Hleypidómar gagnvart námsvali Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 13. júní 2015 07:00 Forsvarsmenn yfirstandandi kjaraviðræðna hafa lagt ríka áherslu á virði menntunar. Háværar raddir háskólagenginna stétta segja laun sín í ósamræmi við menntun og hafa nýdoktorar nú tekið í sama streng. Öll krefjast þau launa til samræmis við menntun. Kári Stefánsson gagnrýndi á dögunum baráttu Bandalags háskólamanna fyrir bættum kjörum. Sagði hann áherslu baráttunnar á menntun óheppilega – eðlilegra væri að reikna laun í hlutfalli við framlag fólks til samfélagsins. Háskólagráðan ein og sér ætti ekki að vera skilyrðislaus ávísun á hærri laun. Umræða um virði menntunar er margslungin. Iðnmenntun á undir högg að sækja. Einungis 12% grunnskólanema skila sér nú í iðn- og tækninám að grunnskóla loknum. Hlutfallið virðist lækka með ári hverju. Verulegur skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki og hafa atvinnurekendur lýst knýjandi þörf á fjölgun í stéttinni. Stjórnvöld hafa ítrekað lofað auknum stuðningi við iðn- og tækninám en þó virðast engar breytingar í sjónmáli. Árum saman hefur iðnmenntun verið sett skör lægra en bókleg menntun – ríkjandi viðhorf víða í samfélaginu sem ratar til ungmenna innan skólakerfisins og heimilanna. Margir upplifa hleypidóma gagnvart námsvalinu – það sé annars flokks og á einhvern hátt ófullnægjandi. Þessi viðhorf eru röng og beinlínis skaðleg. Þau hefta framgang iðn- og verkmenntaskóla og draga úr fjölbreytni atvinnulífsins þegar fram líða stundir. Einhvers staðar á vegferðinni virðist samfélagið hafa villst af leið. Það virðist hafa gleymst að iðnnám býður upp á raunveruleg tækifæri. Það býður upp á fjölbreytt störf og góða tekjumöguleika – stundum margföld laun sprenglærðs háskólafólks. Þegar háskólagengið fólk skríður undan kostnaðarsömum námsárum á hálfum þrítugsaldri hafa iðnmenntaðir jafnaldrar margir öðlast umfangsmikla reynslu og hafið sjálfstæðan rekstur. Verkefnaskortur og atvinnuleysi eru fáheyrð vandamál og eftirspurn eftir iðnlærðum er gífurleg. Nú þegar offramboð er af ýmsu háskólamenntuðu fólki er verulegur skortur á vel menntuðu handverksfólki. Störf iðnmenntaðra hafa löngum verið álitin karlastörf. Konur skipa mikinn minnihluti iðnmenntaðra á öllum Norðurlöndum. Þrátt fyrir mikla atvinnuþátttöku kvenna virðist kynskipting eftir störfum enn mikil. Það þarf að hvetja konur til náms í iðngreinum og handverki. Kynbundið náms- og starfsval er afleiðing úreltra viðhorfa, sem þarf að breyta. Öll viljum við vera metin að verðleikum. Við viljum að menntun okkar og framlag rati í launaumslagið. Við viljum að starfsval okkar sé virt og framlag okkar metið. Fjölbreytt menntun leggur grunn að bættum lífskjörum og traustum efnahag. Ljóst er að verulegt átak þarf til fjölgunar iðn- og tæknimenntaðs fólks á Íslandi. Þar bíða störfin. Stjórnvöld þurfa að leiðrétta skekkjuna í skólakerfinu og lyfta handverkinu á hærri stall – og öll þurfum við að ábyrgjast breytingu á ríkjandi viðhorfum. Við græðum öll á fjölbreytninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn yfirstandandi kjaraviðræðna hafa lagt ríka áherslu á virði menntunar. Háværar raddir háskólagenginna stétta segja laun sín í ósamræmi við menntun og hafa nýdoktorar nú tekið í sama streng. Öll krefjast þau launa til samræmis við menntun. Kári Stefánsson gagnrýndi á dögunum baráttu Bandalags háskólamanna fyrir bættum kjörum. Sagði hann áherslu baráttunnar á menntun óheppilega – eðlilegra væri að reikna laun í hlutfalli við framlag fólks til samfélagsins. Háskólagráðan ein og sér ætti ekki að vera skilyrðislaus ávísun á hærri laun. Umræða um virði menntunar er margslungin. Iðnmenntun á undir högg að sækja. Einungis 12% grunnskólanema skila sér nú í iðn- og tækninám að grunnskóla loknum. Hlutfallið virðist lækka með ári hverju. Verulegur skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki og hafa atvinnurekendur lýst knýjandi þörf á fjölgun í stéttinni. Stjórnvöld hafa ítrekað lofað auknum stuðningi við iðn- og tækninám en þó virðast engar breytingar í sjónmáli. Árum saman hefur iðnmenntun verið sett skör lægra en bókleg menntun – ríkjandi viðhorf víða í samfélaginu sem ratar til ungmenna innan skólakerfisins og heimilanna. Margir upplifa hleypidóma gagnvart námsvalinu – það sé annars flokks og á einhvern hátt ófullnægjandi. Þessi viðhorf eru röng og beinlínis skaðleg. Þau hefta framgang iðn- og verkmenntaskóla og draga úr fjölbreytni atvinnulífsins þegar fram líða stundir. Einhvers staðar á vegferðinni virðist samfélagið hafa villst af leið. Það virðist hafa gleymst að iðnnám býður upp á raunveruleg tækifæri. Það býður upp á fjölbreytt störf og góða tekjumöguleika – stundum margföld laun sprenglærðs háskólafólks. Þegar háskólagengið fólk skríður undan kostnaðarsömum námsárum á hálfum þrítugsaldri hafa iðnmenntaðir jafnaldrar margir öðlast umfangsmikla reynslu og hafið sjálfstæðan rekstur. Verkefnaskortur og atvinnuleysi eru fáheyrð vandamál og eftirspurn eftir iðnlærðum er gífurleg. Nú þegar offramboð er af ýmsu háskólamenntuðu fólki er verulegur skortur á vel menntuðu handverksfólki. Störf iðnmenntaðra hafa löngum verið álitin karlastörf. Konur skipa mikinn minnihluti iðnmenntaðra á öllum Norðurlöndum. Þrátt fyrir mikla atvinnuþátttöku kvenna virðist kynskipting eftir störfum enn mikil. Það þarf að hvetja konur til náms í iðngreinum og handverki. Kynbundið náms- og starfsval er afleiðing úreltra viðhorfa, sem þarf að breyta. Öll viljum við vera metin að verðleikum. Við viljum að menntun okkar og framlag rati í launaumslagið. Við viljum að starfsval okkar sé virt og framlag okkar metið. Fjölbreytt menntun leggur grunn að bættum lífskjörum og traustum efnahag. Ljóst er að verulegt átak þarf til fjölgunar iðn- og tæknimenntaðs fólks á Íslandi. Þar bíða störfin. Stjórnvöld þurfa að leiðrétta skekkjuna í skólakerfinu og lyfta handverkinu á hærri stall – og öll þurfum við að ábyrgjast breytingu á ríkjandi viðhorfum. Við græðum öll á fjölbreytninni.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun