagsetning var nokkrum mánuðum áður, þann 31. desember 2013. Skömmu fyrir afhendingardaginn hafði Illugi verið viðstaddur undirritun samkomulags á milli Orku Energy og Xianyiang-héraðs á Íslandi. Íbúðin, sem Illugi leigir núna af Herði, er 137 fermetrar og var keypt á 53,5 milljónir króna samkvæmt ársreikningi OG Capital. Samkvæmt ársreikningnum kemur einnig fram að félagið hafi tekið yfir lán að verðmæti 34,5 milljónir króna og tekið nýtt lán upp á 28 milljónir. Kaupin á íbúð Illuga virðast hafa verið einu umsvif fyrirtækisins á undanförnum árum. Svandís Svavarsdóttir vakti máls á þessu á Alþingi þann 13 apríl. Í fyrirspurn hennar til Illuga spurði hún út í breytingar á frétt á vefsíðu menntamálaráðuneytisins um ferðalag sendinefndar ráðuneytisins til Kína og hvers eðlis vinna Illuga fyrir Orku Energy var. Í svari Illuga kom fram að breytingin væri gerð til að fyrirbyggja þann misskilning að fulltrúar fyrirtækjanna tveggja Orku Energy og Marel hefðu verið partur af sendinefnd ráðuneytisins heldur þegar stödd í Kína. Í svari sínu um Orku Energy sagði Illugi að honum bæri í raun ekki að tilkynna um störf sín hjá fyrirtækinu en að hann hafi starfað við að koma fyrirtækinu í tengsl við fjárfesta í Singapúr. Þá segir Illugi ekki óeðlilegt að fyrirtækin kæmu með á fundinn þar sem burðarás samskipta Íslands og Kína á sviðum orkuvísinda liggi í gegnum þessi fyrirtæki.
Alþingi Tengdar fréttir Illugi orðinn ráðherra þegar hann seldi stjórnarformanni Orku íbúðina Íbúðin seld 2014 samkvæmt fasteignaskrá. Keypt af félagi sem var áður í eigu Illuga. 26. apríl 2015 15:17 Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Segir tengsl sín við fyrirtækið ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. 26. apríl 2015 12:44 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Sjá meira
Illugi orðinn ráðherra þegar hann seldi stjórnarformanni Orku íbúðina Íbúðin seld 2014 samkvæmt fasteignaskrá. Keypt af félagi sem var áður í eigu Illuga. 26. apríl 2015 15:17
Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Segir tengsl sín við fyrirtækið ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. 26. apríl 2015 12:44