Í iOS 8.1 uppfærslunni kynnti Apple iCloud Photo Library til sögunnar sem sjálfkrafa hleður öllum ljósmyndum og myndböndum inn á iCloud-skýið.
Ef notandinn kveikir á iCloud Photo Library-stillingunni munu allar myndir vistast inn á símann sem og í skýið í fullri upplausn, með tilheyrandi minnisnotkun. Notandinn getur þó stillt það þannig að myndirnar vistist einungis í skýið í fullri upplausn en að minni, samþjappaðri myndir verði eftir í símanum. Þær verða þó eftir í nógu góðri upplausn til að sýna vinum og vandamönnum á skjá símans.
Til þess að kveikja á iCloud Photo Library-stillingunni þurfa notendur að ganga úr skugga um að þeir séu með iOS 8.1 uppfærsluna og skrá sig hér fyrir aðgang að iCloud.
Því næst skal farið í Settings, velja iCloud, fara í Photos og kveikja á iCloud Photo Library. Til þess að spara minni þarf svo að fara í Optimize, Photos & Camera og að lokum iCloud Photo Library.

