Hleypidómar gagnvart námsvali Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 13. júní 2015 07:00 Forsvarsmenn yfirstandandi kjaraviðræðna hafa lagt ríka áherslu á virði menntunar. Háværar raddir háskólagenginna stétta segja laun sín í ósamræmi við menntun og hafa nýdoktorar nú tekið í sama streng. Öll krefjast þau launa til samræmis við menntun. Kári Stefánsson gagnrýndi á dögunum baráttu Bandalags háskólamanna fyrir bættum kjörum. Sagði hann áherslu baráttunnar á menntun óheppilega – eðlilegra væri að reikna laun í hlutfalli við framlag fólks til samfélagsins. Háskólagráðan ein og sér ætti ekki að vera skilyrðislaus ávísun á hærri laun. Umræða um virði menntunar er margslungin. Iðnmenntun á undir högg að sækja. Einungis 12% grunnskólanema skila sér nú í iðn- og tækninám að grunnskóla loknum. Hlutfallið virðist lækka með ári hverju. Verulegur skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki og hafa atvinnurekendur lýst knýjandi þörf á fjölgun í stéttinni. Stjórnvöld hafa ítrekað lofað auknum stuðningi við iðn- og tækninám en þó virðast engar breytingar í sjónmáli. Árum saman hefur iðnmenntun verið sett skör lægra en bókleg menntun – ríkjandi viðhorf víða í samfélaginu sem ratar til ungmenna innan skólakerfisins og heimilanna. Margir upplifa hleypidóma gagnvart námsvalinu – það sé annars flokks og á einhvern hátt ófullnægjandi. Þessi viðhorf eru röng og beinlínis skaðleg. Þau hefta framgang iðn- og verkmenntaskóla og draga úr fjölbreytni atvinnulífsins þegar fram líða stundir. Einhvers staðar á vegferðinni virðist samfélagið hafa villst af leið. Það virðist hafa gleymst að iðnnám býður upp á raunveruleg tækifæri. Það býður upp á fjölbreytt störf og góða tekjumöguleika – stundum margföld laun sprenglærðs háskólafólks. Þegar háskólagengið fólk skríður undan kostnaðarsömum námsárum á hálfum þrítugsaldri hafa iðnmenntaðir jafnaldrar margir öðlast umfangsmikla reynslu og hafið sjálfstæðan rekstur. Verkefnaskortur og atvinnuleysi eru fáheyrð vandamál og eftirspurn eftir iðnlærðum er gífurleg. Nú þegar offramboð er af ýmsu háskólamenntuðu fólki er verulegur skortur á vel menntuðu handverksfólki. Störf iðnmenntaðra hafa löngum verið álitin karlastörf. Konur skipa mikinn minnihluti iðnmenntaðra á öllum Norðurlöndum. Þrátt fyrir mikla atvinnuþátttöku kvenna virðist kynskipting eftir störfum enn mikil. Það þarf að hvetja konur til náms í iðngreinum og handverki. Kynbundið náms- og starfsval er afleiðing úreltra viðhorfa, sem þarf að breyta. Öll viljum við vera metin að verðleikum. Við viljum að menntun okkar og framlag rati í launaumslagið. Við viljum að starfsval okkar sé virt og framlag okkar metið. Fjölbreytt menntun leggur grunn að bættum lífskjörum og traustum efnahag. Ljóst er að verulegt átak þarf til fjölgunar iðn- og tæknimenntaðs fólks á Íslandi. Þar bíða störfin. Stjórnvöld þurfa að leiðrétta skekkjuna í skólakerfinu og lyfta handverkinu á hærri stall – og öll þurfum við að ábyrgjast breytingu á ríkjandi viðhorfum. Við græðum öll á fjölbreytninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn yfirstandandi kjaraviðræðna hafa lagt ríka áherslu á virði menntunar. Háværar raddir háskólagenginna stétta segja laun sín í ósamræmi við menntun og hafa nýdoktorar nú tekið í sama streng. Öll krefjast þau launa til samræmis við menntun. Kári Stefánsson gagnrýndi á dögunum baráttu Bandalags háskólamanna fyrir bættum kjörum. Sagði hann áherslu baráttunnar á menntun óheppilega – eðlilegra væri að reikna laun í hlutfalli við framlag fólks til samfélagsins. Háskólagráðan ein og sér ætti ekki að vera skilyrðislaus ávísun á hærri laun. Umræða um virði menntunar er margslungin. Iðnmenntun á undir högg að sækja. Einungis 12% grunnskólanema skila sér nú í iðn- og tækninám að grunnskóla loknum. Hlutfallið virðist lækka með ári hverju. Verulegur skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki og hafa atvinnurekendur lýst knýjandi þörf á fjölgun í stéttinni. Stjórnvöld hafa ítrekað lofað auknum stuðningi við iðn- og tækninám en þó virðast engar breytingar í sjónmáli. Árum saman hefur iðnmenntun verið sett skör lægra en bókleg menntun – ríkjandi viðhorf víða í samfélaginu sem ratar til ungmenna innan skólakerfisins og heimilanna. Margir upplifa hleypidóma gagnvart námsvalinu – það sé annars flokks og á einhvern hátt ófullnægjandi. Þessi viðhorf eru röng og beinlínis skaðleg. Þau hefta framgang iðn- og verkmenntaskóla og draga úr fjölbreytni atvinnulífsins þegar fram líða stundir. Einhvers staðar á vegferðinni virðist samfélagið hafa villst af leið. Það virðist hafa gleymst að iðnnám býður upp á raunveruleg tækifæri. Það býður upp á fjölbreytt störf og góða tekjumöguleika – stundum margföld laun sprenglærðs háskólafólks. Þegar háskólagengið fólk skríður undan kostnaðarsömum námsárum á hálfum þrítugsaldri hafa iðnmenntaðir jafnaldrar margir öðlast umfangsmikla reynslu og hafið sjálfstæðan rekstur. Verkefnaskortur og atvinnuleysi eru fáheyrð vandamál og eftirspurn eftir iðnlærðum er gífurleg. Nú þegar offramboð er af ýmsu háskólamenntuðu fólki er verulegur skortur á vel menntuðu handverksfólki. Störf iðnmenntaðra hafa löngum verið álitin karlastörf. Konur skipa mikinn minnihluti iðnmenntaðra á öllum Norðurlöndum. Þrátt fyrir mikla atvinnuþátttöku kvenna virðist kynskipting eftir störfum enn mikil. Það þarf að hvetja konur til náms í iðngreinum og handverki. Kynbundið náms- og starfsval er afleiðing úreltra viðhorfa, sem þarf að breyta. Öll viljum við vera metin að verðleikum. Við viljum að menntun okkar og framlag rati í launaumslagið. Við viljum að starfsval okkar sé virt og framlag okkar metið. Fjölbreytt menntun leggur grunn að bættum lífskjörum og traustum efnahag. Ljóst er að verulegt átak þarf til fjölgunar iðn- og tæknimenntaðs fólks á Íslandi. Þar bíða störfin. Stjórnvöld þurfa að leiðrétta skekkjuna í skólakerfinu og lyfta handverkinu á hærri stall – og öll þurfum við að ábyrgjast breytingu á ríkjandi viðhorfum. Við græðum öll á fjölbreytninni.
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun