Lögbundna sálfræðiþjónustu í grunn- og framhaldsskóla Óskar Steinn Ómarsson skrifar 17. júlí 2015 12:30 Algengasta dánarorsök ungra íslenskra karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára er sjálfsvíg. Ekki bílslys, ekki krabbamein, heldur sjálfsvíg. Fjórir til sex ungir karlmenn svipta sig lífi ár hvert, en alls falla að meðaltali 35 Íslendingar fyrir eigin hendi árlega. Símtölum um sjálfsvíg í hjálparsíma Rauða krossins, 1717, hefur fjölgað um 42% milli ára. Ef um annars konar dauðsföll væri að ræða, svo sem af völdum kynsjúkdóms, væri talað um faraldur. Viðvörunarbjöllurnar eru líka byrjaðar að hringja í framhaldsskólum landsins. Á meðan brottfall fer almennt minnkandi hækkar hlutfall þeirra sem hætta í námi vegna andlegra veikinda. Á haustönn 2014 hættu 12 prósent vegna andlegrar vanlíðunar – upp um þrjú prósentustig frá því árið áður. Náms- og starfsráðgjafar upplifa aukið álag og segja að starf þeirra snúist í auknum mæli um að veita nemendum með erfið persónuleg vandamál þjónustu, sem betur ætti heima á sviði velferðarþjónustu. Við verðum að grípa til aðgerða strax. Í lögum um grunn- og framhaldsskóla er hvergi að finna nein ákvæði um aðgengi nemenda að sálfræðiþjónustu. Í dag er því eina raunverulega úrræðið að leita til dýrra sálfræðinga utan veggja skólans. Vegna mikils kostnaðar bíta margir á jaxlinn og veigra sér við því að leita aðstoðar. Rétturinn til gjaldfrjálsrar sálfræðiþjónustu í grunn- og framhaldsskólum landsins á að vera sjálfsagður og óskoraður. Um er að ræða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu sem getur skipt sköpum fyrir ungt fólk sem á í erfiðleikum með að fóta sig í lífinu. Lögbundin sálfræðiþjónusta í grunn- og framhaldsskólum getur bætt andlega heilsu ungmenna, dregið úr brottfalli og bjargað mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Algengasta dánarorsök ungra íslenskra karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára er sjálfsvíg. Ekki bílslys, ekki krabbamein, heldur sjálfsvíg. Fjórir til sex ungir karlmenn svipta sig lífi ár hvert, en alls falla að meðaltali 35 Íslendingar fyrir eigin hendi árlega. Símtölum um sjálfsvíg í hjálparsíma Rauða krossins, 1717, hefur fjölgað um 42% milli ára. Ef um annars konar dauðsföll væri að ræða, svo sem af völdum kynsjúkdóms, væri talað um faraldur. Viðvörunarbjöllurnar eru líka byrjaðar að hringja í framhaldsskólum landsins. Á meðan brottfall fer almennt minnkandi hækkar hlutfall þeirra sem hætta í námi vegna andlegra veikinda. Á haustönn 2014 hættu 12 prósent vegna andlegrar vanlíðunar – upp um þrjú prósentustig frá því árið áður. Náms- og starfsráðgjafar upplifa aukið álag og segja að starf þeirra snúist í auknum mæli um að veita nemendum með erfið persónuleg vandamál þjónustu, sem betur ætti heima á sviði velferðarþjónustu. Við verðum að grípa til aðgerða strax. Í lögum um grunn- og framhaldsskóla er hvergi að finna nein ákvæði um aðgengi nemenda að sálfræðiþjónustu. Í dag er því eina raunverulega úrræðið að leita til dýrra sálfræðinga utan veggja skólans. Vegna mikils kostnaðar bíta margir á jaxlinn og veigra sér við því að leita aðstoðar. Rétturinn til gjaldfrjálsrar sálfræðiþjónustu í grunn- og framhaldsskólum landsins á að vera sjálfsagður og óskoraður. Um er að ræða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu sem getur skipt sköpum fyrir ungt fólk sem á í erfiðleikum með að fóta sig í lífinu. Lögbundin sálfræðiþjónusta í grunn- og framhaldsskólum getur bætt andlega heilsu ungmenna, dregið úr brottfalli og bjargað mannslífum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar