Árni Páll segir stjórnvöld ekki standa við eigin Evrópustefnu Ingvar Haraldsson skrifar 29. júlí 2015 07:00 Árni Páll veltir fyrir sér hvort Evrópustefnan hafi verið sett í þykjustuleik. vísir/gva „Þessi stefna var öll í skötulíki og þessi ríkisstjórn virðist vera alveg alveg ófær um að marka einhverja stefnu um samskipti við Evrópusambandið út frá íslenskum hagsmunum,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar sem sett var í mars á síðasta ári. Samkvæmt Evrópustefnunni átti ekkert dómsmál að vera fyrir EFTA-dómstólnum á fyrri hluta þessa árs vegna þess að dregist hafi að innleiða EES-reglugerðir. Þá átti innleiðingarhalli EES-reglugerða að vera kominn undir eitt prósent. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu var innleiðingarhallinn tvö prósent þann 17. apríl síðastliðinn. Þá eru þrjú dómsmál nú rekin gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. „Það átti líka að efla starf sendiráðsins í Brussel og það hefur ekki verið gert,“ bendir Árni Páll á. „Það er mjög skrítið að sjá svona stefnumörkun. Það virðist vera sem hún hafi bara verið sett fram sem einhver þykjustuleikur þegar verið var að reyna að draga aðildarumsóknina til baka,“ segir Árni Páll en Evrópustefnan var sett tæpum þremur vikum eftir að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. „Þetta átti að heita einhvers konar valkostur því á þeim tíma var það gagnrýnt að ekki væri búið að setja sér neina Evrópustefnu. Þá hafi menn flýtt sér að hnipra þetta niður á hné sér í fljótheitum til þess að ekki væri hægt að segja að það væri engin stefna til,“ segir Árni Páll. „Það eru nú mikilvægari mál hér innanlands eins og heilbrigðis- og menntamálin,“ svarar Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, spurður út í innleiðingarhallann. „Það er nú fátt annað gert í utanríkismálanefnd en að ræða og afgreiða EES-tilskipanir,“ bætir Ásmundur við en segir þessi mál þó til stöðugrar skoðunar. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir ekki við Alþingi að sakast. „Það hafa engin mál orðið eftir í þinginu,“ segir Vilhjálmur. Hins vegar hafi ráðuneytum ekki tekist að afgreiða mál nægjanlega hratt. „Það er ekki tiltækur mannafli í ráðuneytunum til að afgreiða þessi mál,“ segir Vilhjálmur. Alþingi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira
„Þessi stefna var öll í skötulíki og þessi ríkisstjórn virðist vera alveg alveg ófær um að marka einhverja stefnu um samskipti við Evrópusambandið út frá íslenskum hagsmunum,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar sem sett var í mars á síðasta ári. Samkvæmt Evrópustefnunni átti ekkert dómsmál að vera fyrir EFTA-dómstólnum á fyrri hluta þessa árs vegna þess að dregist hafi að innleiða EES-reglugerðir. Þá átti innleiðingarhalli EES-reglugerða að vera kominn undir eitt prósent. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu var innleiðingarhallinn tvö prósent þann 17. apríl síðastliðinn. Þá eru þrjú dómsmál nú rekin gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. „Það átti líka að efla starf sendiráðsins í Brussel og það hefur ekki verið gert,“ bendir Árni Páll á. „Það er mjög skrítið að sjá svona stefnumörkun. Það virðist vera sem hún hafi bara verið sett fram sem einhver þykjustuleikur þegar verið var að reyna að draga aðildarumsóknina til baka,“ segir Árni Páll en Evrópustefnan var sett tæpum þremur vikum eftir að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. „Þetta átti að heita einhvers konar valkostur því á þeim tíma var það gagnrýnt að ekki væri búið að setja sér neina Evrópustefnu. Þá hafi menn flýtt sér að hnipra þetta niður á hné sér í fljótheitum til þess að ekki væri hægt að segja að það væri engin stefna til,“ segir Árni Páll. „Það eru nú mikilvægari mál hér innanlands eins og heilbrigðis- og menntamálin,“ svarar Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, spurður út í innleiðingarhallann. „Það er nú fátt annað gert í utanríkismálanefnd en að ræða og afgreiða EES-tilskipanir,“ bætir Ásmundur við en segir þessi mál þó til stöðugrar skoðunar. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir ekki við Alþingi að sakast. „Það hafa engin mál orðið eftir í þinginu,“ segir Vilhjálmur. Hins vegar hafi ráðuneytum ekki tekist að afgreiða mál nægjanlega hratt. „Það er ekki tiltækur mannafli í ráðuneytunum til að afgreiða þessi mál,“ segir Vilhjálmur.
Alþingi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira