Hinsegin hnökrar Óskar Steinn Ómarsson skrifar 7. ágúst 2015 09:45 Í leiðara Fréttablaðsins miðvikudaginn 5. ágúst skrifar Fanney Birna Jónsdóttir um „hnökrana“ sem eftir eru í jafnréttisbaráttu hinsegin fólks. Sem dæmi um „hnökra“ þessa skrifar Fanney Birna um raunir samkynja hjóna frá Rússlandi og Lettlandi sem giftu sig á Íslandi en fá ekki skilnað hér því lagaheimild skorti. Látum það liggja á milli hluta hvort orðið „hnökrar“ eigi við í þessu tilviki. Það sem vakti hins vegar athygli mína við lesturinn var að ekki einu orði var minnst á þá „hnökra“ sem jaðarhópar hinsegin regnhlífarinnar þurfa enn að glíma við. Í leiðaranum vitnar Fanney Birna í orð Evu Maríu Þórarinsdóttur, formanns Hinsegin daga, sem lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið síðastliðinn þriðjudag að skipuleggjendur hátíðarinnar í ár hafi þurft að velta fyrir sér hvers vegna enn sé verið að halda hátíðina. Eva bætti svo við: „Það hefur orðið svo mikil þróun hér á landi og við erum komin með þannig séð öll réttindi sem við höfum verið að berjast fyrir.“ Í leiðara Fanneyjar Birnu og í viðtalinu við Evu Maríu kristallast vandamál hinsegin hreyfingarinnar. Samkynhneigt sís fólk yfirgnæfir umræðuna og aðrir sem tilheyra hinsegin regnhlífinni verða eftir í baráttunni. Við erum nefnilega ekki komin með öll réttindi sem við höfum barist fyrir. Það misrétti sem enn á eftir að leiðrétta getur ekki með nokkru móti kallast „hnökrar“. Það á enn margt eftir að gera í réttindum hinsegin fólks, þá sérstaklega trans- og intersexfólks og annarra sem tilheyra jaðarhópum hreyfingarinnar. Þó að við sem erum „bara“ samkynhneigð njótum þeirra forréttinda að geta upplifað hversdagsleg vandamál okkar sem „hnökra“ þá upplifir hinsegin fólk innan okkar raða ennþá ofbeldi, kerfisbundna mismunun og brjálæðislega fordóma. Það rekst á endalausa og himinháa veggi í kerfinu. Því er ýtt út í læknismeðferðir sem það vill ekki. Það er talið geðveikt. Það verður fyrir einelti og lifir við skert atvinnuöryggi. Þetta eru ekki „hnökrar“. Þetta eru ástæðurnar fyrir því að við höldum Hinsegin daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins miðvikudaginn 5. ágúst skrifar Fanney Birna Jónsdóttir um „hnökrana“ sem eftir eru í jafnréttisbaráttu hinsegin fólks. Sem dæmi um „hnökra“ þessa skrifar Fanney Birna um raunir samkynja hjóna frá Rússlandi og Lettlandi sem giftu sig á Íslandi en fá ekki skilnað hér því lagaheimild skorti. Látum það liggja á milli hluta hvort orðið „hnökrar“ eigi við í þessu tilviki. Það sem vakti hins vegar athygli mína við lesturinn var að ekki einu orði var minnst á þá „hnökra“ sem jaðarhópar hinsegin regnhlífarinnar þurfa enn að glíma við. Í leiðaranum vitnar Fanney Birna í orð Evu Maríu Þórarinsdóttur, formanns Hinsegin daga, sem lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið síðastliðinn þriðjudag að skipuleggjendur hátíðarinnar í ár hafi þurft að velta fyrir sér hvers vegna enn sé verið að halda hátíðina. Eva bætti svo við: „Það hefur orðið svo mikil þróun hér á landi og við erum komin með þannig séð öll réttindi sem við höfum verið að berjast fyrir.“ Í leiðara Fanneyjar Birnu og í viðtalinu við Evu Maríu kristallast vandamál hinsegin hreyfingarinnar. Samkynhneigt sís fólk yfirgnæfir umræðuna og aðrir sem tilheyra hinsegin regnhlífinni verða eftir í baráttunni. Við erum nefnilega ekki komin með öll réttindi sem við höfum barist fyrir. Það misrétti sem enn á eftir að leiðrétta getur ekki með nokkru móti kallast „hnökrar“. Það á enn margt eftir að gera í réttindum hinsegin fólks, þá sérstaklega trans- og intersexfólks og annarra sem tilheyra jaðarhópum hreyfingarinnar. Þó að við sem erum „bara“ samkynhneigð njótum þeirra forréttinda að geta upplifað hversdagsleg vandamál okkar sem „hnökra“ þá upplifir hinsegin fólk innan okkar raða ennþá ofbeldi, kerfisbundna mismunun og brjálæðislega fordóma. Það rekst á endalausa og himinháa veggi í kerfinu. Því er ýtt út í læknismeðferðir sem það vill ekki. Það er talið geðveikt. Það verður fyrir einelti og lifir við skert atvinnuöryggi. Þetta eru ekki „hnökrar“. Þetta eru ástæðurnar fyrir því að við höldum Hinsegin daga.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun