
Enga skerðingu á lífeyri aldraðra
Eins og eignaupptaka
Hve mikil er skerðingin? Sá sem hefur 100-200 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði heldur ekki nema um það bil helmingi af þeirri upphæð eða ígildi hennar vegna skerðingar hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þetta er mjög ranglátt, þar eð þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóð um langa starfsævi líta á lífeyrinn sem sína eign og það er eðlilegt. Þetta er þeirra eign. Það er því líkast því, sem verið sé að taka hluta af eign eldri borgara eignarnámi. Sá, sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð, fær tiltölulega lítið minna greitt úr kerfinu en sá sem alltaf hefur greitt í sjóðinn. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur ályktað, að þetta verði að leiðrétta. Það verði að afnema skerðingu tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Ef ekki er unnt að gera það í einu lagi verður að gera það í áföngum.
Sjóðsmyndun í lífeyrissjóðunum er mikil í dag. Það eru nú hátt í 3.000 milljarðar í sjóðunum. En á sama tíma og sjóðfélagar eiga svo mikla fjármuni í lífeyrissjóðunum verða margir þeirra að láta sig hafa það að fá sáralítið út úr kerfinu (frá lífeyrissjóðum og TR), þegar þeir fara á eftirlaun. Það er ranglátt og verður að leiðrétta það.
Nýjar viðræður nauðsynlegar
En hvernig á að tryggja framgang þessa umbótamáls eldri borgara og annarra brýnna kjaramála aldraðra? Fyrir alþingiskosningarnar 2013 fóru fulltrúar kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík í Alþingishúsið og ræddu við formenn allra þingflokkanna. Einnig ræddu þeir við formenn annarra stjórnmálaflokka. Það varð dágóður árangur af þessum viðræðum: Hreyfingin flutti frumvarp um að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 2009. Og Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, flutti frumvarp um að afturkalla hluta kjaraskerðingarinnar.
Einnig varð sá árangur af viðræðunum, að ýmis stefnumál og tillögur um kjarabætur lífeyrisþega rötuðu inn í kosningastefnuskrár núverandi stjórnarflokka. Það þarf greinilega að tala á ný við ráðamenn allra stjórnmálaflokkanna til þess að knýja fram kjarabætur aldraðra og öryrkja og tryggja að staðið verði við öll kosningaloforðin, sem lífeyrisþegum voru gefin.
Skoðun

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar