Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, ásamt níu þingmönnum stjórnarandstöðunnar, þar á meðal Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, og Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, hafa farið fram á að ný skýrsla verði gerð um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána.
Þingmennirnir segja að í skýrslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um Leiðréttinguna sem kom út á mánudaginn komi ekki fram svör við öllum spurningum sem Katrín Jakobsdóttir lagði fram um aðgerðina á Alþingi í nóvember.
„Þetta er rosalega stór aðgerð og því finnst okkur mikilvægt að það ríki sem mest gegnsæi um allar upplýsingar. Þess vegna leggjum við þessa beiðni fram, til þess að fá svör um það sem okkur fannst ekki nægjanlega svarað í skýrslunni,“ segir Katrín.
Þingmennirnir spyrja hvernig heildarupphæð Leiðréttingarinnar skiptist milli beinnar höfuðstólslækkunar og frádráttarliða.
Þá spyrja þeir einnig hvernig lækkun húsnæðislána skiptist milli tíunda eftir tekjum og eignum allra framteljenda árið 2014 en ekki bara þeirra sem sóttu um lækkun húsnæðislána.
Katrín á ekki von á því að svör við spurningunum fáist fyrr en þing kemur saman á ný í haust.
Krefjast frekari svara um Leiðréttinguna
Ingvar Haraldsson skrifar

Mest lesið




Sérsveit handtók vopnaðan mann
Innlent


Kviknaði í bíl á miðjum vegi
Innlent




Úr Kvennaskólanum í píparann
Innlent