Land tukthúsanna Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. maí 2015 07:00 Hvergi sitja fleiri dæmdir sakamenn í fangelsi hlutfallslega en í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn eru nálægt fimm af hundraði mannkyns, þó lætur nærri að 25 prósent refsifanga í tukthúsum heimsins séu Bandaríkjamenn, sem þýðir að fimm sinnum fleiri Bandaríkjamenn þurfa að þola tukthúsvist en aðrir. Þeldökkir Bandaríkjamenn eru sjö sinnum líklegri til að lenda í fangelsi en hvítir landar þeirra. Þeir eru fjórtán prósent þjóðarinnar en um 40 af hundraði refsifanga. Mannréttindasamtök halda því fram, að þetta hlutfall endurspegli innbyggt misrétti, sem eigi sér langa sögu. Lögregla sæki harðar gagnvart þeldökkum og þeir fái þyngri dóma en hvítir. Þetta er ein undirrót þeirrar blóðugu úlfúðar, sem brotist hefur út í borgum Bandaríkjanna undanfarið, nú síðast í Baltimore. Þarna glittir í ljótustu hlið allsnægtasamfélagsins í vestri. Það er merkilegra sökum þess, að glæpum fækkar þar eins og í vestrænum ríkjum. Fólk er að vakna til vitundar um að eitthvað meira en lítið er bogið við sjálft kerfið. Tapað stríð gegn eiturlyfjum veldur miklu. Stór hluti refsifanga afplánar dóma fyrir minni háttar fíkniefnabrot. Vísbendingar eru um, að einkavæddur fangelsisiðnaður geri illt verra. Hann þjóni eigendum sínum frekar en almenningi. Tekjur fangelsanna aukast eftir því sem fleiri sitja bak við lás og slá. Fangelsisiðnaðurinn leggur grunsamlega mikið upp úr því, að ekki verði gefið eftir í stríðinu gegn fíkniefnum. Ætla mætti að glæpagengjum yxi ásmegin. Ofbeldisglæpir fá gríðarlega athygli, einkum í sjónvarpi. Fyrir vikið telja tæplega 70 prósent Bandaríkjamanna að glæpaöldur rísi hærra og hærra. Það er rangt. Glæpum fækkar ár frá ári. Í febrúar urðu þau tíðindi í New York fylki, að færri féllu fyrir morðingjahendi en nokkru sinni síðan skráning hófst. Álykta mætti, að þungar refsingar ættu drjúgan þátt í þessum umskiptum. Svo er ekki. Afbrotamenn forherðast í fangelsi og verða líklegri til að feta glæpabrautina að afplánun lokinni. Fælingarmáttur tukthúsvistar mun því vera lítill. Jákvæð þróun er frekar rakin til minni áfengisdrykkju ungs fólks, hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar og færri freistinga á götum úti. Reiðufé, sem glæpamenn sóttu í áður, er nánast horfið af sjónarsviðinu. Inn í þetta fléttast vopnaburður lögreglu. Efasemdir um að lögreglumaður með byssu komi í veg fyrir glæpi, fá meiri hljómgrunn. Byssan kalli bara á aðra byssu og kyndi undir óhuggulegu vopnakapphlaupi á götunum. Í öðrum löndum, þar sem lögregla er óvopnuð, er þróunin á sömu lund. Glæpum fækkar, óháð vopnaburði lögreglu. Margt er vel gert í Bandaríkjunum. En þegar kemur að löggæslu, refsidómum og tukthúsum er fáar fyrirmyndir þangað að sækja. Það er beinlínis hrollvekjandi, að því skuli haldið fram með góðum rökum, að í siðuðu landi séu tukthús gróðalind, sem þjóni þröngum hagsmunum eigenda sinna – gegn hagsmunum heildarinnar. Talsmönnum lögreglu á Íslandi er vinsamlegast bent á að horfa annað en til Bandaríkjanna þegar fyrirmynda á sviði löggæslu er leitað. Hér búum við við það að fangar eru tiltölulega fáir og glæpir fátíðari en víðast hvar. Það er í sjálfu sér ekki margt sem kallar á róttækar breytingar. Ísland er þrátt fyrir allt friðsælt land. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Hvergi sitja fleiri dæmdir sakamenn í fangelsi hlutfallslega en í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn eru nálægt fimm af hundraði mannkyns, þó lætur nærri að 25 prósent refsifanga í tukthúsum heimsins séu Bandaríkjamenn, sem þýðir að fimm sinnum fleiri Bandaríkjamenn þurfa að þola tukthúsvist en aðrir. Þeldökkir Bandaríkjamenn eru sjö sinnum líklegri til að lenda í fangelsi en hvítir landar þeirra. Þeir eru fjórtán prósent þjóðarinnar en um 40 af hundraði refsifanga. Mannréttindasamtök halda því fram, að þetta hlutfall endurspegli innbyggt misrétti, sem eigi sér langa sögu. Lögregla sæki harðar gagnvart þeldökkum og þeir fái þyngri dóma en hvítir. Þetta er ein undirrót þeirrar blóðugu úlfúðar, sem brotist hefur út í borgum Bandaríkjanna undanfarið, nú síðast í Baltimore. Þarna glittir í ljótustu hlið allsnægtasamfélagsins í vestri. Það er merkilegra sökum þess, að glæpum fækkar þar eins og í vestrænum ríkjum. Fólk er að vakna til vitundar um að eitthvað meira en lítið er bogið við sjálft kerfið. Tapað stríð gegn eiturlyfjum veldur miklu. Stór hluti refsifanga afplánar dóma fyrir minni háttar fíkniefnabrot. Vísbendingar eru um, að einkavæddur fangelsisiðnaður geri illt verra. Hann þjóni eigendum sínum frekar en almenningi. Tekjur fangelsanna aukast eftir því sem fleiri sitja bak við lás og slá. Fangelsisiðnaðurinn leggur grunsamlega mikið upp úr því, að ekki verði gefið eftir í stríðinu gegn fíkniefnum. Ætla mætti að glæpagengjum yxi ásmegin. Ofbeldisglæpir fá gríðarlega athygli, einkum í sjónvarpi. Fyrir vikið telja tæplega 70 prósent Bandaríkjamanna að glæpaöldur rísi hærra og hærra. Það er rangt. Glæpum fækkar ár frá ári. Í febrúar urðu þau tíðindi í New York fylki, að færri féllu fyrir morðingjahendi en nokkru sinni síðan skráning hófst. Álykta mætti, að þungar refsingar ættu drjúgan þátt í þessum umskiptum. Svo er ekki. Afbrotamenn forherðast í fangelsi og verða líklegri til að feta glæpabrautina að afplánun lokinni. Fælingarmáttur tukthúsvistar mun því vera lítill. Jákvæð þróun er frekar rakin til minni áfengisdrykkju ungs fólks, hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar og færri freistinga á götum úti. Reiðufé, sem glæpamenn sóttu í áður, er nánast horfið af sjónarsviðinu. Inn í þetta fléttast vopnaburður lögreglu. Efasemdir um að lögreglumaður með byssu komi í veg fyrir glæpi, fá meiri hljómgrunn. Byssan kalli bara á aðra byssu og kyndi undir óhuggulegu vopnakapphlaupi á götunum. Í öðrum löndum, þar sem lögregla er óvopnuð, er þróunin á sömu lund. Glæpum fækkar, óháð vopnaburði lögreglu. Margt er vel gert í Bandaríkjunum. En þegar kemur að löggæslu, refsidómum og tukthúsum er fáar fyrirmyndir þangað að sækja. Það er beinlínis hrollvekjandi, að því skuli haldið fram með góðum rökum, að í siðuðu landi séu tukthús gróðalind, sem þjóni þröngum hagsmunum eigenda sinna – gegn hagsmunum heildarinnar. Talsmönnum lögreglu á Íslandi er vinsamlegast bent á að horfa annað en til Bandaríkjanna þegar fyrirmynda á sviði löggæslu er leitað. Hér búum við við það að fangar eru tiltölulega fáir og glæpir fátíðari en víðast hvar. Það er í sjálfu sér ekki margt sem kallar á róttækar breytingar. Ísland er þrátt fyrir allt friðsælt land.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun