„Með þessu nýja vinnulagi er þingræðið eflt, enda er með þessu tryggt að Alþingi komi mun fyrr að mótun þess ramma sem fjárlagagerðinni er sniðinn því að í áætluninni birtist stefnumótandi umfjöllun sem beinist að markmiðum, meginlínum og heildarstærðum í fyrstu áföngum fjárlagaferlisins,“ sagði Bjarni.
Hann sagði áætlunina bera með sér að veruleg umskipti hefðu orðið í rekstri ríkissjóðs, jafnvægi hefði náðst og horfur væru á auknum afgangi á næstu árum. „Afkomubatinn hefur verið nýttur til að loka fjárlagagatinu og stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs en það er augljós forsenda fyrir raunverulegri viðspyrnu í fjármálum ríkisins. Miklu máli skiptir að styrkja áfram stöðu ríkissjóðs á næstu árum og að ríkisskuldir sem hlutfall af landsframleiðslu haldi áfram að lækka.?

Steingrímur var einnig á því að það veikti áætlunina að hvergi væri sýnt að ríkið væri að tapa. „Bæði að taka á sig kostnað sem er ófjármagnaður og tapa umtalsverðum tekjum vegna skuldaniðurfellingaraðgerðar ríkisstjórnarinnar. Það eru stórar fjárhæðir,“ sagði Steingrímur.