Aldraðir eiga að fá 300 þúsund á mánuði Björgvin Guðmundsson skrifar 10. júní 2015 07:00 Aldraðir og öryrkjar eiga siðferðilegan rétt á því að fá sömu hækkun á lífeyri sínum frá TR eins og verkafólk fær á sínum launum samkvæmt nýgerðum kjarasamningum. Fjármálaráðherra svaraði því neitandi, þegar formaður Samfylkingarinnar spurði að því á Alþingi, hvort lífeyrir yrði hækkaður til jafns við lægstu laun. Fjármálaráðherra sagði, að ríkið hefði ekki efni á því að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja! Ráðherrann gaf jafnframt í skyn, að ríkinu bæri ekki skylda til þess að hækka lífeyri jafnmikið og laun! Lengi vel var það svo, að tilgreint var ákveðið í lögum, að lífeyrir ætti að hækka jafnmikið og lágmarkslaun. Davíð Oddsson lét sem forsætisráðherra og formaður Sjàlfstæðisflokksins fella þetta ákvæði úr lögunum. En í staðinn var sett í lögin, að við hækkun lífeyris ætti að taka mið af launaþróun en lífeyrir aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Þegar Davíð sætti gagnrýni fyrir þessa breytingu sagði hann, að þetta yrði betra fyrir lífeyrisþega. Nú væru þeir tryggðir bæði með belti og axlaböndum. Það skýtur því skökku við, að núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins reyni að ómerkja orð Davíðs og neiti að láta lífeyri hækka til jafns við lægstu laun!Aldraðir fái 300 þúsund fyrr Lífeyrir aldraðra og öryrkja verður að hækka í 300 þúsund kr. á mánuði eins og laun. Lögin og andi þeirra segja það. Og yfirlýsing Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra styður við þá túlkun. Spurningin er aðeins sú, hvort lífeyrir þurfi ekki að hækka fyrr í 300 þúsund en eftir 3 ár. Ef til vill væri eðlilegra að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði í 300 þúsund eftir 2 ár. Neyslukönnun Hagstofunnar segir, að meðaltalsneysla einhleypinga sé 321 þúsund krónur á mánuði. En lífeyrir aldraðra einhleypinga frá TR er aðeins 192 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Þetta eru sambærilegar tölur. Það vantar því 129 þúsund kr. á mánuði upp á, að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá TR nái neyslukönnun Hagstofunnar. Lífeyrisþegar geta ekki beðið í 3 ár eftir því, að sá munur verði jafnaður. Það átti að vera búið að jafna hann fyrir löngu. Það er lágmark að jafna þennan mun á 2 árum. Hækki lífeyrir um 25.000 kr. á mánuði frá 1. maí sl., um 39.500 eftir eitt ár og 64.500 eftir 2 ár hefur þessi munur verið jafnaður. Jöfnun næst fyrr, ef ríkisstjórnin stendur við loforð stjórnarflokkanna um að jafna kjaragliðnun (kjaraskerðingu) krepputímans strax. Það þýðir 45 þúsund kr. hækkun lífeyris á mánuði. Nýir kjarasamningar losa ríkisstjórnina ekki undan loforðinu. Það er kominn tími til, að ríkisstjórnin standi við gefin fyrirheit við aldraða og öryrkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Aldraðir og öryrkjar eiga siðferðilegan rétt á því að fá sömu hækkun á lífeyri sínum frá TR eins og verkafólk fær á sínum launum samkvæmt nýgerðum kjarasamningum. Fjármálaráðherra svaraði því neitandi, þegar formaður Samfylkingarinnar spurði að því á Alþingi, hvort lífeyrir yrði hækkaður til jafns við lægstu laun. Fjármálaráðherra sagði, að ríkið hefði ekki efni á því að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja! Ráðherrann gaf jafnframt í skyn, að ríkinu bæri ekki skylda til þess að hækka lífeyri jafnmikið og laun! Lengi vel var það svo, að tilgreint var ákveðið í lögum, að lífeyrir ætti að hækka jafnmikið og lágmarkslaun. Davíð Oddsson lét sem forsætisráðherra og formaður Sjàlfstæðisflokksins fella þetta ákvæði úr lögunum. En í staðinn var sett í lögin, að við hækkun lífeyris ætti að taka mið af launaþróun en lífeyrir aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Þegar Davíð sætti gagnrýni fyrir þessa breytingu sagði hann, að þetta yrði betra fyrir lífeyrisþega. Nú væru þeir tryggðir bæði með belti og axlaböndum. Það skýtur því skökku við, að núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins reyni að ómerkja orð Davíðs og neiti að láta lífeyri hækka til jafns við lægstu laun!Aldraðir fái 300 þúsund fyrr Lífeyrir aldraðra og öryrkja verður að hækka í 300 þúsund kr. á mánuði eins og laun. Lögin og andi þeirra segja það. Og yfirlýsing Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra styður við þá túlkun. Spurningin er aðeins sú, hvort lífeyrir þurfi ekki að hækka fyrr í 300 þúsund en eftir 3 ár. Ef til vill væri eðlilegra að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði í 300 þúsund eftir 2 ár. Neyslukönnun Hagstofunnar segir, að meðaltalsneysla einhleypinga sé 321 þúsund krónur á mánuði. En lífeyrir aldraðra einhleypinga frá TR er aðeins 192 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Þetta eru sambærilegar tölur. Það vantar því 129 þúsund kr. á mánuði upp á, að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá TR nái neyslukönnun Hagstofunnar. Lífeyrisþegar geta ekki beðið í 3 ár eftir því, að sá munur verði jafnaður. Það átti að vera búið að jafna hann fyrir löngu. Það er lágmark að jafna þennan mun á 2 árum. Hækki lífeyrir um 25.000 kr. á mánuði frá 1. maí sl., um 39.500 eftir eitt ár og 64.500 eftir 2 ár hefur þessi munur verið jafnaður. Jöfnun næst fyrr, ef ríkisstjórnin stendur við loforð stjórnarflokkanna um að jafna kjaragliðnun (kjaraskerðingu) krepputímans strax. Það þýðir 45 þúsund kr. hækkun lífeyris á mánuði. Nýir kjarasamningar losa ríkisstjórnina ekki undan loforðinu. Það er kominn tími til, að ríkisstjórnin standi við gefin fyrirheit við aldraða og öryrkja.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar