Íslenskt, já takk? Einar Freyr Elínarson skrifar 13. janúar 2016 07:00 Eins og margir vita eru væntanlegir nýir búvörusamningar milli ríkis og bænda. Þessir samningar munu ákvarða starfsskilyrði landbúnaðarins og bændur hafa beðið þeirra með nokkurri eftirvæntingu. Það hefur verið mörgum bændum erfitt að vita ekki hvað tekur við þegar skrifað verður undir nýja samninga. Margir hafa haldið að sér höndum við framkvæmdir og sérstaklega við kaup á kvóta. Óvissan gerir áætlanagerð til langs tíma í búrekstrinum erfiða og ómarkvissa. Það ríkir því mikil spenna hjá okkur bændum um þessar mundir.Er forstjóri Haga nýr talsmaður neytenda? Forstjóri Haga, Finnur Árnason, hljóp nokkuð harkalega á sig í grein í áramótablaði Viðskiptablaðsins. Þar skrifar hann um nýja búvörusamninga milli ríkis og bænda. Við lok lestursins þarf maður að minna sig á að þarna skrifar forstjóri stórrar verslunar því þar virtist frekar fara sjálfskipaður talsmaður neytenda. Þau hlutverk fara ekkert sérstaklega vel saman. Forstjórinn gerist þar meira að segja svo djarfur að líkja búvörusamningum við Icesave-samningana sem þjóðin felldi. Það er í besta falli barnalegt og í versta falli rætin tilraun til að slá ryki í augun á fólki. Forstjórinn lætur sem hann skilji ekki muninn á samningi sem heldur fjármunum innan íslenska hagkerfisins eða samningi sem felur í sér að hundruð milljarða flæði út úr hagkerfinu. Svona skrifar nífaldur meðalmaður þegar kemur að launum. Maður vonar að menn séu skyldaðir til þess að vera heiðarlegir í skrifum sínum þegar þeir þiggja ofurlaun. Þetta er ekki beinlínis til að ýta undir þá von. Forstjórinn fullyrðir líka að með samningnum sé verið að viðhalda úreltu landbúnaðarkerfi. Staðreynd málsins er hins vegar sú að allar líkur eru á því að nýr samningur umbylti landbúnaðarkerfinu. Enda ekki vanþörf á. Það þarf að reyna að vinda ofan af kerfi sem fylgir hár fjármagnskostnaður og stendur í vegi fyrir aukinni nýliðun. Um þetta eru flestir bændur sammála, þó við getum deilt um leiðirnar. Samningaviðræðunum er hins vegar ekki lokið og engar tölur ennþá á hreinu. Það er því erfitt að gefa sér hvort samningurinn verði góður eða slæmur, þó margt bendi til þess fyrrnefnda.Framtíðarhagsmunir eða skammtímagróði Íslenskir bændur eru stoltir af vörunum sem við bjóðum neytendum. Við höldum því ekki fram að við séum endilega mikið betri bændur en erlendir kollegar okkar. Við erum hins vegar vel í sveit settir, þó að við leyfum okkur að bölva veðrinu með reglulegu millibili. Dýrin okkar eru heilbrigð og landið okkar er ómengað, eins og tölur um notkun lyfja og illgresiseyða sýna. Víða stefnir í óefni vegna ótæpilegrar notkunar sýklalyfja og víða er jarðvegur illa farinn vegna mikils álags. Áherslan á okkar sérkenni mun því að öllum líkum aukast þegar fram líða stundir. Það er þó ekki svo að okkar landbúnaður sé fullkominn. Víða má gera betur þegar kemur að aðbúnaði skepna. Samtök ungra bænda hafa lagt sérstaka áherslu á að endurskoða þurfi nálgun og eftirfylgni þegar kemur að málum er varða dýravelferð. Þessu umhverfi getum við viðhaldið og betrumbætt vegna þess að íslenska ríkið styður við landbúnað, eins og flest ríki heims. Við getum viðhaldið bústofnunum og landinu okkar með góðum starfsháttum. Hvoru tveggja væri hins vegar hægt að fórna ef sjónarmið verslunarinnar um að hámarka gróða til skemmri tíma yrðu ofan á. Ótakmarkaður innflutningur gæti á stuttum tíma gengið frá ákveðnum greinum landbúnaðarins. Ef við hins vegar hugsum til framtíðar er ekki óhugsandi að við munum græða á því að eiga hér heilbrigðar skepnur og ómengað land. Eftirspurn eftir matvælum sem framleidd eru án sýklalyfja mun að öllum líkindum aukast. Þegar sá veruleiki blasir við okkur getum við meira að segja rætt hvort ríkisstuðningur sé nauðsynlegur. En þangað til eru það allra hagsmunir að tryggja innlenda framleiðslu.Vonum hið besta Nýir samningar verða vonandi til þess að ungt fólk getur látið drauminn um að hefja búskap rætast. Það er nefnilega heilmikill áhugi fyrir búskap hjá ungu fólki. Ásókn í búfræðinám er mikil og þaðan er útskrifað fólk sem hefur metnað til þess að framleiða góðan mat á sem hagkvæmastan hátt. Vonandi verða nýir búvörusamningar til þess að starfsumhverfi bænda verði þannig að búskapur standi undir mannsæmandi launum. Vonandi verður samhliða þessu farið í að bæta búsetuskilyrði á landsbyggðinni, t.a.m. með ljósleiðaravæðingu og bættum samgöngum. Vonandi skilja sem flestir að stuðningur við landbúnað er kerfi sem flestar þjóðir heims velja sér til þess að tryggja innlenda matvælaframleiðslu, ekki séríslenskt fyrirbrigði. Vonandi voru allir ánægðir með afurðir okkar bænda á seinasta ári. Við munum að sjálfsögðu reyna að gera enn betur á því nýja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Eins og margir vita eru væntanlegir nýir búvörusamningar milli ríkis og bænda. Þessir samningar munu ákvarða starfsskilyrði landbúnaðarins og bændur hafa beðið þeirra með nokkurri eftirvæntingu. Það hefur verið mörgum bændum erfitt að vita ekki hvað tekur við þegar skrifað verður undir nýja samninga. Margir hafa haldið að sér höndum við framkvæmdir og sérstaklega við kaup á kvóta. Óvissan gerir áætlanagerð til langs tíma í búrekstrinum erfiða og ómarkvissa. Það ríkir því mikil spenna hjá okkur bændum um þessar mundir.Er forstjóri Haga nýr talsmaður neytenda? Forstjóri Haga, Finnur Árnason, hljóp nokkuð harkalega á sig í grein í áramótablaði Viðskiptablaðsins. Þar skrifar hann um nýja búvörusamninga milli ríkis og bænda. Við lok lestursins þarf maður að minna sig á að þarna skrifar forstjóri stórrar verslunar því þar virtist frekar fara sjálfskipaður talsmaður neytenda. Þau hlutverk fara ekkert sérstaklega vel saman. Forstjórinn gerist þar meira að segja svo djarfur að líkja búvörusamningum við Icesave-samningana sem þjóðin felldi. Það er í besta falli barnalegt og í versta falli rætin tilraun til að slá ryki í augun á fólki. Forstjórinn lætur sem hann skilji ekki muninn á samningi sem heldur fjármunum innan íslenska hagkerfisins eða samningi sem felur í sér að hundruð milljarða flæði út úr hagkerfinu. Svona skrifar nífaldur meðalmaður þegar kemur að launum. Maður vonar að menn séu skyldaðir til þess að vera heiðarlegir í skrifum sínum þegar þeir þiggja ofurlaun. Þetta er ekki beinlínis til að ýta undir þá von. Forstjórinn fullyrðir líka að með samningnum sé verið að viðhalda úreltu landbúnaðarkerfi. Staðreynd málsins er hins vegar sú að allar líkur eru á því að nýr samningur umbylti landbúnaðarkerfinu. Enda ekki vanþörf á. Það þarf að reyna að vinda ofan af kerfi sem fylgir hár fjármagnskostnaður og stendur í vegi fyrir aukinni nýliðun. Um þetta eru flestir bændur sammála, þó við getum deilt um leiðirnar. Samningaviðræðunum er hins vegar ekki lokið og engar tölur ennþá á hreinu. Það er því erfitt að gefa sér hvort samningurinn verði góður eða slæmur, þó margt bendi til þess fyrrnefnda.Framtíðarhagsmunir eða skammtímagróði Íslenskir bændur eru stoltir af vörunum sem við bjóðum neytendum. Við höldum því ekki fram að við séum endilega mikið betri bændur en erlendir kollegar okkar. Við erum hins vegar vel í sveit settir, þó að við leyfum okkur að bölva veðrinu með reglulegu millibili. Dýrin okkar eru heilbrigð og landið okkar er ómengað, eins og tölur um notkun lyfja og illgresiseyða sýna. Víða stefnir í óefni vegna ótæpilegrar notkunar sýklalyfja og víða er jarðvegur illa farinn vegna mikils álags. Áherslan á okkar sérkenni mun því að öllum líkum aukast þegar fram líða stundir. Það er þó ekki svo að okkar landbúnaður sé fullkominn. Víða má gera betur þegar kemur að aðbúnaði skepna. Samtök ungra bænda hafa lagt sérstaka áherslu á að endurskoða þurfi nálgun og eftirfylgni þegar kemur að málum er varða dýravelferð. Þessu umhverfi getum við viðhaldið og betrumbætt vegna þess að íslenska ríkið styður við landbúnað, eins og flest ríki heims. Við getum viðhaldið bústofnunum og landinu okkar með góðum starfsháttum. Hvoru tveggja væri hins vegar hægt að fórna ef sjónarmið verslunarinnar um að hámarka gróða til skemmri tíma yrðu ofan á. Ótakmarkaður innflutningur gæti á stuttum tíma gengið frá ákveðnum greinum landbúnaðarins. Ef við hins vegar hugsum til framtíðar er ekki óhugsandi að við munum græða á því að eiga hér heilbrigðar skepnur og ómengað land. Eftirspurn eftir matvælum sem framleidd eru án sýklalyfja mun að öllum líkindum aukast. Þegar sá veruleiki blasir við okkur getum við meira að segja rætt hvort ríkisstuðningur sé nauðsynlegur. En þangað til eru það allra hagsmunir að tryggja innlenda framleiðslu.Vonum hið besta Nýir samningar verða vonandi til þess að ungt fólk getur látið drauminn um að hefja búskap rætast. Það er nefnilega heilmikill áhugi fyrir búskap hjá ungu fólki. Ásókn í búfræðinám er mikil og þaðan er útskrifað fólk sem hefur metnað til þess að framleiða góðan mat á sem hagkvæmastan hátt. Vonandi verða nýir búvörusamningar til þess að starfsumhverfi bænda verði þannig að búskapur standi undir mannsæmandi launum. Vonandi verður samhliða þessu farið í að bæta búsetuskilyrði á landsbyggðinni, t.a.m. með ljósleiðaravæðingu og bættum samgöngum. Vonandi skilja sem flestir að stuðningur við landbúnað er kerfi sem flestar þjóðir heims velja sér til þess að tryggja innlenda matvælaframleiðslu, ekki séríslenskt fyrirbrigði. Vonandi voru allir ánægðir með afurðir okkar bænda á seinasta ári. Við munum að sjálfsögðu reyna að gera enn betur á því nýja.
Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt Skoðun