Gefur frá sér 4.237 milljarða Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júlí 2015 07:00 Prinsinn Alwaleed bin Talal ætlar að gefa allan auð sinn til góðgerðarmála. nordicphotos/afp Sádiarabíski prinsinn og auðjöfurinn Alwaleed bin Talal lýsti því yfir í gær að hann hygðist gefa allan sinn persónulega auð á næstu árum. Forbes metur eignir Alwaleeds á 4.237 milljarða króna, sem samsvarar um tvöfaldri vergri landsframleiðslu Íslands. Prinsinn vermir 34. sætið á lista Forbes yfir auðugustu menn heims. Prinsinn, sem er sonur Salmans konungs Sádi-Arabíu, segir auð sinn verða notaðan til að draga úr fordómum, bæta stöðu kvenna og takast á við náttúruhamfarir auk annars. Alwaleed hefur lengi verið þekktur sem einn helsti talsmaður kvennabaráttu í Sádi-Arabíu. Þegar Alwaleed tilkynnti um áform sín nefndi hann góðgerðarsjóð Bills og Melindu Gates sem sinn helsta innblástur. Bill Gates tók ákvörðun prinsins fagnandi og sagði hana hvatningu til allra sem vinna góðgerðarstarf í heiminum. Alwaleed hafði áður látið um 463 milljarða króna renna til sjóðs síns, Alwaleed Philanthropies. Prinsinn gegnir ekki opinberu embætti í Sádi-Arabíu. Hann er stjórnarformaður fjárfestingarsjóðsins Kingdom Holding Company sem á meðal annars hlut í Twitter og Apple. Meðal eigna Alwaleeds má nefna 371 herbergis höll í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, Boeing 747-400 flugvél og 85 metra snekkju. Tækni Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sádiarabíski prinsinn og auðjöfurinn Alwaleed bin Talal lýsti því yfir í gær að hann hygðist gefa allan sinn persónulega auð á næstu árum. Forbes metur eignir Alwaleeds á 4.237 milljarða króna, sem samsvarar um tvöfaldri vergri landsframleiðslu Íslands. Prinsinn vermir 34. sætið á lista Forbes yfir auðugustu menn heims. Prinsinn, sem er sonur Salmans konungs Sádi-Arabíu, segir auð sinn verða notaðan til að draga úr fordómum, bæta stöðu kvenna og takast á við náttúruhamfarir auk annars. Alwaleed hefur lengi verið þekktur sem einn helsti talsmaður kvennabaráttu í Sádi-Arabíu. Þegar Alwaleed tilkynnti um áform sín nefndi hann góðgerðarsjóð Bills og Melindu Gates sem sinn helsta innblástur. Bill Gates tók ákvörðun prinsins fagnandi og sagði hana hvatningu til allra sem vinna góðgerðarstarf í heiminum. Alwaleed hafði áður látið um 463 milljarða króna renna til sjóðs síns, Alwaleed Philanthropies. Prinsinn gegnir ekki opinberu embætti í Sádi-Arabíu. Hann er stjórnarformaður fjárfestingarsjóðsins Kingdom Holding Company sem á meðal annars hlut í Twitter og Apple. Meðal eigna Alwaleeds má nefna 371 herbergis höll í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, Boeing 747-400 flugvél og 85 metra snekkju.
Tækni Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira