Grunnlífeyrir í grannlöndunum margfalt hærri Björgvin Guðmundsson skrifar 7. maí 2015 07:00 Þegar lögin um almannatryggingar voru sett árið 1946, var svokölluð nýsköpunarstjórn við völd í landinu. Þrír flokkar mynduðu þá stjórn: Alþýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Sósíalistaflokkur. Ríkisstjórnin lýsti því yfir, að almannnatryggingar á Íslandi ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í Norður-Evrópu. Og allir á Íslandi ættu að njóta þessara trygginga óháð stétt og efnahag. Almannatryggingarnar fóru vel af stað. Í byrjun voru þær eins og slíkar tryggingar gerðust bestar í grannlöndum okkar. En í dag rekum við lestina. Almannatryggingarnar hjá öllum hinum norrænu ríkjunum greiða sínum eldri borgurum mun hærri lífeyri en við gerum.Stjórnmálamenn bera sökina Hvað hefur gerst? Hvernig má það vera, að Ísland standi hinum norrænu ríkjunum langt að baki í þessu efni? Að sjálfsögðu bera stjórnmálamenn hér stærstu sökina. Þeir hafa ekki staðið sig í því að gæta þess, að lífeyrir almannatrygginga hækkaði nægilega mikið til þess að tryggja öldruðum og öryrkjum sómasamlegan lífeyri. Og ekki nóg með það heldur hafa þeir einnig tekið upp skerðingu á lífeyri almannatrygginga til aldraðra vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóðum. Það verður að stöðva þá skerðingu strax. Þessi skerðing er blettur á almannatryggingunum. Hún hefur valdið svo mikilli óánægju, að kerfið er í hættu. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingarnar. Það var aldrei reiknað með því, að lífeyrissjóðirnir mundu valda skerðingu á lífeyri aldraðra frá almannatryggingum.Lífeyrir miklu hærri í grannlöndunum Á Íslandi er grunnlífeyrir eldri borgara 36 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. Í Svíþjóð er grunnlífeyrir (garantipension) 124 þúsund krónur á mánuði, í Noregi 125 þúsund krónur á mánuði, í Danmörku 118 þúsund, í Finnlandi er þessi lífeyrir (basic state pension) 95 þúsund og í Bretlandi er grunnlífeyrir (state pension) 129 þúsund kr. Í Noregi er viðbótarlífeyrir (særtillegg) 125 þúsund krónur á mánuði eins og grunnlífeyririnn. Í Danmörku er viðbótarlífeyrir (tillæg) til eldri borgara alls 123 þúsund krónur á mánuði. Viðbótarlífeyrir er greiddur þeim, sem hafa litlar eða engar aðrar tekjur frá almannatryggingum. Hér að framan er í öllum tilvikum átt við einstaklinga. Grunnlífeyrir aldraðra í grannlöndum okkar er í mörgum tilvikum 3,5 sinnum hærri en grunnlífeyrir hér. Það er greinilega eitthvað að kerfinu hérna. Ef litið er á heildarupphæð lífeyris einhleypra aldraðra frá almannatryggingum í Noregi kemur í ljós, að hún er allt að 385 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt miðað við 225 þúsund kr. hér. Lífeyrir aldraðra er því miklu hærri í Noregi en hér.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Þegar lögin um almannatryggingar voru sett árið 1946, var svokölluð nýsköpunarstjórn við völd í landinu. Þrír flokkar mynduðu þá stjórn: Alþýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Sósíalistaflokkur. Ríkisstjórnin lýsti því yfir, að almannnatryggingar á Íslandi ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í Norður-Evrópu. Og allir á Íslandi ættu að njóta þessara trygginga óháð stétt og efnahag. Almannatryggingarnar fóru vel af stað. Í byrjun voru þær eins og slíkar tryggingar gerðust bestar í grannlöndum okkar. En í dag rekum við lestina. Almannatryggingarnar hjá öllum hinum norrænu ríkjunum greiða sínum eldri borgurum mun hærri lífeyri en við gerum.Stjórnmálamenn bera sökina Hvað hefur gerst? Hvernig má það vera, að Ísland standi hinum norrænu ríkjunum langt að baki í þessu efni? Að sjálfsögðu bera stjórnmálamenn hér stærstu sökina. Þeir hafa ekki staðið sig í því að gæta þess, að lífeyrir almannatrygginga hækkaði nægilega mikið til þess að tryggja öldruðum og öryrkjum sómasamlegan lífeyri. Og ekki nóg með það heldur hafa þeir einnig tekið upp skerðingu á lífeyri almannatrygginga til aldraðra vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóðum. Það verður að stöðva þá skerðingu strax. Þessi skerðing er blettur á almannatryggingunum. Hún hefur valdið svo mikilli óánægju, að kerfið er í hættu. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingarnar. Það var aldrei reiknað með því, að lífeyrissjóðirnir mundu valda skerðingu á lífeyri aldraðra frá almannatryggingum.Lífeyrir miklu hærri í grannlöndunum Á Íslandi er grunnlífeyrir eldri borgara 36 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. Í Svíþjóð er grunnlífeyrir (garantipension) 124 þúsund krónur á mánuði, í Noregi 125 þúsund krónur á mánuði, í Danmörku 118 þúsund, í Finnlandi er þessi lífeyrir (basic state pension) 95 þúsund og í Bretlandi er grunnlífeyrir (state pension) 129 þúsund kr. Í Noregi er viðbótarlífeyrir (særtillegg) 125 þúsund krónur á mánuði eins og grunnlífeyririnn. Í Danmörku er viðbótarlífeyrir (tillæg) til eldri borgara alls 123 þúsund krónur á mánuði. Viðbótarlífeyrir er greiddur þeim, sem hafa litlar eða engar aðrar tekjur frá almannatryggingum. Hér að framan er í öllum tilvikum átt við einstaklinga. Grunnlífeyrir aldraðra í grannlöndum okkar er í mörgum tilvikum 3,5 sinnum hærri en grunnlífeyrir hér. Það er greinilega eitthvað að kerfinu hérna. Ef litið er á heildarupphæð lífeyris einhleypra aldraðra frá almannatryggingum í Noregi kemur í ljós, að hún er allt að 385 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt miðað við 225 þúsund kr. hér. Lífeyrir aldraðra er því miklu hærri í Noregi en hér.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar