Skammta öldruðum þriðjung af því sem launþegar fá Björgvin Guðmundsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Í grein minni „Kjör aldraðra og öryrkja ítrekað skert“ sýndi ég fram á, að stjórnvöld hafa um langt skeið hlunnfarið eldri borgara og öryrkja. Stjórnvöld láta lífeyrisþega aldrei fá hliðstæðar kjarabætur og launþegar fá. Það er alltaf klipið af launauppbótum og verðlagsuppbótum til aldraðra og öryrkja. Stjórnvöld telja, að lífeyrisþegar hafi breitt bak! Þessi saga er nú enn einu sinni að endurtaka sig. Fjármálaráðherra boðar, að aldraðir og öryrkjar eigi að fá hækkun á lífeyri næsta ár, ekki sömu hækkun og launþegar, heldur þriðjungshækkun af launahækkun láglaunafólks! Og lífeyrisþegar eiga ekki að fá hækkun frá sama tíma og launþegar, þ.e. 1. maí sl. Nei, þeir eiga að fá hana 8 mánuðum síðar. Það er engu líkara en stjórnvöld telji, að aldraðir og öryrkjar hafi svo góð kjör, að þeim liggi ekkert á.Yfirlýsing Davíðs sem forsætisráðherra gildir Fjármálaráðherra virðist hafa tekið lífeyrismál aldraðra og öryrkja í sínar hendur en lítið heyrist frá tryggingamálaráðherranum, Eygló Harðardóttur. Fjármálaráðherra var áður búinn að segja á Alþingi, að ekki væri unnt að hækka bætur lífeyrisþega vegna nýrra kjarasamninga. Það er vissulega jákvætt að fjármálaráðherra skuli hafa endurskoðað þá neikvæðu afstöðu sína.En betur má ef duga skal. Forveri Bjarna Benediktssonar, í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson þá forsætisráðherra, sagði þegar ákvæðum laga um ákvörðun lífeyris aldraðra var breytt, að nýja ákvæðið, nýja orðalagið, yrði lífeyrisþegum hagstæðara en það eldra. Áður stóð í lögunum „að breyta ætti lífeyri aldraðra í samræmi við breytingar á lámarkslaunum“. Þegar þessu var breytt og ákveðið að segja, að taka ætti mið af launaþróun við breytingu lífeyris, en þó aldrei að hækka minna en neysluverð, gaf Davíð Oddsson framangreinda yfirlýsingu. Núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins getur ekki ómerkt yfirlýsingu fyrirrennara síns og forsætisráðherra í þessu efni. Yfirlýsing Davíðs hlýtur að gilda og því á lífeyrir að hækka nákvæmlega eins og lægstu laun og frá sama tíma.Lífeyrisþegum dugar ekkert minna. Þetta er lágmark Kjarni málsins er sá, að 255 þúsund króna lífeyrir á mánuði er algert lágmark og í rauninni of lítið til þess að lifa af. Lífeyrir þeirra eldri borgara, sem hafa einungis tekjur frá TR, er í dag 225 þúsund krónur fyrir skatt. ( 192 þúsund eftir skatt). Bjarni Benediktsson vill hækka þessa upphæð um 8,9% frá næstu áramótum. Það er alltof lítið og of seint.Láglaunafólk fékk 30 þúsund króna hækkun 1. maí sl. og fær 27-28% hækkun næstu þrjú ár. Launin hækka í 300 þúsund krónur á mánuði.Ekkert heyrist frá stjórnvöldum um að eldri borgarar og öryrkjar eigi jafnframt að fá slíka hækkun. Lífeyrisþegar virðast eiga að fara bónarveg að stjórnvöldum til þess að fá frekari hækkun bóta. Enda þótt það sé í stjórnarskrá og lögum, að ríkið eigi að aðstoða aldraða og öryrkja svo þeir geti lifað eðlilegu lífi og tekið þátt í þjóðfélaginu telja stjórnarherrarnir, að þeir geti sett sig á háan hest og látið eins og það sé undir miskunn þeirra komið hvort aldraðir fái sómasamlegan lífeyri, sem dugi fyrir framfærslu og eðlilegu lífi. En svo er ekki. Stjórnarherrarnir hafa enga heimild til þess að halda lífeyri aldraðra og öryrkja niðri og meðhöndla lífeyrisþega á annan hátt en láglaunafólk er meðhöndlað. Það eru sömu rök fyrir nauðsyn þess að hækka lífeyri eins og fyrir þörfinni á að hækka kaup láglaunafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Í grein minni „Kjör aldraðra og öryrkja ítrekað skert“ sýndi ég fram á, að stjórnvöld hafa um langt skeið hlunnfarið eldri borgara og öryrkja. Stjórnvöld láta lífeyrisþega aldrei fá hliðstæðar kjarabætur og launþegar fá. Það er alltaf klipið af launauppbótum og verðlagsuppbótum til aldraðra og öryrkja. Stjórnvöld telja, að lífeyrisþegar hafi breitt bak! Þessi saga er nú enn einu sinni að endurtaka sig. Fjármálaráðherra boðar, að aldraðir og öryrkjar eigi að fá hækkun á lífeyri næsta ár, ekki sömu hækkun og launþegar, heldur þriðjungshækkun af launahækkun láglaunafólks! Og lífeyrisþegar eiga ekki að fá hækkun frá sama tíma og launþegar, þ.e. 1. maí sl. Nei, þeir eiga að fá hana 8 mánuðum síðar. Það er engu líkara en stjórnvöld telji, að aldraðir og öryrkjar hafi svo góð kjör, að þeim liggi ekkert á.Yfirlýsing Davíðs sem forsætisráðherra gildir Fjármálaráðherra virðist hafa tekið lífeyrismál aldraðra og öryrkja í sínar hendur en lítið heyrist frá tryggingamálaráðherranum, Eygló Harðardóttur. Fjármálaráðherra var áður búinn að segja á Alþingi, að ekki væri unnt að hækka bætur lífeyrisþega vegna nýrra kjarasamninga. Það er vissulega jákvætt að fjármálaráðherra skuli hafa endurskoðað þá neikvæðu afstöðu sína.En betur má ef duga skal. Forveri Bjarna Benediktssonar, í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson þá forsætisráðherra, sagði þegar ákvæðum laga um ákvörðun lífeyris aldraðra var breytt, að nýja ákvæðið, nýja orðalagið, yrði lífeyrisþegum hagstæðara en það eldra. Áður stóð í lögunum „að breyta ætti lífeyri aldraðra í samræmi við breytingar á lámarkslaunum“. Þegar þessu var breytt og ákveðið að segja, að taka ætti mið af launaþróun við breytingu lífeyris, en þó aldrei að hækka minna en neysluverð, gaf Davíð Oddsson framangreinda yfirlýsingu. Núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins getur ekki ómerkt yfirlýsingu fyrirrennara síns og forsætisráðherra í þessu efni. Yfirlýsing Davíðs hlýtur að gilda og því á lífeyrir að hækka nákvæmlega eins og lægstu laun og frá sama tíma.Lífeyrisþegum dugar ekkert minna. Þetta er lágmark Kjarni málsins er sá, að 255 þúsund króna lífeyrir á mánuði er algert lágmark og í rauninni of lítið til þess að lifa af. Lífeyrir þeirra eldri borgara, sem hafa einungis tekjur frá TR, er í dag 225 þúsund krónur fyrir skatt. ( 192 þúsund eftir skatt). Bjarni Benediktsson vill hækka þessa upphæð um 8,9% frá næstu áramótum. Það er alltof lítið og of seint.Láglaunafólk fékk 30 þúsund króna hækkun 1. maí sl. og fær 27-28% hækkun næstu þrjú ár. Launin hækka í 300 þúsund krónur á mánuði.Ekkert heyrist frá stjórnvöldum um að eldri borgarar og öryrkjar eigi jafnframt að fá slíka hækkun. Lífeyrisþegar virðast eiga að fara bónarveg að stjórnvöldum til þess að fá frekari hækkun bóta. Enda þótt það sé í stjórnarskrá og lögum, að ríkið eigi að aðstoða aldraða og öryrkja svo þeir geti lifað eðlilegu lífi og tekið þátt í þjóðfélaginu telja stjórnarherrarnir, að þeir geti sett sig á háan hest og látið eins og það sé undir miskunn þeirra komið hvort aldraðir fái sómasamlegan lífeyri, sem dugi fyrir framfærslu og eðlilegu lífi. En svo er ekki. Stjórnarherrarnir hafa enga heimild til þess að halda lífeyri aldraðra og öryrkja niðri og meðhöndla lífeyrisþega á annan hátt en láglaunafólk er meðhöndlað. Það eru sömu rök fyrir nauðsyn þess að hækka lífeyri eins og fyrir þörfinni á að hækka kaup láglaunafólks.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun